Þá vantar 11.772 störf til viðbótar.

Gott er ef þessi 2.000 störf verða að veruleika. Hafa skal í huga ... "ef sátt næst um fjármögnun." Svo það er enn "ef" í spilinu. Ég er fegin að heyra að Jóhanna sé bjartsýn en ég hef þó aldrei verið svartsýnni sjálf (sl. 51 ár).

Störfin sem nú er boðið upp á eru karlastörf og gangrýni ég það ekki, utan að sama slumma mætti koma á móti í kvennastörfum.

Velferðarráðuneytið hefur boðað að það muni ráða í opinberar stofnanir í sumar á móti atvinnuleysisbótum, sem er vel.

Áfram með smjörið, betur má ef duga skal og þannig helst að atvinnulífið fari að blómstra af eigin rammleik.

Ef rýnt er vel í atvinnuleysistölur, sem vel eru framsettar á vef Vinnumálastofnunar má m.a. sjá, að í % talið er atvinnuleysi (þar með talið langtímaatvinnuleysi) næst minnst á Vestfjörðum á landsvísu. Þó hefur Jóhanna sérstakar áhyggjur af Vestfjörðum, en ég óska auðvitað Vestfirðingum til hamingju með áhyggjur hennar af þeim.

Suðurnes og Höfuðborarsvæðið eru hæst á lista hvað atvinnuleysi varðar sem aldrei fyrr og þar er langtímaatvinnuleysi að aukast mikið.

Stjórnarsáttmáli núverandi ríkisstjórnar frá því 2009 er vissulega fullur góðra fyrirheita hvað atvinnumálin varðar. (Hef nýverið lesið hann yfir). -

Langar mig nú að vita hvort til sé aðgerðaráætlun í atvinnumálum í samræmi við hann. 

 


mbl.is Boðar 2.200 ársverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nei það er ekkert til nema að elítan er að ná hér fullum tökum og hækka laun stjórna í bankageiranum sem græðir á tá og fingur við borgum! Síðan á Icesave að bætast ofaná okkar byrðar þegjandi og hljóðalaust! Það má aldrei verða við verðum að kjósa gegn IcesaveIII fyrir börnin og framtíð okkar!

Sigurður Haraldsson, 15.3.2011 kl. 23:18

2 Smámynd: Sigrún Vala Valgeirsdóttir

Satt segirðu Sigurður. Sennilega er aðgerðaráætlunin ekki til. Ég ætla þó að gera heiðarlega tilraun til að gannskast betur fyrir um það.

Okkur er hótað öllu illu bæði að utan og innan. Ekki er gott að láta óttan ráða neinni för.

Mér finnst ríkisstórnin eyða of miklu púðri í það ,að hamast í þeim sem þó eitthvað eiga í stað þess að horfast í augu við þann stóra vanda, að stór hluti þjóarinna hefur ekki tækifæri til að brauðfæða sig.

Sigrún Vala Valgeirsdóttir, 16.3.2011 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband