Reykjanesblóm.

15 mánaða búseta mín hér í Reykjanesbæ, hefur kennt mér ýmislegt.

M.a. það, að fyrir okkur sem höldum að miðja alheimsins sé Reykjavík, sem næst miðbænum og þar um kring, er hollt að gerast íbúi annars sveitafélags.

Stækkar sjóndeildarhringurinn eða minnkar? Hann breytist.

S.l. haust settis ég á skólabekk eftir langt hlé, við Háskólann á Keili, sem staðsettur er á gamla varnarsvæðinu, sem nú ber nafið Ásbrú.

Umhendis var ljós uppbyggingarorkan í loftinu. / Fullt í gangi og einhvern vegin sá maður fyrir sér blómlegt bæjarfélag birtast innana skamms. Það var þarna á leiðinni, ... blómknappur við   að springa út. Búið að sá fræinu, vökva, grisja og hirða um dágóðan tíma... nokkur ár.

Ég veit ekki af hverju ég hugsaði það við stjórnarskiptin í vetur „Shit“ nú á þetta hér, ... blómið góða... eftir að fá nokkra skelli, tafir koma, gerðar verða athugasemdir, hlutir settir á ís.

Það þarf ekki annað en venjulega manneskju til að sjá, skilja og skynja hve ákvarðanir einstaklinga sem stýra bátnum þessa dagana bæta óþarfa sorg og áhyggjum ofan á  fyrir þá sem hér á Reykjanesi búa.  Ákvarðanir sem virðast bera vitni „tengslaleysis“ við raunverulegar aðstæður og  tilfinningar.

Seint gæti ég talist sérlegur talsmaður stóriðju sem einhliða búgreinar, en ég segi það fullum fetum að mín skoðun er sú, að:

ÖLL „ ÞAU VERKEFNI,  SEM UNDIRBÚIN  HAFA  VERIР AF KOSTGÆFNI  OG ELJUSEMI UNDANFARIN  ÁR FYRIR FRAMTÍIÐAR ATVINNU HÉR Á REYKJANESI EIGA AÐ FÁ AÐ KOMA TIL FRAMKVÆMDA, NÚ ÞEGAR“. Þetta eru verkefni sem eru tilbúin.

Þess vegna sat ég fjölsóttan borgarafund í Framhaldsskólanum hér í kvöld og hlýddi á bæjarstjóra sveitafélaganna tala, ásamt formanni Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. Nokkrir þingmenn flokka (utan VG), tóku til máls og virtist einhugur um að losa hnútinn.

Það vona ég sannarlega að verði ofaná.

Bæjarbúar og ráðamenn hér, er unnið hafa hörðum höndum undanfarin ár,eiga ekkert annað skilið en að fá að sjá árangur verka sinna og uppskera eins vel og þeir hafa sáð til.

Áfram Reykjanes.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband