Lilja Mósesdóttir, ég skora á þig að leggja fram síðasta launaseðil....

Ég skal leggja minn á móti.

Þú tekur þá af þínum launum og leggur inn á mig, það sem upp á vantar þar til við erum jafnar. Eða tekur 70% af þínum launum og afhendir peninginn til þeirra sem ekki geta fætt börn sín.

Lestu síðan greinina í mbl. í dag, þar sem fram kemur aukningin og þunginn sem er að leggjast á félagsþjónustu sveitafélaganna.

"... blómlegt atvinnulíf er stærsta velferðarmálið" segir Björk Vilhelmsdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkur.

Hvernig gengur Lilja með atvinnumálin?  Hvað líður á löngu þar til hinn almenni borgari getur fengið sína sjálfsvirðingu aftur?

Með kveðju. Sigrún.


"Ofurlaun", hagnaður, hátekjuskattur og fátækt.

Það er til háborinnar skammar að stjórnvöld skuli nú eyða allri sinni orku í að leggja til tillögur um "stríðsskatt" á laun 1.000.000 - 1.200.000 "or whatever".  Ég segi  mig úr þessu stríði og vill ekki taka þátt í því.  Ég vill taka þátt í umræðu um það, hvaða "nútíðarsýn" við ætlum að hafa á þann vanda sem blasir við æ fleirum, matarskortur.!!!!

Ég skora á alþingismenn og ráðherra að taka sér frí af skrifstofunni (þar sem rörsýnin hefur tekið völdin), taka sér göngutúr upp í Skógarhlíð og spjalla við þá sem þar eru að bíða eftir matarúthlutuninni. Horfast í augu við það að fullfrískt og fullvinnadi fólk á ekki afgang fyrir mat, fyrir sig og börnin sín og gera eitthvað í því. - (saddir eftir hádegismatinn í mötuneyti Alþingis, sem setur þá ekki á hausinn).

Halldór Lárusson, ritaði bréf er hann birti á Facebook, Halldór er því miður ekki einn um þessa stöðu og ég óska honum og hans fjölskyldu góðs og vona að þeim gangi vel.

En mun þeim gera það ? !!!! það fer eftir því hvar þeir sem kosnir voru til að vinna fyrir okkur á ALÞINGI hafa "fókusinn

Margrét Birna Auðunsdóttir bloggar hér í dag um sín laun, skertar atvinnuleysisbætur hún fær kr. 100.000 pr. mán.

Hún er ekki ein um það. Því miður. HVAÐ Á AÐ GERA Í ÞVÍ? ALÞINGISMENN Í STJÓRN???!!!

ÞAÐ VANTAR ATVINNU !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Marinó Njálsson, ætlar að rífa niður húsið sitt og flýja land. -  Það er náttúrulega hans mál?!!!! eða hvað. Nei, ... það er það ekki.

ÞESSU FÓLKI Á AÐ HJÁLPA OG ÞAÐ NÚNA.

Skítt með þennan eina sem er með laun, gott þá getur hann kannski eytt sínum peningum hér innanlands og hjálpað til við að halda veltu í þeim örfáu fyrirtækjum hér sem enn standa.

Ég fagna því að bankarnir skili hagnaði og geti greitt sínu fólki laun, sem það getur eytt. Viljum við sem sé fyrirtæki sem eru á vonarvöl og meigi alls ekki skila hagnaði???????

Ef aðalvandinn hér hjá okkur er þessi "guð minn góður, fyrirtækið skilaði hagnaði.... það hlýtur eitthvað að vera að...... einhver er að græða....jésús minn..... Þá erum við komin á mjööööööög ranga braut. Fátæktarvofan festir rætur "forever" -

Hvers vegna að draga alla niður í fátætarsvaðið??????

Það á að hjálpa þeim upp  "sem eru að drukkna......" en ekki berja á þeim sem eru á þurru:

Þetta er hreinn hryllingur.!!!!

STJÓRNVÖLD GERIÐ EITTHVAÐ FYRIR ÞÁ SEM ERU AÐ DRUKKNA. !!!!!! - HJÁLPIN ÞARF AÐ BERAST NÚNA.

 

 


Ólína, þið eigið að hætta að einblína á þetta og hefjast handa við aðgerðir ...

TIL BJARGAR ÞEIM SEM EKKERT HAFA !!!!

Laga lægstu launin, hefja atvinnuuppbyggingu osfrv. Sjá færslur fyrir neðan.

Þar er meirihluti þjóðarinnar og þar eigið þið að vinna með því fólki.... þjóðinni.!!!!!!

Hagvöxt þarf að auka upp í 5% ... eins og þú væntalega veist.

Ég verð bara reið að heyra svona vitleysu... með þessari hugsun er sem sé dyggð að vera fátækur... eða havð?

Nei, þetta er ekki málið... beinið augunum að þeim sem á ykkur þurfa að halda...

NÚNA!!! 

 

 

 

 


mbl.is Nóg komið af vitleysunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferðileg skylda forsætisráðherra er að horfast í augu við anna og stærri vanda.

Og laga nú þegar kjör þeirra sem sem eiga ekki fyrir mat í þessu samfélagi atvinnuleysis og ráðaleysis.

Það er ömurlegt að horfa sífellt upp á þennan reiði- og þunglyndissvip Jóhönnu.

Ég skora á hana að fara að brosa og einhenda sér eftir kaffihléið í dag að heimta það, að biðröðum í matarúthlutun sé eytt. Skattar á lægstu laun séu lækkaðir, skattleysismörk hækkuð og bætur til atvinnulausra hækkaðar og atvinnutækifærum fjölgað.

Þetta komi til framkvæmda í fyrramálið.

Mikið djöf... er ég orðin þreytt á þessu eilífa kjaftæði um það sem ekki skiptir neinu máli.

Það eru 12.000 manns atvinnulausir á bótum sem duga ekki fyrir mat.

Það er stóra málið.


mbl.is Engin réttlæting fyrir ofurlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið var. En hvað svo?

Ljóst er að fjöldi einstaklinga er undir þessum viðmiðunarmörkum.

Atvinnulausir í desember 2010 skv. vef Vinnumálastofnunar voru 12.745 að meðaltali.

Atvinnulaus einstaklingur fær í ráðstöfunartekjur,  fullar bætur uþb. kr.120.000-

Það vantar þá um 170.000 kr. upp á!!!

Hvernig á að leysa þennan vanda? -

"Ekki er tekið mið af neysluviðmiði í kjarasamningum í Noregi", segir Guðbjartur ... svona eins og til að lækka væntingar. Ein hvers staðar minnir líka að ég hafi heyrt hann segja, að bætur verði ekki hækkaðar.

En til hvers er þá neysluviðmiðið?

Annað hvort verður að vera næg vinna, eða bætur nægar  til framfærslu. Ef ekki, hvað þá?

Fólk vill vinna. Það er málið, og hafa laun sem duga til framfærslu. Þetta er nú varla flóknara en það.

Flestir vita hvað þeir þurfa til að eiga í sig og á. Vart þarf nú reiknivél sérstaka til þess, eins og Velferðarráðuneytið setur á sinn vef, í tilefni af því að neysluviðmiðin hafa verið útgefin.

Það er eiginlega í sjálfu sér fáránlegt að hafa atvinnuelysisbætur svo langt undir neysluviðmiði, þegar atvinnuleysið er svona mikið. Auðvitað átt að taka á því þegar í stað, í ársbyrjun 2009 að lágmarki.

En nú er þetta komið og vonanadi leiðir það til betri vegar.


mbl.is Viðmið einstaklings 292 þús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ég er skíthrædd við Jóhönnu í þessum ham.

Fyrr má nú rota en dauðrota. - Held þá helst að þetta hljóti að vera Davíð að kenna, en mikla krafta þarf til að sýna honum hvar hann keypti ölið.

Er ekki nokkuð langt seilst að kenna íhaldinu (hinu stóra skrímsli) um þetta lagaklúður.

Sá sjálf er ég fylgdi ferli laganna að þau voru hroðvirknislega unni og í allt of miklum flýti.

Geri ráð fyrir því , að Jóhanna sé að vísa í dómarana eða hvað?

Og hver er svo þessi "eina sanna þjóð" sem vinsælt er að höfða til þessa dagana.

Við íslendingar sem erum klofin í tvennt, bæði í þessu Stjórnlagaþingsmáli, ESB aðildarmáli og Icesave máli.

Það var þrátt fyrir allt lítill áhugi á Stjórnlagaþingi hjá þjóðinni, - nema auðvitað hafði ákveðinn hópur mikinn áhuga og miklar væntingar.

Hví þá ekki að kanna vilja þjóðarinnar til Stjórnlagaþings með þjóðaratkvæðagreiðslu og fá þá í eitt skipti fyrir öll niðurstöðu um hve mikill sá áhugi er raunverulega til að byrja með?

 

Þingvellir


mbl.is Íhaldið er „skíthrætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar verður þá styttan af Þorvaldi?

Merkilegt hvað stjórnarskrá Suður - Afríku er allt í einu orðin "heit". Maður þar sagði að 2- 4 mán. væru allt of skammur tími til að semja nýja stjórnarskrá og þykir það afar merkilegt... en ég veit ekki betur en það hafi verið bent á það hér heima margoft. 

Mér hugnast heldur ekki að hafa viðurlög við stjórnarskrárbroti í stjórnarskrá, eins og í Suður - Afríku.

Stjórnarskráin á að vera fallegt lýðræðislegt plagg.

Siðbót kemur ekki með boðum að utan, hún kemur innan frá.

Ef "þjóðin er stjórnarskrárgjafinn... ", eins og margir frambjóðenda lýstu, þá hlýtur hún á endanum að fá að segja sitt síðasta orð... svo á verði hlustað.

Þorvaldur Gylfason er hvort sem er búinn að skrifa nýja stjórnarskrá... amk. fyrsta kaflann.

Illugi hefur lýst því yfir að hann muni leggja nótt við dag og sátt megi finnast um hið nýja plagg.

Það vona ég að gangi vel... en það verður þá líka að spyrja okkur hin.

Mig lagar til að halda því áfram, að láta mér þykja vænt um mína stjórnarskrá og veit ekki enn hvort ég treysti þessu annars ágæta fólki til að búa til það plagg.

Amk. einn hinna nýju þingmanna á Stjórnlagaþingi hafa lýst því yfir að  "það verði að opna fyrir framsalsheimildir á valdi til alþjóðastofnana"  Svo það er klárt af hennar hálfu. Mun hún hafa vilja til að setja þá spurningu til landsmanna og leyfa þeima að segja sitt orð?

Það verður auðvitað spurt að leikslokum í þessu sem öðru. Ég hafði vonast til að á listanum yrði breiðari hópur ... en við því var auðvitað ekki að búast.

Í stjórnarskrá Ekvador er "Móðir jörð" Gaia, aðili að stjórnarskránni eins og hver annar þegn.

Við getum alveg eins tekið það upp og er miklu betra en refsiákvæði Suður - Afríku.

GaiaGaia.


Fysti sunnudagur í aðventu og kosningum lokið.

Ég hygg að margur finni til léttis að loknum þessum kosningum og nú getur hugurinn reikað annað um stundarsakir.

Úrslitin verða ljós í kvöld, væntalega og verður vissulega forvitnilegt að líta yfir listann.

Þakka ber þeim, sem lögðu það á sig að fara á kjörstað og fylla út sinn seðil af stakri samviskusemi.

Ég þakka vissulega þeim, sem settu mitt númer hjá sér.

Að loknum jólaundirbúningi og jólahaldi er svo hægt að hefja aftur vöku sína að nýju.

Aðventan er notalegur tími með fjölda tónleika og herlegheitum, sem gott er að njóta þrátt fyrir allt.

imagesCAVLYPAKSjávargyðja.

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband