Sigrún Vala Valgeirsdóttir
Ég er fædd 3.október 1959 í Reykjavík.
Foreldrar eru Lovísa Ágústsdóttir fv.ritari og Valgeir Gestsson fv. skólastjóri og formaður Kennarasambands Íslands.
Ég á þrjár systur, 5 yndisleg systrabörn, eina dóttur og dótturdóttir.
Barnsskónum sleit ég að Varmalandi í Borgarfirði, lærði skólaljóðin og keppti í íþróttum með UMFÍ.
Síðar stundaði ég nám í sagnfræði, heimspeki og fjölmiðlafræði við H.Í. Lauk Brautargengisnámi hjá IMRPU Nýsköpunarmiðstöð árið 2000 og Frumkvöðalfræðum PDE, frá Háskólanum á Keili 2009.
Ég hef unnið fjölbreytt störf í gegnum tíðina; eldað fyrir ferðamenn á hálendi Íslands, starfað sem kennari, rekið eigð Tehús í Reykjavík, (feng shui).
Stærstur hluti starfsævinnar hefur þó snúið að ráðgjöf, m.a. til unglinga hjá Reykjavíkurborg og kvenna sem leita þjónustu Kvennaathvarfsins.
Sl. vetur tók ég þátt í sjálfboðaliðastarfi með UNIFEM á Íslandi og vann með þeim í landsbyggðakynningum.
Um þessar mundir er ég að þróa eigin vöru sem unnin er að hluta til úr íslenskum jurtum.
Það Ísland sem ég ólst upp á var land friðsemdar og eðlilegrar uppbyggingar skóla- heilbrigðiskerfis, lífeyrissjóða og stéttafélaga m.a. Gildi aldamótakynslóðarinnar í gegnum afa og ömmur eru mér í blóð borin.
Trú á land og lýð, virðing fyrir náttúrunni og samvistir við hana,... rabbabaragarður... skógarlundur... lækjarniður... skrúðgarðar og 17.júní....
Gildi sem ég hef erft og virði. - Gamalt getur líka verið gott.