500 manns í framboði. Gott eða slæmt?

 

Þjóðarsálin í hnotskurn... meira en helmingur skilar inn á síðustu stundu.

Þetta erum við... þjóðin. Harðduglegt og vinnusamt fólk með trúa á sjálft sig... á síðustu stundu.

Er ekki dásamlegt að allt þetta fólk hafi þá einlægu trú að þess framlag skipti máli.

Jú það er það. Og auðvitað skiptir það máli.

Það skitpir máli að umræðan verði til og hún fari fram.

Það er það góða.

Ég get þó ekki varist þeirri hugsun að þarna sé á ferðinni sami eiginleiki og kom svo skýrt fram á hlutabréfaárunum.

Ég man það eins og gerst hafi í gær, sumarið 2007. Þá var ég með opið hús á Menningarnótt.

Fólk dreif að héðan og þaðan. Sat í grúppum hér og þar, úti á palli og inni í stofu. Hvar ég stóð miðsvæðis með vöffludiskinn í annarri hendi og heyrði á tal manna, brá mér í brún. Það voru allir, hver einasti maður að tala um hlutabréf. Hvar þeir hefðu keypt, í hverju þeir hefðu selt. Hvort ætti að selja eða kaupa. Hvað þeir hefðu grætt.

Hvað ætti að veðja á næst osfrv.

 „Við erum orðin biluð." Hugsaði ég. „Við erum gjörsamlega búin að missa vitið". Nú er hver einasti maður orðinn sérfræðingur í hlutabréfaviðskiptum.

---

 Nú er sem sé hver einasti maður orðinn sérfræðingur í Stjórnarskránni... og ég líka.!

þetta er auðvitað bara dásamlegt. En kann þetta góðri lukku að stýra?

Sýnir þetta styrk okkar þjóðarsálar eða veikleika?  (Erum við haldin ólæknandi hjarðhegðunar -„heilkenni"?)

Hverjir eru okkar helstu styrkleikar sem þjóð?:

Við erum í grunninn vinnusamt, duglegt og heiðarlegt fólk, upplýst og vel menntuð þjóð. Við höfum frumkvæða hugsun og erum kjarkmikil. Við kunnum að sýna samstöðu og samhygð ef í harðbakka slær. Bæði hvort öðru og út á við. Sagna hefur kennt okkur nauðsyn þess að vera útsjónasöm og þar af leiðandi held ég að við höfum innbyggt nokkuð sterkt innsæi (og vonandi nokkra framsýni).

 

Hvað þyrftum við að læra? Að hlusta og flýta okkur hægt.

---

Að vissu leyti er hálfgert brjálæði að boða til persónukjörs á þennan hátt. Hvernig í ósköpunum á kjósandinn að velja úr og hafa til þess viku?  (kynningabæklingur kjörstjórnar verður kominn í hús þá) / Ég er sjálf að reyna að mynda mér skoðun á hinum 24, en þetta er nánast óvinnandi vegur. Niðurstaða kosninganna... ja hvað í raun endurspeglar hún?

Tilraun sem aldrei hefur verið gerð áður þótt víðar væri leitað. Nema hvað. Og hvar er hún gerð. Á Íslandi.!

Tilraunin er vissulega spennandi og verður fróðlegt að sjá útkomuna úr kosningunum. Ef okkur tekst að þessu sinni að ræða málin á upplýstan og yfirvegaðann hátt (á þinginu og í undanfara kosninganna). Án slagorða og upphrópana (svo ekki sé talað um karp, skotgrafahernað  og önnur leiðindi).

Ef stíllinn á umræðunni breytist. Þá er tilraunin þess virði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband