11.3.2011 | 18:53
Ofviðrið í Borgarleikhúsinu; Ein sú mest hrífandi leiksýning sem ég hef séð í háa herrans tíð.
Fyrir stútfullu húsi, brilleruðu leikarar í enn einni snilldar Shakespere uppfærslunni á fjölum Borgarleikhússins.
Ég elska Shakepeare og þessi uppfærsla fannst mér hafa allt til að bera sem gleðja mætti áhorfandann.
Mögnuð tónlist, fagur notkun ljósa, litríkir búningar, fullkomin sviðsmynd. tæknin nýtt á fallegan hátt án þess að vera yfirdrifin. Allt þetta umfaðmaði hinn ávallt hrífandi texta snillingsins Shakespeare. Leikhópurinn fannst mér vinna af einingu og gleði með margs kyns kjöti á beinunum í persónusköpun sinni. Hlýleg nærvera Ingvars Sigurðssonar á sviðinu í hlutverki Prosperós fannst mér gefa hina mannlegu vídd á málið.
Shakespeare er ekki fyrir sémerktur fyrir "gáfufólk", ... kannski er hann bara hreinn comedian... ...með dálítið svartan húmor. Fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana hvað varðar þá snilld að fletta mannskepnuna fötum, þar sem hún getur horft á sjálfa sig í allri sinni dýrð. Hefnd, ástir, harmur, niðurlæging.... fyrirgefning. Allt þetta fléttar leikskáldið saman svo úr getur orðið "leikhúsveisla" og skemmtun, sem ekki er verra.
Ég sá Lé Konung í Þjóðleikhúsinu líka og þótt texti Shakepseare standi ávallt fyrir sínu, þá fannst mér sem leikhúsgesti mjög miður að mestan hluta sýningarinnar var sviðið algerlega hrátt, þar sem sjá mátti í rafmangskassa ofl. í bakgrunninn. Einnig voru búningarnir verulega misheppnaðir þar, þeir gerðu ekkert fyrir augað voru litlausir og dull.
Ég þekki marga sem voru á sýningunni í gærkvöldi og sumir voru með hrifings- gæsahúð allan tímann.
Ég þakka Borgarleikhúsinu fyrir ógleymanlega kvöldstund (og eiginlega langar aftur).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.