"Geta atvinnulífsins til að standa við kjarasamninga er háð umsvifum í atvinnulífinu."

Svo hárrétt. Atvinnulífið er undirstaða alls, velferðar fólksins og ríkisfjármálanna. Seinagangurinn hjá ríkisstjórninni er óafakanlegur. Bak við hverja sérstaka tölu atvinnuleysis er mannlegur harmleikur.

Atvinnuleysisvofuna þarf að hrekja á brott en hún breiðir sig nú kokhraust  yfir landið. Fátækragildruna þarf að fjarlægja af tröppum þeirra heimila, þar sem henni hefur nú verið haganlega komið fyrir.

Ríkisstjórn sem kennir sig við "VELFERÐ" stendur ekki undir nafni öðruvísi en að skapa skilyrði til atvinnuuppbyggingar.

Án atvinnu er hvorki jöfnuður né velferð.


mbl.is Ræddu atvinnumál við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Með vinstri helferðarstjórn er hvorki um að ræða jöfnuð eða velferð helddur einvörpungu sæla sameginlega eymd!

Óskar Guðmundsson, 16.3.2011 kl. 15:03

2 Smámynd: Sigrún Vala Valgeirsdóttir

Eymdin er mikil hjá allt of mörgum og sælan lítil. Björgunaraðgerðum ríkisstjórnarinnar er lokið. Eftir situr sveltandi lýðurinn. Hverjum var bjargað?

Sigrún Vala Valgeirsdóttir, 16.3.2011 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband