Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum er þá ekki til.

Það hef ég nú fengið staðfest hjá forsætisráðuneytinu í dag.

Þó er þetta til:

 "Þá eru með stefnunni settar fram 30 aðgerðir og verkefni sem ætlað er að vera fyrstu skref í átt að Íslandi 2020. Eitt veigamesta verkefnið er fjárfestingaráætlun um þróun innviða, atvinnumála, mannauðs og samfélags. Gerð hennar kallar á einföldun, sameiningu og samþættingu allra helstu stefnumarkandi áætlana hins opinbera og mörkun fjárlagaramma til lengri tíma. Þau meginstef sem fram koma í stefnumörkuninni sem hér er sett fram voru sameiginleg hjá þorra þeirra sem komu að stefnumótun og þjóðfundum á vegum sóknaráætlunar fyrir Ísland."

 úr skjalinu "Ísland 2020 - sókn fyrir atvinnulíf og samfélag." af vef Forsætisráðuneytisins.

Fjárfestingaáætlunin hefur ekki gengið eftir.  / Hverjar eru þessar 30 aðgerðir?

Merkilegt finnst mér einnig að undir tenglinum "verkefnum sem er lokið" á vefsíðunni má sjá "Endurreisn efnahagslífsins"

Enurreisn efnahagslífsins er þá lokið ásamt "rústabjörgun", eins og Jóhanna Sigurðardóttir sagði í grein er birt var í Fréttablaðinu 19.febr. sl. (og á vef ráðuneytisins).

Jæja gott og vel.

Mikið vildi ég samt að ekki væri svona erfitt að finna út úr því, hvað raunverulega væri að gerast í atvinnumálunum, stærsta velferðarmálinu.

Hvað er svo í pípunum eftir að ef... þessi 2.000 störf verða til ásamt þeim 900 sem Velferðarráðuneytið slettir inn í sumar ?

Í sömu grein (og vitnað er í hér að ofan segir:

"Við verðum að skapa 10 til 15 þúsund ný störf á næstu árum. Við verðum að útrýma langtímaatvinnuleysi og tryggja atvinnuleitendum virkniúrræði sem skila árangri. Við verðum að byggja hér upp spennandi atvinnulíf og menntunarmöguleika þannig að okkar unga fólk geri Ísland að heimavelli sínum til framtíðar. Ríkisstjórnin ætlar sér að ná árangri í þessum efnum og hefur m.a. sett af stað víðtækt samráð við aðila vinnumarkaðarins, alla þingflokka og fleiri öfluga aðila um markvissar aðgerðir til að svo megi verða. Ég heiti á okkur öll að leggjast nú saman á árarnar í þessum efnum."

Á meðan hið " vítæka samráð" stendur yfir bíða þeir sem ekkert hafa og bíða.....

Nóg af yfirlýsingum og fagurgala. Tími aðgerðanna skal hefjast, að öðrum kosti er ég hrædd um vaðmálstíska verði óumflýjanleg ásamt því að stefnuyfirlýsingar og rannsóknarskýrslur verði étnar í kvöldmat. - Þjóðin hefur áður lagt sér bókfell til munns.-

 

 

 

s


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband