17.3.2011 | 14:23
Össur, hefur þú brugðist íbúum Íslands?
Viltu verða þátttakandi í vopnabraski? Þú ferð stórum. Væri ekki nær að þú talaðir fjálglega máli þinnar eigin þjóðar á alþjóðavettvangi. Þjóðar, sem liggur í valnum eftir efnahagslega árás. Hvernig væri að horfast í augu við þá staðreynd? Ég er asi hrædd um að þú hafir rekið höfuðið illilega í borðshorn í Brussel og farið að sjá störnur.
Í stað þess að lýsa yfir raunverulegum áhyggjum af ástandi mála hér heima, doðanum, fátæktinni og úrræðaleysi fólksins í eigin landi, þá vitnar þú í undarlega könnun ESB (sem enginn hefur heyrt af) í viðtali á Bylgjunni í gær. Þar ferðu einnig stórum um það hve miklu betur börnum líður hér eftir hrunið.....!!!! Veistu, maður á bara ekki orð. Gleymdist að tala við atvinnulausa, öryrkja, einstæða foreldra og láglaunafólk í þessari könnun? Sennilega hefur bara verið talað við þá sem vinna hjá skilanefndunum og örfáa ágætlega launaða embættismenn.
Maður veltir því fyrir sér eftir viðtalið hvort ekki sé nú bara ráð að skella á annarri kreppu, svona til að bæta líðan barna í landinu og setja smá trukk í sköpunarkraftinn. (sem notabene þrífst líka ágætlega á góðum tímum - bara svona svo því sé haldið til haga).
Það má líka segja, að sköpunarkraftur þinn sé mikill hvað varðar það að draga athygli frá því að hér býr stór hópur fólks við aðstæður og kjör sem er til skammar. Örbirgð, úrræðaleysi og vonleysi.
Stattu þig og farðu í heimsók til hinna % , sem ekki eru á lista yfir þá ánægðu.... og gáðu hvað þér finnst.
Með mikilli virðingu fyrir íbúum Lýbíu, sannarlega - það er ekki málið.
http://www.sovereignindependent.com/?p=15161
Sjá grein um Rotschild & Sons plús vini.
Ég er að mörgu leyti sammála sagnfræðingnum ágæta sem tjáði sig í gærkvöldi. (Hvert stefnir Ísland). - Við eigum nefninlega bara að vera hér í friði og halda okkur til hlés. - Það er málið. Og byrum hér heima. Af nógu er að taka.
Höfum brugðist íbúum Líbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
nei hann gerir ekkert hann náði sínum aurum út úr bankanum.
gisli (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 14:39
Þá getur hann væntanlega notað sinn eigin afgang til að kaupa ný vopn fyrir uppreisnarherinn í Lýbíu vænti ég. En þeir eiga bara gömul vopn, sem er mikið áhyggjuefni...... !!!
Sigrún Vala Valgeirsdóttir, 17.3.2011 kl. 14:54
Já svo sannarlega náði hann og Árni Þór Sigurðsson aurum sínum...
Hann er ótrúverðugur vegna þess að hann hefur orðið uppvís að því að vinna ekki vinnuna sína eins og hann ætti að gera og er að fá greitt fyrir frá okkur...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.3.2011 kl. 16:08
Já Ingibjörg, það er eitthvað verulega bogið við þetta allt saman, það er eitt sem víst er.
Ekki er ég nú í neinni stöðu til að vita hver náði sínum aurum... en eruð þið Gísli að tala um, að þeir hafi selt hlutabréf vegna þess að þeir höfðu upplýsingar sem við höfðum ekki?
Þessi sena Össurar núna, finnst mér bera vott um það, að hann hafi drukkið einum of marga öllara með "elítunni"í Brussel (þeim sem halda að þeir séu það). Og nú gerir hann sig breiðan til að ganga í augun á þeim, vera maður með mönnum frá þjóð á meðal þjóða. !!! Úff.
Ég er ekki viss um að Íslendingar vilji alþjóðasamvinnu sem hefur í för með sér þátttöku í stríði. Á þessari stundu eigum við að byggja upp hér heima fyrst og fremst.
Sigrún Vala Valgeirsdóttir, 17.3.2011 kl. 18:13
Það er okkar að ná stjórnvöldum frá og kjósa móti Icesave sem er klárlega aðför að lýðræðinu og fólkinu í landinu til handa elítunni og þjófum útrásarinnar!
Sigurður Haraldsson, 17.3.2011 kl. 19:30
Já Sigurður Icesave tel ég að ætti að útkjá fyrir dómsstólum. Mín skoðun er sú, að stjórnvöld beggja landa hafi gert mistökin fyrst og fremst og eigi að bera jafna ábyrgð. Það getur ekki staðist að innistæðutryggingakerfið dæmist á 300.000 hræður - það er óréttlátt.
Hins vegar kann vel að vera, þar sem við mikil valdaöfl er að etja í þessu samhengi öllu sé samningsleiðin skynsamari.
Ég er búin að ákveða hvoru meigin hryggjar mitt atkvæði mun liggja en ætla að hafa það fyrir mig í bili.
En færslan hér var í upphafi gerð til að lýsa yfir mínu vantrausti á þá stjórnmálamenn sem vilja að við íslendingar tengjumst á einn eða annan hátt inn í stríðsrekstur annarra þjóða. - Ég vill fá að vera í friði hér heima hjá mér ... með almennileg lífskjör.
Sigrún Vala Valgeirsdóttir, 18.3.2011 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.