Vinir Vestfjarða

Ég get vel skrifað undir það að vera vinur Vestfjarða.  Eftir að hafa ferðast um bloggheimana nú um nokkurra vikna skeið og lesið daglega pistlana hennar Ólínu, rifjast upp dagar mínir í Menntaskólanum á Ísafirði. Eins og alþjóð veit, er þessi gamla skólasystir mín sannkölluð valkyrja og hefur aldrei legið á skoðunum sínum. Minnist ég þess einmitt þegar við sátum á svölunum heima hjá henni og brutum saman taubleyjur, en þá hafði hún ung að árum eignast sinn fyrsta son. Það þýddi lítið að bulla í eyru Óínu. Ung sem Ólína, eignaðist ég einnig mitt fyrsta barn, þótt stúlka sú hafi ekki fæðst fyrir vestan, á hún óneitanlega ættir þangað að rekja.  ... er af vestfirskum sjómönnum komin. Ég sé að Júlíus Geirmundsson, er enn við líði og fjöllin óbreytt. Skildi bæjarandin enn vera sá sami. Þetta var í kringum 1977 og til Ísafjarðar streymdi opið og listrænt fólk. Á þessum tíma vour þau hjón Jón Baldvin og Bryndís ráðandi í Menntaskólanum ásamt lista og menningarlífi bæjarins, að sjálfsögðu.

Það hlýtur að vera fengur fyrir bæjarfélag eins og Ísafjörð að fá silgda heimamenn aftur til að rífast og skipta sér af.  Það er raunverulega aldrei nóg skipt sér af og rifist yfir hagsmunamálum. Nú sýnist mér fleira mektarfólk komið vestur og einhvern tíma átti ég , ekki fyir svo löngu síðan samskipti við Soffíu Vagnsdóttur á Bolungarvík sem ekki geftst upp við frumlegar tilraunir til að fjölga í bæjarfélaginu. Það hefur löngum verið sterkt í okkur landanum.

Fyrir nokkrum árum átti ég yndislega viku í sumarhúsi á Galtahrygg (við Mjóafjörð held ég örugglega)Þessi vika er ein eftirminnilegasta sumardvalarvika mín lengi fyrir margra hluta sakir, en meðal annars man ég svo vel  firðina hvern á fætur öðrum í blíðskaparveðri. Alltaf hríslast þó um mann ónot, þegar keyrt er fram hjá eyðibýli. Þau voru nokkur á þessari leið og raunar aðeins  búið í örfáum húsum í hverjum firði fyrir sig. Náttúrufegurðin er þau auðvitað ómótstæðileg, ilmur af lyngi og allri þessari tanduhreinu flóru okkar.

Já ég skil vel að fólk vilji búa á Vestfjörðum og þar líði því vel. Auðvitað er þetta óréttlæti fyrir íbúa í þessari ákveðnu radíuslengd frá höfuðborginni óþolandi. En þó er margt annað mjög jákvætt sem kemur á móti fyrir íbúana .... vonandi. Það verður að vera yin og yang.

Ég stend með íbúum Vestfjarða og óska ykkur góðs gengis í baráttunni, hver veit nema að maður taki hringinn í sumar. Og Soffía! MAGADNAS er mjög frjósemisaukandi.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband