18.3.2007 | 13:07
Keflavík og Cowboy junkies
Ég á góða vinkonu sem býr í Keflavík, eða öllu heldur Innri Njarðvík svo allt sé rétt. Heimamenn kalla svæðið reyndar Nýfundnaland vegna ofgnóttar nýbygginga sem rísa þar hver af annarri. Í gær sótti hún mig í miðbæ Reykjavíkur og við ákváðum að hafa eitt af okkar ágætu gnægtarboðum í nýju og flottu íbúðinn hennar í Nýfundnalandi. Við erum orðnar snillingar í þessu og fer þetta yfirleytt þannig fram að ég ákveð hvað skal snæða, en hún eldar á meðan ég ligg með tærnar upp í loft í hinum hrikalega þægilega og glænýja sófa og les nýjusut magasín.
Að þessu sinni var það Hús og Hýbíli sem skartaði myndum af yfirgefnu byggingum uppi á velli. Sem heimamanneskja hefur vinkona mín auðvitað ákveðnar skoðanir á því hvað beri að gera við þetta allt saman og sumar hverjar mjög góðar. Við sjáum hverju fram vindur og hvort einhver þeirra hugmynda fær brautargengi. Ég gat þó ekki varist hryllingnum sem um mig fór við að skoða þessar myndir og segji bara aumingja fólkið sem þurfti að búa þarna. Gott fyrir þau að vera laus undan þeirri ánauð.
Undir borðum ómaði á lægri nótum þáttur Jóns Ólafssonar, en hann hefur fylgt okkur í þessum intímu gnægtarboðum og vorum við sammála um að við værum ekki alveg búnar að skilgreina hans þátt í boðinu. Umræðan fór samt fljótt í hæstu hæðir eins og vanalega og frá flugvallarsvæðinu vorum við komnar í Evrópusambandið. Vinkona mín er svo heitur Evrópusinni að mér varð um og ó. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst henni ekki að sannfæra mig. Ég hef ekki enn heyrt nein þau rök sem geta sannfært mig. Við komumst að þeirri niðurstöðu að ég væri Jónas Hallgrímsson á meðan hún væri svona.... Sigurður Breiðfjörð.
Eftir að hafa hlustað á Eivour Páls, gamla Krákudiskinn, tók Paolo Conti við. Að lokum var komið að Cowboy Junkies, sem hlaut að vera viðeigandi... okkur fannst þetta heldur blúsað og stoppuðum okkur af við að fara næst í Sálumessu Mosarts. Næst tökum við þetta bara alla leið og förum á RÁNA.
Ég hafði sárt við lagt að fara í göngutúr með henni og hundinum í morgun en þegar hún vakti mig og ég heryði vindinn gnauða úti , ískaldan ... hætti ég við samstundis, en beið eftir að þau kæmu úr göngutúrnum til að hita handa mér kaffi. Óskin rættist. Gönguferðin mín bíður betra veðurs en til að leiðrétta allan misskilning þá er mjög gott að fara í göngutúr á Reykjanesinu og höfum við farið í þá nokkra og heimsótt vitana báða. Garðskagavita og Reykjanesvita. Og fyrir þá sem ekki eru upplýstir er þessi dásamlega kaffistofa á Garðskagavita. Mátulegur bíltúr úr Reykjavík og gaman að ganga og ekki síst með hundinn.
Á leiðinni heim til Reykjvíkur göntuðumst við enn með Evrópumál kosti og galla. Komumst samt að þeirri lýðræðislegu niðurstöðu að við myndum halda áfram að vera bestu vinir. þótt svo að ég myndi að öllum líkindum ekki kjósa það sama og hún núna næst... að því tilskyldu að ég kysi ekki tvo ákveðna flokka og einn ákveðinn mann. Sem betur fer verð nokkrir flokkar í boði...sjúkk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.