20.3.2007 | 15:44
George, Katrin og Ómar Ragnarsson
Á dögum TEHÚSSINS, kynntist ég ógrynni af fólki, sem ég hef enn sumt samskipti við. Einn þeirra er breski herflugmaðurinn úr seinni heimsstyrjöldinni, George. George er níræður. Hann er bandarískur ríkisborgari, en þráir það eitt að eyða ellinni á Íslandi. Vonandi verður eitthvað eftir af ellinni fyrir hann að eyða hér. Hann keypti sér hús, gegnt Tehúsinu við Frakkastíginn. Alltaf þegar hann var á landinu var hann að dytta að húsinu og hjóp margar ferðir niður í Brynju til að kaupa það sem vantaði. Í lok dags settist hann iðulega hjá mér til að drekka sitt te og þá sagði hann mér gjarna sögur.
Áður en saga dagsins var látin fjúka þurfti hann að blása út með ótta sinn við bandarísk yfirvöld. Hann sagði ástandið í landinu hörmulegt. að símarnir væru hleraðir og almenningur væri beinlínis skelfingu lostinn yfir utaríkisstefnunni. Í það minnsta það fólk sem hann þekkti. Hann hafði sest þar að vegna konunnar sinnar, sem dó fyrir nokkrum árum. Andlit hans ljómaði alltaf þegar hann talaði um hana.
Svo fór hann að lýsa ást sinni á flugvélum. Spitfire held ég að þær heiti, en hann hafði bæði smíðað þær og flogið þeim. Einnig hafði hann látið sprengjur falla úr flugvél á óvininn. Ég staðfesti að hann fékk tár í augnhvarmana þegar hann lýsti því og sagðist alltaf hafa vitað að þarna væri hann að gera fjölskyldur föðurlausar. "But that was the war", sagði hann svo alltaf eins og til að sætta sig við orðinn hlut. George vann líka á skrifstofu fyrir andspyrnuhreyfinguna þar sem gerðar voru rannsóknir og búnir til alls kyns furðulegir hlutir til að koma böndum á óvininn. Þeir smíðuðu hluti sem áttu að granda Hitler, en eins og hann sagði;"Hitler lifði af fimm tilraunir..."
George kom alltaf í heimsókn með vini sína, sem allir vildu heimsækja Ísland. Ein þeirra var Katrin,bandarísk listakona. Katrin fékk bíltúr um Bláfjöll og svo Svartfugl og humar á Hafinu Bláa. Á leiðinni lýsti hún ótta sínum við bandarísk stjórnvöld og því sem þau eru að gera í alþjóðamálum. Óttinn var ekkrt plat, hann var raunverulegur.
Síðast þegar ér hitti George í fyrrasumar bauð hann vinum til matar á Indian Mango, gegnt húsinu sínu við Frakkastíginn. Við fórum upp til að sækja hann og þar sá ég blað á borðinu hjá honum með mynd af Ómari Ragnarssyni. "Þennan mann hefur mig alltaf langað til að kynna fyrir þér"; sagði ég. Já, sagði George, skrítið ég er búinn að geyma þetta blað því það var eitthvað við hann sem kallaði á mig...
Við fórum í matinn og ég var með merki Framtíðarlandsins í jakkanum. Þetta var skömmu eftir 17.júní og ég sótti stofnfundinn samviskusamlega. George hreyfst mjög af merkinu og ég útskýrði fyrir honum málstaðinn. Hann varð einn meira imponeraður.
Ég reyndi að ná í Ómar Ragnarsson, án árangurs, en nú er merkið sem ég keypti á stofnfundi Framtíðarlandsis í eigu fyrrverandi herflugmanns úr síðari heimsstyrjöldinni....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.