Með bakverk á Ítalíu

Það er fátt dásamlegra en að búa i hjarta miðbæjarins. Skiptir einu í hvað átt gengið er frá útidyrunum ávallt er eitthvað krassandi í nánd. Sé beygt til hægri er það Hallgrímskirkja, Vitabarinn, La Vida, ...beint af augum gæti verið Hótel  Óðisnvé, Krambúðin, Garðurinn, Á Næstu grösum,... til vinstri Kramhúsið , Yggdrasill , Bernhöftsbakarí og svo í framhadi af því ... Kaffi Hljómalind, Mál og Menning og svo mætti lengi telja.

Höfuðstöðvar hjartans eru þó auðvitað Italia, restaurant fromidable. ..Þangað lá leiðin í gærkveldi án fyrirvara og alfarið stjórnað af ómótsæðilegri innri þrá. Spagetti Carbonara, Spagetti Carbonara varð æ háværari krafa , líkamleg og andleg. Svo eins og í leiðslu klæddi ég mig í kápuna og hélt sem leið lá , niður á við ... í nokkrar mínútur. Niðurringd með úfið hár stóð ég í dyrunum og bað um borð. Hann leit á mig eigandinn og reyndi að vera eðlilegur., "Etu bara ein", sagði hann svo. "Já , sagði ég, bara ein" hann leit á mig aftur og mig grunaði að hann væri farin að kannast við þessa konu. Ég viðurkenni sem sé að ég hef gert þetta áður. Hann bauð mér sæti á sama bás og síðast og ég hugsaði sem snöggvast ,að þeir ættu að skíra básinn í höfuðið á mér, eða allavega réttinum.

Létta ítalska tónlistin, ilmur í lofti og hlátrasköll. Oh, ég fann strax hvernig linaðist á öllum vetrabólgnum vöðvum.  Rétturinn framborinn fljótt og örugglega í fagurri leirskál, glas af rauðvíni hússins , það er fátt sem toppar þetta. Þegar brosandi þjónustustúlkan gekk fram hjá og spurði hvort ekki væri all í lagi hjá mér, var svarið sem hún fékk einhvers konar uml úr fullum munni og spagetti út um allt. Hún kom ekki aftur,... sem sé, en gjóaði augunum öðru hvoru að borðinu þegar hún gekk framhjá.

Máltíðin var fullkomin, orkurík og aðlaðandi. Ég greiddi reikninginn, brosti til strákanna sem voru að skipta pizzum í óðaönn á milli sín og hugsaði hlýlega til stelpnann sem voru að plana kampavínsboðið... og gekk hratt þessa fáu metra heim , núna uppávið. Ég mætti þjóðskáldinu Megasi á heimleiðinni , eins og oft ber við. Stundum sést undir hælana á Björgólfi Thor í næsta nágrenni og Dag Eggertsson sé ég daglega, en hann er alltaf að tala í síma...

Södd og sæl var konan sem lagðist til hvílu þetta kvöld og ég get svarið að mun léttar var yfir axlasvæðinu. Hins vegar er mjóbakið eftir svo ég neyðist til að fara aðra ferð...

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband