Hvað er athugavert við lopapeysu?

Fátt er skelfilegra en að sjá hversu fullorðinn og vel menntaður einstaklingur getur haft barnalega skoðun á einu stærsta hagsmumamáli heimsbyggðarinnar í dag, umhverfismálum. Hér vitna ég í pistil Ómars Valdimarssonar frá 22.mars. á þessu annars ágæta Moggabloggi.

það er svo hrikalega gamaldags að ræða eins alvarlegt mál á svona hallærislegum nótum eins og að tala um lopapeysubandalag og spyrða skoðanir manna á umhverfismálum við aðrar skoðanir svo sem eins og það hvort eðlilegt sé að fá að kaupa sér bjór í matvöruverslun.

Umhverfismál dagsins í dag snúast engan veginn um forræðishyggju. Umhverfismál eru þau mál sem heimsbyggðin öll verður að taka á - NÚNA - Hvers vegna þarf að vera samasem merki á milli þess að  ræða umhverfismál og vilja þar af leiðandi stoppa hjól efnahagslífsins? Ég get bara alls ekki séð neitt samhengi þar á milli. Það eru til jafnmargar leiðir og við viljum fara. Við hugsum, sköpum og endursköpum. Hugsunin þarf að vera stór, nútímaleg og framsækin.

Sem betur fer er nú frekar í tísku í dag að vera umhverfisvænn, en fyrir þann sem ekki veit er heimuinn stærri en Ísland og hugir manna um víða veröld hafa opnast fyrir þessari nýju bylgju.Til marks um það er t.d. auking í sölu á umhverfisvænum vörum. Málsmetandi menn ræða nauðsyn sjálbærrar þróunar o.s.frv.

Hér á Íslandinu góða hefur sem betur fer verið blásð í lúðra til að vekja okkur upp og þetta með lopapeysuna... Hver sá íslendingur sem hefur ekki einhvern tíma átt eina slíka, rétti upp hönd. Vel að merkja þá hefur sú góða flík einmitt verið endurhönnuð af ungum íslenskum hönnuðum undanfarið við góðar undirtektir ... hver hefur ekki átt 66gráður norður flík, sem nú er orðið flott fyrirtæki í útrás... við eigum nóg af hugviti hér . Alveg fullt. Ef bjór fengist í matvörubúðinni myndi ég kaupa hann þar, helst vildi ég hafa hann lífrænan eða þennan sem er framleiddur í bjórverksmiðjunni á Dalvík (var það ekki annars þar)?

Góðar stundir.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband