30.3.2007 | 16:45
Já. "Fair Trade er málið" (Súkkulaðiþrælkun).
Í dag skrifar Katrín Anna Guðmundsdóttir um þrælkun barna á kakóbaunaökrum. Hún spyr hvort "Fair Trade" sé málið. Vörutegundum sem merktar eru "fair trade" hefur sem betur fer fjölgað í búðahillum hér undanfarið. Vonadi þýðir það að eftirspurnin sé að aukast. Spurniningin er hvort fólk sé almennt upplýst um hvað "fair trade" merkir og hvort það hafi raunverulega tilfinningu fyrir því að það skipti máli að velja slíka vöru. Enn er vara merkt "fair trade" dýrari og fólk velur eftir verði.
Fair trade vörur hafa vottun og er merkið
eða:
Google er hjálpsöm upplýsingaveita í þessu sem mörgu öðru.
Ég versla sjálf helst alltaf vöru sem merkt er " fair trade." Að minnsta kosti inn á milli og með hinu. Mér finnst skipta máli hvert ég set peninginn og kýs þá heldur að hann fari þessa leið, heldur en einhverja aðra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.