10.4.2007 | 12:42
Tvær bækur, tvö boð, einn álversfuni. Frost.
Nú er farið að snjóa fyrsta vinnudag eftir páska. Mig minnir að það hafi verið bjartara að líta út um gluggann í Frostafonldinni yfir hátiðardagana þar sem ég dvaldi og passaði kött. Love Star, Andra Snæs lá alsaklaus í hillu og varð fyrir valinu. Hugmyndaflugi skáldsins eru engin takmörk sett.
Á föstudaginn langa var sem betur fer matarboð hjá pabba, sem þó var næstum fuðrað í loft upp vegna álversins í Hafnarfirði. Þvílík vitleysa. Systir mín og mágur mættu á nýjum 6 milljón króna jeppa. Þau eiga líka heimili sem gæti sprengt af sér Hús og Hýbýli. Auk þess er systir mín á leiðinni í HHS á Bifröst í haust. Hún hlammaði sér fyrir framan mig í sófanum og tilkynnti keik að hún hefði kosið með Álverinu eftir að hafa hlýtt á áróðursefnið frá Alcan á Íslandi, sem barst inn um bréfalúguna. Ég sem var búin að heita mér því fyrir löngu að fuðra ekki upp í fjölskylduboði framar vegna þjóðmála átti nú bágt með mig. Mágur minn bætti við, "ja sjáðu t.d. Vestfirði þeir eru yfirlýst stóriðjulaust svæði og hvernig er komið fyrir þeim? Svo fella þeir í Hafnarfirði og allt sem hægt hefði verið að gera fyrir okkur Hafnfirðinga nú er þetta búið".
Ég fletti upp í mótrökunum og vitanði í snarhasti í tölur af alþjóðlegri síðu Alcans. "Já, já"; sagði þá minn annars ágæti mágur. "Auðvitað væri fínt ef allir væru með blóm í hárinu og halelúja". Svei mér þá eldur gaus og allir voru komnir í hár saman. Pabbi flýtti matnum á borðið og sagði höstuglega: -GERIÐ ÞIÐ SVO VEL. Meira að segja vantaði enn eina fjölskylduna. En það er nú vaninn að bíða þangað til allir eru komnir. Það er auðvitða erfiðara að rífast með fullan munninn.
Innst inni öfunda ég kannski bara systir mína.
Heitstengingar um - Aldrei aftur - báru árangur í matarboðinu hjá mömmu á páskadag, þar sem allir sneiddu með prýði fram hjá eldfimum málum. Við áttum samt sem áður mjög ánægjulega stund saman. Hvað annað skiptir raunverulega máli.
Saga vændiskonunnar sem gaf af sér reglubundar Ellefu mínútur þar til hún fann ástina endaði vel. Þannig fundu tvö pör ástina um páskana og lifðu af sinn heimsendi. Öll þessi stríð byrja og enda inní oss sjálfum.
Íbúðin heima, fékk hreinsun á meðan stjórnmálaleiðtoganrir okkar toguðust á RUV í gærkveldi. Mér fannst allir standa sig vel og sýna þokkalega háttvísi. Samt fannst mér Iðnðarráðherra fremur þungur á brún og grámyglulegur eitthvað. Við sendum honum ljós. - - -
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.