31.5.2007 | 00:20
Til hvers að blogga?
Nú hefur ekkert verið fært á þessa síðu um hrið. Ástæðan er umbrot í einkalífi. Ég hef hugsað dálítið um hvort maður bloggi um slíkt, en hefur ekki hugnast það hingað til. Því kemur að því eins og í upphafi þegar síðan var stofnuð að hugsa til hvers? - Ég kíki vissulega á bloggið og það er til þess að fylgjast með umræðunni óbakaðri. Sumir skrifa óhindrað um sitt einkalíf og verð ég að segja að kannski er það gott bæði fyrir þá sem skrifa og þá sem lesa.
Nú um helgina gifti ég einkadóttir mína, hana Elísu. Margar tilfinningar bærast á stundu sem þessari. Ég hefði að óreyndu ekki trúað því flóði sem hrynur yfir. Ekkert vill maður meira en börnin manns verði hamingjusöm. Svo kemur allt þetta með hamingjuna, örlögin, hvernig maður hefur sáð osfrv. Samtöl við mömmu og pabba og vini hennar og minna. Þetta hrærir upp. Verður hún hamingjusöm. Get ég ráðið því? Hver ræður!
Athöfnin verður í Búðakirkju n.k. Laugardag og veislan á Hótel Búðum. Ég mun leiða dóttir mína nokkur skref upp að altarinu í þessari litlu sjarmerandi kirkju. Á sama tíma veit ég að hún mun þar mæta örlögum sínum , úrvinnslu mála , samningaviðræðum og öllu ,sem tilheyrir því að ganga í hjónaband. Ræðan er tilbúin og diskurinn líka með músikinni. Múttan er veislustjóri.
Vill til að sú mútta er reyndari og hætt að sjá skjannahvítan brúðarkjólinn sem lausn allra mála.Hins vegar elskar hún froska og vonast til að hinn eini sanni verði ávall háttvís prins.
Lífið á Hóli er eins og lífið er. Ég hlakka til dagsins á Búðum.
Svo margt annað hefur einnig gerst, sem hrærir. Hjón sem ég tengist nokkuð, þó ekki innan fjölskyldunnar missti barnið sitt nýverið vegna sjúkdóms.
Innan fjölskyldunnar er skilnaður í gangi.
Skin og skúrir. Upp og niður. Allar tilfinningarnar tækju fleiri bls. en gengt er á þessu bloggi.
Etv. tekst að leysa frá skjóðunni einn góðan veðurdag. Er ekki spáð hitabylgju?
Góðir vinir eru gulli betri. Þeir eru til staðar. Það er langt síðan að ég þakkaði þeim fyrir og ég geri það reglulega. Agnes mín og Kalli eru á ferðalagi í CANADA með kórnum hans Kalla - KAKÓ , mmm. Karlakór Kópavogs. Þau ætla síðan til Ameríku Þótt hún Agnes mín sé alin upp í þvílíkri kommúnistafjölskyldu . Hún mun koma núna í fyrsta skipti til New York, sem er uppáhaldsborgin mín.
Hlakka til að deila með henni reynslu.
Kveðja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.