Elsku mamma, það er "Allt í besta lagi"!

Hún mamma er haldin áhyggjufíkn. Ég er alveg með það á hreinu. Ekki það, að maður hafi ekki dottið í það með henni. Eftir löng og djúp samtöl um vini, vandamenn, þjóðfélagið og guð má vita hvað þá endum við símtalið, standandi á öndinni yfir þessu öllu saman. Þótt samtalið endi oftar en ekki á þessum orðum "Jæja, þetta hlýtur nú allt að fara vel", þá situr eftir tilfinningin um að allt sé að fara norður og niður.

Í gærkvöldi varð hins vegar snöggur endir á samtali sem annars byrjaði bara vel, þ.e. á jákvæðu spjalli. Þegar ég heyrði að nú myndi ballið byrja, ákvað ég að snúa til baka og taka ekki "áhyggjusopann". Mútta varð auðvitað svekkt og kvaddi snögglega. "Jæja, elskan mín , þú hefur það þá bara gott" og ekki örgrannt á því að raddblærinn bæri með sér... "þú ættir nú bara að skammast þín"...

 Mig langar til að vita hvort það virkar að skipta um hugsun. Um daginn hitti ég kunningjakonu í bakaríinu... já það er aðalstaðurinn í dag.  - Á milli þess sem við báðum um vínabrauð og karamelluköku, þá ræddum við - mátt bænarinnar - "Bænin virkar" ; sagði hún , "hún virkar vegna ENDURTEKNINGARINNAR".  "Ef maður er búinn að eyða hálfir æfinni í það að endurtaka sífellt við sjálfan sig  hvað allt sé ómögulegt, þá getur maður alveg eins endurtekið við sig að "allt sé í besta lagi".

Svo mútta, næst þegar við heyrumst í símann, þá tölum við bara um hvað allt sé frábært. Hvað þú eigir yndislegar dætur, sem eiga dásamlega mömmu, sem á undursamlega tengdasyni (fyrrverandi og núverandi), sem hafa gefið barnabörn, sem bæta heiminn sem... osfrv. Eða bara hvað Esjan sé falleg.

the good picture STANO TUTTI BENE!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband