Elsku mamma III: Húsmóðir hefnir sín.

Jæja mamma. Takk fyrir síðast. Þú varst sem sé búin að lesa bloggið og hafðir ekkert hringt. Hefndaraðgerðin kom mér í opna skjöldu sem sennilega kitlar enn innri hláturtaugar þínar. Innlit mitt í fyrrakvöld var einhvern veginn á þessa leið:

"Hún bar í hana smásteik og brúna sósu, með lúmskum viprum í kringum munnvikin. Eitthvað sérstakt eftirvæntingar og gleðiblik var yfir augunum. Móðurinni lá ekkert á, enda er mjög nauðsynlegt að þegar hefndaraðgerð er framkvæmd, sé tímasetningin rétt. Dóttirin átti sér einskis ills von og malaði gleðilega um gæði steikurinnar, síðustu Spaugstofu og færð á vegum. Móðirin beið. "Eigum við ekki að fá okkur köku og te á eftir matinn"? þú mátt kikja aðeins í blöðin þarna á sófaborðinu." Lestur um innstu leyndarmál Zetu Jones, virkaði vel, afslappandi og afar cosý í hægindastólnum. Móðirin: "Annars er hérna ein bók, sem ég tók á bókasafninu. Hún minnti mig eitthvað svo á þig, þ.e tillinn" Ræsking; " Ja, sko titillinn, þú fyrirgefur"

-HUGSJÓNADRUSLAN-

Já, það var sem sé titillinn á bókinni, sem minnti hana á mig. Hún er örugglega enn að hlægja.

FF03[1]
Njóttu blómann  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband