13.10.2007 | 13:44
"Læknir án landamæra" - "hægri,tvist,snú...
"Hvað er þetta með þennan mann þarna, þennan lækni. Ætti hann ekki bara að fara vinna sem "Læknir án landamæra" og snúa sér að því sem hann er menntaður til. Hvað er þetta eiginlega." Var hið dásamlega "comic reliev" móður minnar í háalvarlegri og dramatískri umræðu sl. daga. Loksins gat maður hlegið.
Ég held að að sé ekkert ofsögum sagt að margir óbreyttir borgarar hafi raunverulega fundið til, sem áhorfendur að þessum hildarleik öllum. Mér fannst fjölmiðlar ekki geta rönd við reyst heldur og vera jafn ráðvilltir og allir aðrir. Óskaði þess á einhverjum tímapunkti að þeir tækju sig til og reyndu að róa ástandið frekar en taka á ruglingslegan hátt þátt í múgæsingnum. Fannst þó Katljós standa sig betur en Ísland í dag.
Pabbi sagði strax í upphafi að þarna væru að takast á peningaöflin í landinu og ekkert annað. Hér væru á ferð átök milli hins nýkrýnda Kolkrabba og hins gamla og fallna Kolkrabba. Honum fannst undarlegt að Júlíus Vífill skyldi vilja selja hlut OR, en taldi víst að þar væru kaupendur einstaklingar sem tilheyrðu gamla kolkrabbaveldinu. Nú kemur í ljós að Sjálfstæðismenn telja að Björn Ingi sé að verja hagsmuni eiganda hlutafjár í nýju samsteypunni, sem tengist Framsóknarflokknum.
Hvar er Agnes Bragadóttir. Getur hún ekki farið að kafa í þetta?
Ég mun sakna þess að fá ekki að fylgjast með hinu geðþekka unga fólki sem fyllti meirihluta borgarstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Mér fannst þau öll bera af sér góðan þokka í hvívetna með gott og jákvætt yfirbragð og alls ekkert slæmar hugmyndir.
Nú hefst sem sé aftur tímabil togarasjómennskuandans með uppbrettar ermar og allt það. Svandís mun samt hugsanlega falla frá málsókn sinni og eftir allt saman er allt breytt en samt óbreytt.
What´s the point?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.