Dagur með fimm fiska...

Ég verð að viðurkenna að mér finnst þessi ofurgóðmennska nýja borgarstjórans hálf hjákátleg. Fyrr má nú rota en dauðrota. Ekki það að hinir lægst launuðu borgarstarfsmenn þurfi ekki á mikilli búbót að halda og manna þurfi grunn- og leikskóla. Um hvað snýst þessi konfektmoladreyfing eignlega? Klapp á bakið?

Umræddur vandi er uppsafnaður til margra ára og hefur farið versnandi en hann safnaðist ekki upp einungis sl. 17 mánuðui. Einhver vinna hlýtur að hafa verið í gangi til ná að leysa vandann til lengri tíma.

Dagur í guðanna bænum, viltu hætta að ganga um bæinn eins og Jesú Kristur endurborinn.

Mér fannst ég heyra í viðtali að þú færir ekki út í búð án þess að eiga fyrir því, en nú er búið að töfra kredidkort borgarsjóðs upp úr rassvasanum.

Sígandi lukka er best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband