24.10.2007 | 20:54
Siðferði að ofan eðan neðan?
Í kvöld sátu Illugi Gunnarsson og Kolbrún Halldórsdóttir sitt hvoru megin við Svanhildi Hólm og lýstu skoðun sinni á þeirri tillögu, að opinberir starfsmenn undirrituðu yfirlýsingu þess efnis að á ferðum sínum erlendis myndu þeir vera landi sínu til sóma og ekki kaupa kynlífsþjónustu, þannig styðji þeir ekki við kylífsiðnaðinn á heimsvísu.
Kolbrún er flytjandi tillögunnar og endurómar þau viðhorf sem virðast uppi á pallborði í alþjóðasamvinnu. Illugi telur að siðferðið eigi að koma innan frá en ekki að ofan. Gott samfélag sé þess eðlis að hver og einn verði að gera upp við sína samvisku hvernig hann kemur siðlega fram.
Umræða sem þessi er ákaflega þörf fyrir okkar samfélag tel ég. Þetta debat Kolbrúnar og Illuga kristallaði einungis þeirra pólitíska kíki. Forræðishyggja eða ekki forræðishyggja.
Hvaðan kemur okkar siðferðiskennd, fyrst og fremst? Úr uppeldinu eingöngu eða hafa reglur "að ofan" eitthvað með það að gera hvað okkur er kennt að sér rétt? Hverjir setja lög og reglur og hvers vegna? osfrv. osfrv.
Ég teldi í þessu tilfelli ekkert athugavert við það að hafa "protocol" og væri þá tilgangurinn sá að sýna almenna samstöðu sem flestra ríkja í barátttu gegn þeim glæpum og niðurlægjingu sem felst í kynlífsiðnaðinum öllum. Hvað finnst konum í Sjálfstæðisflokknum um þetta?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.