26.10.2007 | 15:41
Gildi hjúskaparlaganna.
Hjúskaparlögin nr.14 frá 1993 fjalla að stærstum hluta til um fjárskipti við skilnað eða adlát með vísan í skipta-,sifja-, og barnalög. Í upphafi hins almenna kafla laganna er drepið á því í örfáum setningum að hjón séu jafnrétthá í hjúskap sínu, beri jafnar skyldur gagnvart heimili og börnum,beri að sýna hvort öðru trúmennsku og hafi jafna framfærsluskyldu og vinnu á heimili.
Engin viðurlög eru þó við því að bjróta lögin. Annað hjóna hefur þó rétt til þess að fara fram á lögskilnað strax (í stað skilnaðar að borði og sæng í sex mánuði ), finnist því á sér brotið skv. hinum almenna kafla. Gildir einu hvað um ræðir, framhjáhald,ofbeldi, brot á framfærsluskyldu, eða brot á ofangreindu ákvæði um vinnu á heimili. Þegar til skilnaðar kemur þarf að skipta búi hjóna og skiptir þá engu það sem á undan er gengið. Þeir kaflar laganna sem þá koma til álita varað einungis beinar fjárhagslegar eignir og skuldir auk forræðis barna.
Gildi laganna er því fyrst og fremst fjárhagslegs eðlis (auk varngla um hverjir megi giftast og hver megi annast vígsluna).
Ég hef meiri áhyggjur af því hvernig innviðir hjónabands eru og hvort samfélagið með lögum tryggi þeim sem órétti eru beyttir innan hjónabands nokkra uppreisn æru. Ef svo er ekki til hvers eru þá lögin?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.