1.11.2007 | 11:58
Söknuður.
Mér er sama hvað hver segir, ég sakna gamla borgarstjórnarmeirihlutans úr starfi. Hvað verður um "Grænu borgina" hans Gísla M og hvernig verður þetta með nýju skipulagstillöguna sem vann samkeppnina um Miðbæinn, þarna um daginn?...
Nú eru hættar að berast nýjar og skemmtilegar fréttir. ... stórbokkalegur vinsældaleikur í byrjun og svo búið.
Eru einhver þyngsli yfir þessari borgarstjórn?
Störf gamla meirihlutans einkenndust af jákvæðni og skemmtilegum tillögum, sem var verið að hrinda í framkvæmd.
Og hafið þið það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.