Að vilja Íslandi allt. Eitt sinn fyrir langa löngu var ást mín á Íslandi innbyggð í allt hið innra sálarkerfi.

Hve mörg okkar haf alist upp við það að biðja bænir að kvöldi? Ég er ein þeirra. Bænir móður minnar og ömmu (Sigrúnar),yfir sæng að kveldi voru hið daglega brauð eins og margt annað gott atlæti í  æsku og  á uppeldisárum þess tíma. Fyrir mér er það eðlileg og sjálfsögð gjörð.

 Lengi býr að fyrstu gerð og þótt svo fólk reyni fram eftir aldri að komast hjá þessari fyrstu gerð kann það að reynast erfitt. Ef hin fyrsta gerð er slæm kann hún einnig að festast í sínum farvegi sem og hin góða.

Að kvöldi, eftir að hafa verið umvafin umhyggju og bænagjörð svaf maður svefi hinna réttlátu fram undir mogun til að taka á móti nýjum degi.

Síðan eru liðin mörg ár.

Eitt sinn giftist ég manni sem hafði harma að hefna sökum sinnar barnæsku, sem var ekki eins full umhyggju tíðrar inngróinnar ástar fyrir gildum gamalla hefða,hinnar góðu okkar stórfjölskyldu eins og svo sem betur fer mörg okkar tilheyra.

Hans eina yndi var að festa sitt öryggi peningalega, og kaupa hlutabréf í bönkunum okkar.

Mér er alls yndi  er ekki að finna að hans öryggi skuli nú aftur vera ótryggt. (Þótt við deilum ekki hinu sama).

Hvert er okkar raunverulega öryggi?

Samskipti, er svarið. Nánd og tilfinningalegt öryggi tekur öllum öðrum fjárfestingum fram.

TRÚ , VON OG KÆRLEIKUR.

Hvert eitt þeirra gilda virðist standast tímans tönn. Vill til að Páll einhver postuli sagði það, en skiptir ekki máli.

Hver maður verður að vona og trúa og síðast en ekki síst hafa kærleik, (fyrir utan að fyrirgefningin ætti að vera hið fjórða, því hún er afar gróðavænleg hvað varðar kærleik...).

Ég komst ekki í ár til að hylla Seljalandsfossinn minn góða, en hann er þarna enn og vonandi kemst ég einn góðan veðurdag, hann gefur mér alltaf sína orku , merkilegt nokk.

Mig langar að segja að ég elska Ísland, þótt það sé tiltölulega erfitt núna. Margar spurningar vakna, en landið er hér, þótt það sé eins og horfið í bili. 

Heill þér Seljalandsfoss og allir okkar góðir vættir. Eða allar okkar góðar vættir.... (kvk.)

Þó maður shit efist, en Ísland á ég ekki að elska þig enn??? 

Með kveðju. Ég varð 49ár s.l. föstudag.

Sigrún.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband