6.1.2009 | 21:13
Börnin okkar. Einhverfa og ofvirkni.?!
Ég var snortin eftir viðtalið sem ég sá í kvöld við móðir Sólskinsbarnsins". Falleg nálgun og þroskasaga. (Eins og hjá mömmunni sem ávallt skirfar hér og gaf út sína bók fyrir jól).
Mér varð sterklega hugsað til hennar vinkonu minnar, sem er miðill og heilari (með meiru - ef það er hægt...) og er búin að búa til sérstakt innsæisnámskeið fyrir börn.
Hún hefur í nokkur ár haft ákveðna skoðun á fjölgun greindra ofvirknitilvika. (Sem er víst staðreynd í USA líka). Hún vill meina, að þessi börn séu að verja sig fyrir áreiti samtímans (rafmagni m.a. - tölvur, símar, sjónvarp osfrv...) Þau þurfi frið... til að þroskast og hugsa...
Einhverfir hafa oft snilligáfu.
Snjallir einstaklingar.
Athugasemdir
Mín skoðun er einmitt sú að nútímabörnin fái ekki nægan frið. Á þeim er sífellt áreiti, stanslaust útvarp og sjónvarp heima, alltaf verið að fara eitthvað, mannamót, búðarráp og síbreytilegt umhverfi. Börn eru sett ung í pössun þar sem fyrir eru t.d. 4 gargandi börn á sama aldri og misgott umhverfi, e.t.v. sami gargandinn og heima fyrir. Loka börnin ekki bara á þetta allt? Að minnsta kosti þau sem eru viðkvæm fyrir. Ja hvað veit maður?
, 6.1.2009 kl. 21:24
Það er yllafarið með ungviðið í dag.Ekki nóg með að þau eru höfð á leikskólum frá einsárs aldri jafnvel í 9 klukkustundir á dag.Síðan eru helgarnar notaðar í stórmörkuðunum og þar eru þau dregin áfram grenjandi af mömmunum,hrikaleg sjón!!
Anna (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 21:57
Jú, þetta er um það bil sem um ræðir. Hún vinkona mín, sem reyndar heitir Ragnheiður, vill meina að þessir litlu einstaklingar þurfi sitt rými, til að leika sér, uppgötva og lifa í meira friði. Etv. má segja að þau séu að kenna okkur í leiðinni.
Kveðja. SVV.
Sigrún Vala Valgeirsdóttir, 6.1.2009 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.