22.1.2009 | 12:42
Ofbeldið er "ekki" á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.
Ég undrast orð Sóleyjar Tómasdóttur. Við sem höfum unnið gegn heimilisofbeldi, höfum ávallt gengið út frá því, að sá sem beitir ofbeldinu sé sá seki. Það finnst mér eiga við í öllum tilvikum. Einnig hvað varðar óbeislaða framkomu lítils hóps mótmælenda. Aðgerðir þeirra skaða málstaðinn og leiða ekki til góðs. Ég mótmæli ofbeldi ALLTAF og Í ÖLLUM TILVIKUM.
Lifi friðsamt land og þjóð.
Athugasemdir
Var það ofbeldi þegar bandamenn réðust á Hitler??? Hefðir þú sett þig á móti því?
Heimurinn er ekki svarthvítur...
Ég mæli ekki með ofbeldi.. það ofbeldi sem hér er í gangi er sök ríkisstjórnar
DoctorE (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 12:50
Við hljótum, sem þjóð að þurfa að sameinast um það hvar við viljum láta mörkin liggja hjá okkur.
Sigrún Vala Valgeirsdóttir, 22.1.2009 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.