25.10.2009 | 19:22
Skagfirsk kvennasveifla.
Stjörnubjartur himinn umlukti Menningarmiðstöðina Miðgarð í Skagafirði í gærkvöldi.Innan dyra, fyrir fullu húsi söng Ásdís Guðmundsdóttir, verkefnisstýra styrktarsjóðs Atvinnmála kvenna með glæsilegum liðsstyrk í hljóðfæraleik og bakröddum heimafólks.Norðurljósin voru enn í hvínandi stuði þegar við keyrðum suður, til Rvk. þá nótt.Söngdagskráin var vandlega samsett af þekktri tónlist kvenna á heimsvísu.Mikið var um Suður-ameríska söngva og austræna, sem var vel. Á milli laga voru fluttar litlar þjóðsögur frá því landi er tónlistinni tengdust.Lokalagið Ég er kominn heim, Söng Ásdís af innlifun og glæsibrag eins og öll hin lögin, en í aukalagi 2 hafði sveiflan náð taki á salnum sem stóð upp, dansaði og klappaði við ...blandaðu meira... (á blandaðri tungu).
♫♫♫♫♫♫♫♫
Í hléi gæddi fólk sér á þjóðréttum hinna ýmsu landa, s.s. Frakklands, Þýsklands, Svíþjóðar og Suður Afríku en fólk frá 9 þjóðlöndum býr og starfar í Skagafirði. Rauði krossinn á svæðinu hjálpaði til við skipulagningu á því gómsæta verkefni. UNIFEM, kynnti sína starfssemi fyrir gestum og safnaði systrum í Systralagið, en ber er hver að baki, nema sér systur eigi... eins og Steinunn Gyðu-og Guðmundsdóttir framkvæmdastýra UNIFEM, á Íslandi, benti á í sínu innleggi eftir hléið. Með systralaginu tökumst við hönd í hönd á heimsvísu og styrkjum verkefni sem vinna gegn ofbeldi er sérlega bitnar á konum.Sabine , talaði fyrir samtök kvenna af erlendum uppruna og sagði skemmtilega frá sinni upplifun, viðhorfi og reynslu.Íslenska vetrarnóttin var köld ytra en hlý innra. 24.otk.2009. - Fyrsti vetrardagur, kvennafrídagurinn og Dagur Sameinuðu þjóðanna runnu saman í notalega kvöldstund í Skagafirðinu að þessu sinni. Enn ómar af tónlistinni , sem alltaf tekst að sanna gildi sitt. Óska ég þess að hún Ásdís fái að heyrast víðar með þetta vermandi prógramm á næstunni. Svo þakka ég auðvitað kærlega gestrisni Skagfirðinga og góðan félagsskap í ferðinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.