Landsbyggðakynning UNIFEM á Íslandi heldur áfram.

Verðum á Ísafirði í kvöld kl. 20.00 í Hömrum. Fjöldi kvenna á Ísafirði og nágrenni hefur tekið höndum saman undanfarið og ljáð verkefninu lið og er útkoman vægast sagt glæsileg.

Ágústa Gísaldóttur, sviðsstjóra hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands segir frá starfi sínu í Afríku og Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi, kynnir starf UNIFEM og systralagið.

Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri, Tónlistaskóla Ísafjarðar á veg og vanda að tónlistadagskrá sem tilhlökkun er af að fá að hlýða á. Kvennakór Ísafjarðar og Stúlknakór Tónlistarskóla Ísafjarðar taka nokkur lög undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Þá mun Ingunn Ósk Sturludóttir syngja og Guðrún Jónsdóttir lesa ljóð. 

  "Lista"konurnar Albertína Elíasdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og Guðfinna Hreiðarsdóttir sjá um kaffiveitingar í hléi.

Á Heitt á prjónunum, hjá Gerði, verður opnuð sýning á sjölum í tengslum við kynningu UNIFEM klukkan 16.00 mánudaginn 20 apríl og mun hún standa út vikuna.

Kynnir:  Ylfa Mist Helgadóttir.

Hún Elsa hjá Fjölmenningarsetrinu hefur haldið utanum verkefnið á Ísafirði og leitt þetta allt saman ásamt Bryndísi hjá Rauða Krossinum. :-)

Vestfirsku fjöllin eru mikilfengleg og föst fyrir. / Skyldi Gamla Bakaríið vera ennþá starfandi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband