Fyrsta bloggfærsla

Rándýr vitleysa - ódýr vitleysa og rándýr ekki vitleysa.

Rándýr vitleysa:

Heimurinn er fullur af rándýru drasli.

Búðirnar eru fullar af alls kyns hlutum á uppsprengdu verði og óætum mat.

Á tískufatnaði er iðulega 800% álagning. 

Verslunarhúsnæði er leigt á þeim kjörum að búðir koma og fara , koma og fara.

30 fm. gamalt hús á baklóð við Laugaveg (með 30 fm.ómanngengum kjallara, (sem verður að leigjast með) fæst fyrir kr.200.000.- pr. mán. -f.utan vsk.(örugglega) sem er  24.5%.

Til þess að verslun beri sig, þarf álagningin að vera 800% (allir þurfa spjarir og nauðsynlega inn...)- amk selst örugglega meira af röndóttum treflum heldur en afrískum grímum...

Ódýr vitleysa:

Hvaðan kemur "ódýra" varan í Bónus? (og kannski á fleiri stöðum).

Hvernig er innkaupum háttað?...

Samningum við birgja og samkeppnissamskiptum?

Hver er álagningin samt?

Hvert fara peningarnir sem ég greiði þar við kassann?

 

Rándýr ekki vitleysa:

Ég kaupi kaffi í Yggdrasil og stundum Apakaffið í Krambúðinni við Skólavörðustíg. Apakaffið kostar 3svar sinnum meira heldur en svona venjulegt (og ódrekkandi) í einhverri ódýrri búð, (t.d. Bónus). En þvílíkur munur. Bragðið er betra , þúsund sinnum betra og svo endist pakkinn bara þó nokkuð. Það sem skiptir mig líka öllu máli er að ég veit hvaðan varan kemur. Hvar hún er framleidd og ég er með ákveðið garantí í höndunum fyrir gæðum. En það kostar,... og einhvern vegin á það líka við um lífræna súkkulaðið 74%, sem endist í 3-4 daga ( og er himneskt ), Sonnet uppþvottalöginn og töflurnar í uppþvottavélina... umhverfisvænt og dásamlegt. Fötin sem ég reyni alltaf að kaupa af íslenskum hönnuðum, helst... eða litlum vel völdum verslunum þar sem ég þekki til. Þessi föt endast nánast of lengi en þjónustan og ánægjan við viðskiptin er margföld.

Það eru til nokkrar litlar fallegar búðir með, orkugóðri vöru... leikföng , hljóðfæri, föt, matur.....

Meiri metnað, takk.

Ég fór í Nóatún um daginn (og skammast mín ekkert fyrir það).-

Mér hlýnaði um hjartarætur að sjá plakatið í anddyrinu þar sem bent er á

"Fari trade merkið" - og samstarf verslunarinnar við Hjálparstarf kirkjunnar.

Þótt utanríkisstefna Bandaríkjanna sé skelfilegri en orð fá lýst, geta sumir Bandaríkjamenn verið meðvitaðir.

Stór hluti háskólamötuneyta þar hefur lagt metnað sinn í að versla með

"Fari trade vörur" - Einnig margar stofnair Evrópu og Evrópusambandsins. 

Neyendavitund/ neytendavald og stjórnendavald.

Sem neytendur höfum við vald. Við ákveðum hvar við verslum. Það felst

yfirlýsing í því.

Við höfum oft rætt þetta vinkonurnar með verið, gæðin og garantíið.

Við vitum að lífrænt og umhverfisvænt er 15% dýrara. En ákváðum að

við gætum vel haft það með hinum og hugsað þetta allt upp á nýtt.

Þetta gætu stjórnendur fyrirtækja einnig gert hvað varðar innkaup á

þessu venjulega fyrir fyrirtækið...

Umhverfi og framtíð:

Það er ekki of seint að byrja (Þótt það fari nú að líða að því).

Hver einasta meðvituð hugsun og framkvæmd hefur nú að segja.

Sem meðvitaðir neytendur getum við haft mun meiri áhrif á framgang mála.

Burt með gömlu drasl hugsunina.

 

 

 

 

M

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband