Að vilja Íslandi allt. Eitt sinn fyrir langa löngu var ást mín á Íslandi innbyggð í allt hið innra sálarkerfi.

Hve mörg okkar haf alist upp við það að biðja bænir að kvöldi? Ég er ein þeirra. Bænir móður minnar og ömmu (Sigrúnar),yfir sæng að kveldi voru hið daglega brauð eins og margt annað gott atlæti í  æsku og  á uppeldisárum þess tíma. Fyrir mér er það eðlileg og sjálfsögð gjörð.

 Lengi býr að fyrstu gerð og þótt svo fólk reyni fram eftir aldri að komast hjá þessari fyrstu gerð kann það að reynast erfitt. Ef hin fyrsta gerð er slæm kann hún einnig að festast í sínum farvegi sem og hin góða.

Að kvöldi, eftir að hafa verið umvafin umhyggju og bænagjörð svaf maður svefi hinna réttlátu fram undir mogun til að taka á móti nýjum degi.

Síðan eru liðin mörg ár.

Eitt sinn giftist ég manni sem hafði harma að hefna sökum sinnar barnæsku, sem var ekki eins full umhyggju tíðrar inngróinnar ástar fyrir gildum gamalla hefða,hinnar góðu okkar stórfjölskyldu eins og svo sem betur fer mörg okkar tilheyra.

Hans eina yndi var að festa sitt öryggi peningalega, og kaupa hlutabréf í bönkunum okkar.

Mér er alls yndi  er ekki að finna að hans öryggi skuli nú aftur vera ótryggt. (Þótt við deilum ekki hinu sama).

Hvert er okkar raunverulega öryggi?

Samskipti, er svarið. Nánd og tilfinningalegt öryggi tekur öllum öðrum fjárfestingum fram.

TRÚ , VON OG KÆRLEIKUR.

Hvert eitt þeirra gilda virðist standast tímans tönn. Vill til að Páll einhver postuli sagði það, en skiptir ekki máli.

Hver maður verður að vona og trúa og síðast en ekki síst hafa kærleik, (fyrir utan að fyrirgefningin ætti að vera hið fjórða, því hún er afar gróðavænleg hvað varðar kærleik...).

Ég komst ekki í ár til að hylla Seljalandsfossinn minn góða, en hann er þarna enn og vonandi kemst ég einn góðan veðurdag, hann gefur mér alltaf sína orku , merkilegt nokk.

Mig langar að segja að ég elska Ísland, þótt það sé tiltölulega erfitt núna. Margar spurningar vakna, en landið er hér, þótt það sé eins og horfið í bili. 

Heill þér Seljalandsfoss og allir okkar góðir vættir. Eða allar okkar góðar vættir.... (kvk.)

Þó maður shit efist, en Ísland á ég ekki að elska þig enn??? 

Með kveðju. Ég varð 49ár s.l. föstudag.

Sigrún.

 

 

 

 

 

 


Elísabet og ástin.

Ég las viðtal um helgina við Elísabetu Jökuls, þar sem hún segir frá nýju bókinni sinni. Hún fjallar víst á opinskáan hátt um ást þá er hún lagði á músikalskan hattagerðamann frá New York. Í það minnsta hitti hún manninn þar og tókust með þeim ástríðufullar ástir. Elísabet bauð manninum til Íslands og svo hvarf hann...

Rithöfundurinn góði, Elísabet Jökulsdóttir hefur fyrir löngu skapað sér algera sérstöðu. Hún vinnur úr lífi sínu á sérstæðan hátt í gegnum skrifin og þannig höfum við fengið að ganga með henni lífsveginn að hluta.

Ég gat þó ekki varist því að finna til örlítillar sorgar við lestur viðtalsins, þar sem mér finnst Elísabet dæma sig fullhart fyrir það eitt að hafa orðið yfir sig ásfangin og langað til að njóta kynlífs oft og lengi á þeim tíma. Hún fór síðan og sótti fundi ástar og kynlífsfíkla.

Mér rann hálf til rifja að allt skuli vera hægt að skilgreina sem fíkn. Einnig það að verða eðlilega ástfanginn og lifa í þeim töfraheimi sem verður til í þeirri orku. 

Elísabet segir í viðtalinu að hún sé nú komin með lyklavöldin að eigin lífi í sínar hendur, sem hlýtur að vera gott.

Hvernig eru þá  mörkin í þessu. Hvað er eðlilegt ástarsamband?

Og Elísabet, ef maðurinn fór án þess að segja einu sinni bless og útskýra af hverju hann vildi eða þyrfit að yfirgefa sviðið. Án þess að skilja eftir nokkra vísbendingu um hvar hann yrði að finna. Er þá ekki alveg eins eitthvað "að" hjá honum? 

 


Söknuður.

Mér er sama hvað hver segir, ég sakna gamla borgarstjórnarmeirihlutans úr starfi. Hvað verður um "Grænu borgina" hans Gísla M og hvernig verður þetta með nýju skipulagstillöguna sem vann samkeppnina um Miðbæinn, þarna um daginn?...

Nú eru hættar að berast nýjar og skemmtilegar fréttir. ... stórbokkalegur vinsældaleikur í byrjun og svo búið.

Eru einhver þyngsli yfir þessari borgarstjórn?

Störf gamla meirihlutans einkenndust af jákvæðni og skemmtilegum tillögum, sem var verið að hrinda í framkvæmd.

Og hafið þið það.


En ef hann hefði ekki átt konu?

Sá í gærkveldi viðtal við mann sem hafði lent í vinnuslysi og kvað hann farir sínar ekki sléttar, fjárhagslega og væri á framfæri konu sinnar.

Það er augljóst að pottur er brotinn í okkar tryggingakerfi og gætu vafalítið margir sagt sína sögu af því. Þegar slys ber að höndum, er það áfall fyrir alla fjölskylduna. Álagið eykst á alla, lífsmynstrið breystist og óvissa um framtíðina verður viðvarandi.

Þetta hef ég reynt sjálf sem maki.

Áfallatryggingasjóður, sá er ég heyrði fyrst minnst á þarna í fréttinni væri tvímælalaust stór bót. Það að létta byrðar fjölskyldunnar með þeim hætti er mannúðleg ráðstöfun. Sem betur fer er aðgengi að góðri endurhæfingu fyrir þann sem lendir í slysi þokkalegt, en aðstandendur mæta afgangi og etv. skilningsleysi.

Hjónabönd hafa ekki alltaf haldið það álag sem slys hefur í för  með sér. Sé fjölskyldunni tryggðu fjárhagsleg afkoma í kjölfar þess, til 5 ára eins og mér skildist að væri á teikniborðinu, myndi það muna öllu. Hitt er svo annað hvernig fólk tekst á við andlegar afleiðingar áfallana, en kefið mætti a.m.k á einhvern hátt viðurkenna tilvist maka og barna, sem aðstandenda.

En ef þessi maður sem rætt var við hefði ekki átt konu, hvað þá?


Gildi hjúskaparlaganna.

Hjúskaparlögin nr.14 frá 1993 fjalla að stærstum hluta til um fjárskipti við skilnað eða adlát með vísan í skipta-,sifja-, og barnalög. Í upphafi hins almenna kafla laganna er drepið á því í örfáum setningum að hjón séu jafnrétthá í hjúskap sínu, beri jafnar skyldur gagnvart heimili og börnum,beri að sýna hvort öðru trúmennsku og hafi jafna framfærsluskyldu og vinnu á heimili.

Engin viðurlög eru þó við því að bjróta lögin. Annað hjóna hefur þó rétt til þess að fara fram á lögskilnað strax (í stað skilnaðar að borði og sæng í sex mánuði ), finnist því á sér brotið skv. hinum almenna kafla. Gildir einu hvað um ræðir, framhjáhald,ofbeldi, brot á framfærsluskyldu, eða brot á ofangreindu ákvæði um vinnu á heimili. Þegar til skilnaðar kemur þarf að skipta búi hjóna og skiptir þá engu það sem á undan er gengið. Þeir kaflar laganna sem þá koma til álita varað einungis beinar fjárhagslegar eignir og skuldir auk forræðis barna.

Gildi laganna er því fyrst og fremst fjárhagslegs eðlis (auk varngla um hverjir megi giftast og hver megi annast vígsluna).

Ég hef meiri áhyggjur af því hvernig innviðir hjónabands eru og hvort samfélagið með lögum tryggi þeim sem órétti eru beyttir innan hjónabands nokkra uppreisn æru. Ef svo er ekki til hvers eru þá lögin?

 


Siðferði að ofan eðan neðan?

Í kvöld sátu Illugi Gunnarsson og Kolbrún Halldórsdóttir sitt hvoru megin við Svanhildi Hólm og lýstu skoðun sinni á þeirri tillögu, að opinberir starfsmenn undirrituðu yfirlýsingu þess efnis að á ferðum sínum erlendis myndu þeir vera landi sínu til sóma og ekki kaupa kynlífsþjónustu, þannig styðji þeir ekki við kylífsiðnaðinn á heimsvísu.

Kolbrún er flytjandi tillögunnar og endurómar þau viðhorf sem virðast uppi á pallborði í alþjóðasamvinnu. Illugi telur að siðferðið eigi að koma innan frá en ekki að ofan. Gott samfélag sé þess eðlis að hver og einn verði að gera upp við sína samvisku hvernig hann kemur siðlega fram.

Umræða sem þessi er ákaflega þörf fyrir okkar samfélag tel ég. Þetta debat Kolbrúnar og Illuga kristallaði einungis þeirra pólitíska kíki. Forræðishyggja eða ekki forræðishyggja.

Hvaðan kemur okkar siðferðiskennd, fyrst og fremst? Úr uppeldinu eingöngu eða hafa reglur "að ofan" eitthvað með það að gera hvað okkur er kennt að sér rétt? Hverjir setja lög og reglur og hvers vegna?  osfrv. osfrv.

Ég teldi í þessu tilfelli ekkert athugavert við það að hafa "protocol" og væri þá tilgangurinn sá að sýna almenna samstöðu sem flestra ríkja í barátttu gegn þeim glæpum og niðurlægjingu sem felst í kynlífsiðnaðinum öllum. Hvað finnst konum í Sjálfstæðisflokknum um þetta?

 


"Tíu litlir negrastrákar"

Móðir mín getur þá andað léttar. Bókin um tíu litla negrastráka er endurútgefin. -

Hún systurdóttir mín átti sinn fyrsta dag á leikskólanum í síðustu viku. Svo vill til að deildinni með henni er íðilfagur ungur sveinn, dökkur á brún og brá.

Þegar mamma varð þess vör varð henni að orði. "Almáttugur, þá getur maður ekki sungið "Tíu litlir negrastrákar lengur".

Nú er lag.

 


Dagur með fimm fiska...

Ég verð að viðurkenna að mér finnst þessi ofurgóðmennska nýja borgarstjórans hálf hjákátleg. Fyrr má nú rota en dauðrota. Ekki það að hinir lægst launuðu borgarstarfsmenn þurfi ekki á mikilli búbót að halda og manna þurfi grunn- og leikskóla. Um hvað snýst þessi konfektmoladreyfing eignlega? Klapp á bakið?

Umræddur vandi er uppsafnaður til margra ára og hefur farið versnandi en hann safnaðist ekki upp einungis sl. 17 mánuðui. Einhver vinna hlýtur að hafa verið í gangi til ná að leysa vandann til lengri tíma.

Dagur í guðanna bænum, viltu hætta að ganga um bæinn eins og Jesú Kristur endurborinn.

Mér fannst ég heyra í viðtali að þú færir ekki út í búð án þess að eiga fyrir því, en nú er búið að töfra kredidkort borgarsjóðs upp úr rassvasanum.

Sígandi lukka er best.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband