4.5.2007 | 10:40
óþekktarormur sem þarf að taka föstum tökum!
Hvernig stendur annars á því að Jón Ásgeir getur bara sagt si svona að nýgenginn dómur í Héraðsdómi breyti engu um störf hans hjá Baugi. Skv. hlutafélagaLÖGUM ætti það að bretya því að maðurinn ætti að hætta störfum í brúnni og hafa hægar um sig næstu 3 árin.
Það er eins og allir umgangist Jón Ásgeir eins og æðri mátt. Er hann yfir lög og reglur hafinn öðrum fremur? Hvað er svona heilagt við Baug og afhverju eru þeir fórnarlömb, frekar en ég þegar ég fæ stöðumælasekt.?
Reyndar er það alveg makalaust hversu vel þeim hefur tekist að halda lýðnum á sínu bandi og halda vinsældum sem aðalgæjarnir, sem komu, sáu, sigruðu ogbreyttu öllu til hins betra hér. Ódýrari matur, nýjir fölmiðlar osfv. Fíknihegðun finnst mér stundum. Það er ekki hægt að hætta þegar maður er byrjaður að græða og ekkert gaman og engin spenna nema nýjar yfirtökur osfrv. séu á borðinu.
Ég tek fram að ég hef ekkert persónulega á móti þeim Baugs - goups en samt þegar maður fer að spá í það hvernig getur fólk sett sig á svona stall stjálft -
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 18:48
Réttlátur dómur í Baugsmálinu.
Slæmt mál fyrir viðskiptalífið, segir formaður Viðskiptaráðs Íslands og það er ábyggilega rétt. Baugsmálið er hið merkilegasta mál í öllu tilliti og þótt það sé auðvitað farsakennt á köflum fylgir alvarlegur undirtónn. Málið flysjar dómskerfið og gerir það gegnsærra. Maður skynjar örvæntinguna og áskorunina sem þetta mál er fyrir alla þá sem að því koma.
Skyldu þeir ráða við þetta? , hugsar maður og fylgist með. Þeir urðu að dæma held ég. Hvernig hefði dómskerfið okkar komið út annars? Við hljótum að vilja aga og siðferðisreglur í viðskiptalífinu líka og þótt þetta mál hafi kostað eitthvað, er það fórnarkostnaður. Við verðum að læra á þessu sviði. Það getur verið að þeir super novas þarna hafi ekki sést fyrir í uppbyggingu og hraða augnabliksins, en þá er hér komið víti til varnaðar.
Samt hefur þetta mál og önnur undafarið veikt tiltrúna á dómskerfinu. Olíufurstamálið var blásið af og einhver skrifaði um 1.700.000 kr. sekt sem hann fékk fyrir að henda 53 fiskum framhjá. Svo þarf vart að nefna hin hræðilegu málin, sem varða börn og ofbeldi sem þau verða fyrir. Þrátt fyrir áralanga baráttu ötulla við að fá réttlátari dóma þar hefur dropinn vart holað steininn.
Dómurinn í Baugsmálinu er vægur. Afleiðingarnar fyrir íslenskt viðskiptalíf og fyrirtækið Baug eiga eftir að koma í ljós. Ég efast um að til lengri tíma litið verði það mjög alvarlegt. Við erum fljót að gleyma og fyrirgefa. Það verður fróðlegt að fylgjast með áhrifum þessa á viðskipti þeirra erlendis.
Við verðum að hafa eðlilegt og hóflegt aðhald í viðskiptalífinu sem og á öðrum vígstöðvum. Dómurinn í Baugsmálinu var réttlátur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2007 | 16:42
Meðvirkni á vinnustað - "Opinberu stofnana veikin"
Ég gæti skrifað hundrað pistla um Frakkland; stútfulla af nostalgíu. Kaffi og matarboð vikunnar beindust þó inn á allt aðrar slóðir og duttu ofan í umræðu um samskipti fólks á vinnustað/stöðum. Skemmtilegt eða leiðinlegt umræðuefni? Er ekki alveg viss. Allir hafa sína sögu að segja og allir hafa sína skoðun.
Mín persónulega skoðun er sú, að meðvirkni sé beinlínis innbundin í samfélagið á opinberum stofunum. Ég tek það fram að ég tala af reynslu. Og vel að merkja erum við 70% af vinkvennahópnum sem það gerum. Ber þessu hlutfalli skemmtilega saman við almennar tölur, en 70% útivinnandi kvenna vinnur hjá opinberri stofnun.
Hvernig lýsir þessi sjúkdómur sér svo? Ótti við að tjá sig, innibyrgð reiði, vantraust, vanahegðun, ótti við breytingar, skortur á umbun og hvatningu, engin leið að koma málum áfram, lág laun og svo mætti lengi telja. Sérstakur kafli veikinnar eru millistjórnendur, en þeir eru misvel færir um að sinna sinni skyldu og svo eru þeir oft í erfiðri aðstöðu. Fyrir marga skapar ástandið, starfsleiða og koðnun í starfi eða hreinlega líkamleg veikindi.
Margir eiga þó erfitt með að hætta og sérstaklega konur, vegna þess að þrátt fyrir allt er opinber stofnun öruggur vinnustaður, (eða ætti alla vega að vera það) miðað við lög og reglugerðir ...Vinkona mín ein hefur verið mjög tvístígandi um að hætta hjá sinni stofnun, en hún er mjög hæf og vel menntuð. Hún þorir ekki. Stundum veistu hvað þú hefur, en veist ekki hvað þú færð. Þetta er píulítið eins og að losa sig úr hjónabandi...
Læt fylgja hér með myndir helgarinnar. Bjartsýni og þrautseigja hefur jú einkennt okkur íslendinga segja þeir og við vinkonur létum ekki okkar eftir liggja. Ákveðnar í að njóta sólarinnar á Laugardaginn langt fram eftir kvöldi og slaka hvergi. Göngutúrinn á Sunnudaginn, eftir gamalli flugbraut á Keflavíkurvelli var mjög hvetjandi á móti vindi....
Lífstíll | Breytt 1.5.2007 kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 21:02
Fyrir þá sem eru farnir að láta sig dreyma um sumarfríið.
Nú er tími kirsuberjatrjánna í Evrópu. Hugurinn leitar til sólar og aðeins meiri hita. Undanfarin sumur hef ég orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að ferðast um Frakkland vítt og breitt. Í Frakkalndi er mikið að hafa fyrir ferðamanninn. Fjöll, dalir, sléttur, akrar þar sem all mögulegt grær, vínekrurnar, hallir, kastalar, gömul þorp fljótandi í sögu, standir fyrir sólbað og sjó, líflegir bæir og maturinn...
Ég á mér marga uppáhaldsstaði í Frakklandi. Einn þeirra er Hotel du Rocher í Lorranine. Hótelið hefur sjö herbergi og stendur efst uppi á fjallstoppi í jaðri kirkjunnar gömlu sem þar trjónir. Að borða kvöldverð í Du Rocher er æfintýri. Þar sér yfir fjöllin sjö og sólarlagið er meira en himneskt. Meira að segja eigendurnir falla í fjallasýnina hvert kvöld, þótt þau séu búin að búa þar í 15 ár. Taki maður sér göngutúr eftir matinn niður í dalinn verður ekki hjá því komist að henda sér í grasið og bara vera í ilminum. Í Rocher kynntist ég fyrst Herbs de Provance, þótt Provance sé langt í burtu.
Skemmtilegast er að taka bílaleigubíl starx á Charles de Gaulle og keyra beint í sveitina. Lorraine er í austur. Þegar manni hefur blessunarlega tekist að komast klakklaust út úr umferðinni á Parísarsvæðinu, finnst mér skemmtilegast að keyra N vegina. En þá er farið hægar yfir heldur en á Autobananum. Meiri möguleiki á að njóta útsýnis og kynnast landinu. Á heimleiðinni má svo taka Autobanann og heimsækja París. Í Cantilly, litlu þorpi 20 mínútur frá Charles de Gaulle er hótel ,sem heitir Nonnette. Þar við hliðina er lítil sveita- járnbrautarstöð. Það er snilld að gista þar tvær nætur fyrir heimferð. Taka lestina sem gengur beint á Gare du Nodrd í París og nota daginn í borginni. Koma svo aftur á hótelið um kvöldið til að gista kósý. Skemmtilegur veitingastaður er við hótelið til að snæða ekta franskan sveitakvöldverð í góðum hópi heimamanna.(Lokað á Sunnudögum). Bílaleigubíllinn er látinn óhreyfður þessa tvo daga til að sleppa við flókinn akstur í háborg menningar og tísku. Létt leið er að keyra svo á flugvöllinn og skila bílnum beint þar við heimferð.
Það borgar sig þegar maður er að keyra um að ætla sér ekki of í kílómetrum á dag. Mælt er með 200 - 300 km. sem að fenginni reynslu er alveg nóg. Sér í lagi ef maður ætlar að skoða merka staði yfir daginn. Gististaðir eru til af öllum stærðum og gerðum. Gites en France er ódýr sveitagisting heima á bæ og getur verið mjög skemmtileg. Það er auðvitað allra best að vera búinn að panta fyrirfram og planleggja ferðina. (Þótt sumir hafi nú lent í því að þurfa að sofa í bílnum m.a. sú sem þetta ritar, en mæli ekki með því).
Það er hægt að fara hjólaferðir líka. Loire dalurinn er kjörinn í það. Íðilfagrar sveitir, þar sem kastali gnæfir á hverju fjalli og áin Loire liðast eftir dalnum. Ef farið er í hópi mætti hafa bíl með í ferðinni, sem tekur vistir og er með sjúkrakassa... og hvíldarsæti ef einhver gefst upp.
Alla vega , sé farið í svona feð á eigin vegum er gott vegakort, gott skap og góður félgsskaður nauðsynlegt veganesti.
Bon voyage og njótið drauma ykkar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2007 | 15:08
"Leyfðu mér að tala" konan frá Samfylkingunni...
Ég er ákveðin í því að kjósa Spaugstofuna í næstu kosningum. Svei mér þá. Í síðustu könnun fór atkæði mitt inn í súluritið óákveðnir. En þar sem mig lagar til að vera ákveðin, þá hlustaði ég á N1 umræðuþáttinn og niðurstaðan var Zero. Hver er þessi kona frá Samfylkingunni sem heimtar alltaf orðið? Er þetta konan sem var í Katljósinu um daginn og hélt bæklingnum... rís þú "Unga Ísland"s merki fram eins og trúarriti? og gaf ekki andmælanda sínum færi á að segja nema hálft orð?
Í umræðuþættinum, sem ég hlýddi á núna átti að ræða Evrópumálin m.a.
Það getur ekki verið ALLT GOTT við að ganga í Evrópusambandið. Til að ég hlusti vantar mig rök MEÐ og á MÓTI. Þannig gæti ég ákveðið hvort mé fynndist vega þyngra þegar upp er staðið. Hvers vegna er inngang í ESB BARA GOTT MÁL! í málflutningi Samfylkingarinnar? Er ekki nær að færa okkur kjósendum málflutinginn þannig að við skiljum KOSTI og GALLA. Okkur hlýtur að vera treystandi til að vega þá og meta á okkar eigin foresndum.
Las blogg Heimssýnar til að fá innsýn í málið. Þar er viðkomandi raunar á móti, en telur þó einnig upp nokkra kosti.
Sem sé "leyfðu mér að tala" konan náði ekki óákveðnum kjósanda þaran en það gerði heldur enginn annar.
Kapphlaupið heldur áfram. Grein í Karls Th. Birgissonar í Blaðinu á Sumardaginn fyrsta um Impregio og þátt þeirra félaga Davíðs og Bellusconis í björgunaraðgerðum þess, var afar áhugaverð.
Þá hef ég alltaf gaman af Illuga Gunnarssyni, er hann ekki annars hægri grænn?
Hvað er annars málið. Mig vantar nýtt sjónvarp. Hver býður best?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2007 | 00:40
200miljónkróna fiðla,Páll Magnússon, Jónas Jónasson,RíkisÚTVARPIÐ og hvar voru börn Páls frá fyrra hjónabandi?
Mér hefur alltaf líkað vel við Pál Magnússon. Ég er sannfærð um að hann er góður maður og réttsýnn. Í kvöld var hann í viðtali á RÁS 1 hjá Jónasi Jónassyni. Þetta var merkilegt viðtal þar sem tókust á gamli og nýji tíminnn eins glögglega og getur verið. Sagnfræðinemar, geymið þetta sem heimild.
Jónas Jónasson hélt sínum stíl og striki á meðan Páll reyndi ljúflega að smeygja sér framhjá áleitnum spunrningum útvarpsmannsins ógurlega. Jónas reyndi líka að bera spurningar sínar fram á kurteisan en "afhjúpandi" hátt með sínu lagi. Þó var ljóst að undir nirði hjá Jónasi bjó nú óöryggi í fyrsta sinn. "Hvað verður um mig PÁLL", langði hann greinilega að spyrja. Hann spurði hins vegar um fiðluna frægu sem faðir hans hafði átt þátt í að kaupa á sínum tíma og íslenska ríkið hefur innleyst til sín. Ég spyr ; Hver spilar á fiðluna núna?
Þörf Jónasar fyrir að fá "status" útvarpsins á hreint var augljós allt viðtalið, þótt hann reyndi sitt ýtrasta til að halda gamla góða stílnum. Þegar kom að því að spyrja Pál um fjölskyldulífið þá var silfrið pússað heldur. Páll svaraði eingöngu til um börn sín í núverandi hjónabandi, en skautaði alveg framhjá þeim, sem hann á í því fyrra. Þetta er sárt fyrir hin börnin. Við sem búum í nútímasamfélagi því sem Páll vill leiða RUV inn í, vitum að margar fjölskyldur í dag eru flóknar, en lágmark er að gera öllum jafnt undir höfði.
Eins og sjá má af því að ég hlusta á RÁS 1 kl. 24.00 á föstudagskvöldi, þá er ég gamaldags . RÁS 1er bara sú útvarpsstöð sem ég hlusta eingöngu á. Mér er hins vegar nokk sama þótt hún nútímavæðis eitthvað en samt sem áður verður einhvers staðar í fjölmiðlaveseninu að vera til ró og upplýsing eins og verið hefur á GUFUNNI.
Mörg ríkisstofnunin hefur nákvæmlega við þann vanda að etja sem Páll lýsti; "klíkuvæðingu" skiljanlega og án þess að vera endilega neikvætt. Einhver andi sem myndast í gegnum tíðina. Ég lái Páli ekki að vilja ekki fara inn í slíkt. Ef honum tekst að halda góðum gildum og nútímavæða er hann snillingur.
Tíminn leiðir það í ljós. Stöðnun er engum fyrir góðu. Ekki heldur Jónasi Jónassyni, sem reyndi sitt besta í þessu viðtali að fá út úr útvarpsstjóra nýrra tíma eitthvað sem félögum hans til margra ára væri bitastætt. Páll á verk fyrir höndum. Voandi tekst honum að láta leiðast hönd í hönd nýja og gamla tímann.
En Páll, lífið er aldrei svona pússað eins og þú vildir vera láta. Fjölmiðlaðr hafa áhrif á okkar skoðanir og aðgangsharka fréttamanna, á hún bara við um suma?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2007 | 18:44
"Sumar á Sýrlandi" - Gleðilegan dag!
Örlagaríkt samband mitt við Hafnarfjarðarbæ náði vonandi hámarki sínu í dag. Þar hélt ég daginn hátíðlegan með fullu húsi stiga. Blómamessa í Víðistaðakirkju. Skrúðganga í lögreglu og skátafylgd undir "Öxar við ána" niður á Thorsplan. Fjölskylduskemmtun með öllu tilheyrandi í brakandi blíðu.
Meðan hún Sunna mín lék lausum hala í húlahoppi og tilheyrandi, sat amma á veggkanti og snéri nefinu upp í sólina. Hef aldrei tekið eftir því hve Hafnfirðingar eru annars upp til hópa myndarlegt fólk.
Hugur reikar um víðan völl meðan skemmtiatriðin á nýja sviðinu renna ljúflega. Kór Flensborgarskóla syngur fagurlega undir öruggri stjórn kórstjórans. Íþróttafulltrúinn hafði minnst á forvarnargildi íþróttanna og gaf skátunum góða einkunn. Í skátunum læra krakkarnir innri aga og virðingu fyrir góðum gildum. Held að hann hafi nokkuð til síns máls. Samvistir við foreldra eru alltaf besta meðalið þótt foreldrar séu ekki beint allir með skáta og íþróttaandann við höndina.
Ég verð sjálf reyndar stundum þreytt á þessu eilífa íþróttatali. Margt er gott við þær en munum að til eru krakkar sem ekki njóta sín þar. Það væri gaman að heyra æskulýðsfulltrúa tala um íþróttir og listir í sama mund t.d.
Leikfélag Hafnarfjarðar slúttaði skemmtuninni með líflegu atriði úr barnaleikritinu sínu.
Þakka Sunnu minni fyrir skemmtilegan dag og sólinni fyrir að skína. Óska okkur öllum
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 12:09
Virkjum JÚLLA. Hrein tær íslensk orka.
Hann Júlli frá Dalvík, þessi sem var í Sunnudagskastljósinu í gær hefur hreina tæra íslenska hugmynda og framkvæmdaorku, með kærleik. Það gerist ekki betra. Enda hefur frumkvöðli þessum tekist að raungera nokkrar frábærar hugmyndir með góðum árangri.
"I believe that money follow vision", segir útlend vinkona mín og frumkvöðull í sínu landi. "Ég trúi því að peningar fylgji í kjölfar hugsjónar" - Orð þessi má auðvitað teygja og toga ef vill, en það sem hún meinar er nákvæmlega þetta sem gerist með "Fiskidaginn mikla" á Dalvík. Hugmynd er framkvæmd með kærleik og hugsjón. "Conceptið " bara blæs út.
Ég geri að tillögu minni að JÚLLI frá Dalvík, verði gerður að forsætisráðherra (til prufu í 4 ár amk.)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)