13.4.2007 | 12:23
Sinfóníuhljómsveit Íslands - hreint dásamlegt band.
Hector Berlioz samdi Symphonie fantastique - Draumórasinfóníuna - út af ástarsorg. Ung leikkona, Harriet Smithson svaraði ekki ástarbréfum hans og vildi heldur umboðsmanninn sinn. Sem betur fer, annars hefði sinfónían ekki orðið til. Tilfinningar Berlioz fengu útrás í fögrum og dramatískum tónum.
Berlioz semur sinfóníu þar sem í fyrsta kaflanum er tónlistarmaðurinn ástfanginn. Í öðrum kafla fer hann á ball í franskri sveit. Í síðari köflum verður hann yfirkominn af harmi vegna stúlkunnar og tekur of stóaran skammt af ópíum, þá sér hann sjálfan sig á höggstökki fyrir að hafa drepið ástina sína og að síðustu er hann kominn á meðal norna og sér stúlku þá sem kveikti ást hans í nornalíki. Að lokum leysist hugsýnin upp í nornadans mikinn. Sinfónían var frumflutt í París 1830.
Það undarlegasta við þessa sögu er það ,að tveim árum síðar er sinfónían flutt aftur (auk framhalds af henni). Harriett sjálf mætir á svæðið og verður ástfangin af Berlioz. Þau giftust en lifðu óhamingjusöm þar til þau skidu eftir 11 ár. Harriett fór að drekka illa (breyttist hún í norn?) og dó svo.... Það er eins og sinfónían hafi verið nánast forspá fyrir þeirra líf. "ide fixe", er einhvers konar stef sem gengur í gegnum verkið en merkir Harriett og ást Berlioz á henni. Skyldi ást tveggja einstaklinga vera "ide fixe" á stundum?
Ég elska Sinfóníuhljómsveit Íslands í hvert sinn sem ég fer að hlusta. Í gærkvöldi stjórnaði hljómsveitinni hinn dáði Vladimir Ashkenazy. Nánast hvert einasta sæti var setið í stóra sal Háskólabíós.Með lófatakinu sögðu áhorfendur; TAKK , TAKK , TAKK fyrir að opna þennan heim á svo hárfínan og kraftmikinn hátt.
Í kvöld geta þeir Vestfirðingar, sem aldrei fóru suður, nýtt sitt tækifæri til að hlýða á Sinfóníuhljómsveit Íslands spila Draumórasinfóníu Berlioz, með meiru ,á Ísafirði. Vonandi verður flogið ... annars.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 16:41
Tek ofan fyrir borgarstjórn Reykjavíkur.
Loksins eitthvað skemmtilegt. Nútímaleg og jákvæð hugsun þarna. Hlakka til að sjá þetta verða að veruleika.
Góð fyrirmynd fyrir önnur sveitafélög og hugsun sem má færa til fyrirtækja og stofnana til eftirbreytni.
Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 12:42
Tvær bækur, tvö boð, einn álversfuni. Frost.
Nú er farið að snjóa fyrsta vinnudag eftir páska. Mig minnir að það hafi verið bjartara að líta út um gluggann í Frostafonldinni yfir hátiðardagana þar sem ég dvaldi og passaði kött. Love Star, Andra Snæs lá alsaklaus í hillu og varð fyrir valinu. Hugmyndaflugi skáldsins eru engin takmörk sett.
Á föstudaginn langa var sem betur fer matarboð hjá pabba, sem þó var næstum fuðrað í loft upp vegna álversins í Hafnarfirði. Þvílík vitleysa. Systir mín og mágur mættu á nýjum 6 milljón króna jeppa. Þau eiga líka heimili sem gæti sprengt af sér Hús og Hýbýli. Auk þess er systir mín á leiðinni í HHS á Bifröst í haust. Hún hlammaði sér fyrir framan mig í sófanum og tilkynnti keik að hún hefði kosið með Álverinu eftir að hafa hlýtt á áróðursefnið frá Alcan á Íslandi, sem barst inn um bréfalúguna. Ég sem var búin að heita mér því fyrir löngu að fuðra ekki upp í fjölskylduboði framar vegna þjóðmála átti nú bágt með mig. Mágur minn bætti við, "ja sjáðu t.d. Vestfirði þeir eru yfirlýst stóriðjulaust svæði og hvernig er komið fyrir þeim? Svo fella þeir í Hafnarfirði og allt sem hægt hefði verið að gera fyrir okkur Hafnfirðinga nú er þetta búið".
Ég fletti upp í mótrökunum og vitanði í snarhasti í tölur af alþjóðlegri síðu Alcans. "Já, já"; sagði þá minn annars ágæti mágur. "Auðvitað væri fínt ef allir væru með blóm í hárinu og halelúja". Svei mér þá eldur gaus og allir voru komnir í hár saman. Pabbi flýtti matnum á borðið og sagði höstuglega: -GERIÐ ÞIÐ SVO VEL. Meira að segja vantaði enn eina fjölskylduna. En það er nú vaninn að bíða þangað til allir eru komnir. Það er auðvitða erfiðara að rífast með fullan munninn.
Innst inni öfunda ég kannski bara systir mína.
Heitstengingar um - Aldrei aftur - báru árangur í matarboðinu hjá mömmu á páskadag, þar sem allir sneiddu með prýði fram hjá eldfimum málum. Við áttum samt sem áður mjög ánægjulega stund saman. Hvað annað skiptir raunverulega máli.
Saga vændiskonunnar sem gaf af sér reglubundar Ellefu mínútur þar til hún fann ástina endaði vel. Þannig fundu tvö pör ástina um páskana og lifðu af sinn heimsendi. Öll þessi stríð byrja og enda inní oss sjálfum.
Íbúðin heima, fékk hreinsun á meðan stjórnmálaleiðtoganrir okkar toguðust á RUV í gærkveldi. Mér fannst allir standa sig vel og sýna þokkalega háttvísi. Samt fannst mér Iðnðarráðherra fremur þungur á brún og grámyglulegur eitthvað. Við sendum honum ljós. - - -
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 15:35
Ef stendur í hverri lögbók.
Vinnufélagi rétti mér páskaegg í gær og málshátturinn var þessi: -Ef stendur í hverri lögbók. -Ég sagðist ekki skilja málsháttinn og yrði að fá annað egg. Asnalegir þessir málshættir í dag og allt öðruvísi páskar. *
Við systurnar erum hrikalega vel upp aldar. Þegar við vorum litlar þá beið okkar á páskadagsmorgunn, við hliðina á rúminu eftirfarnadi: Þrjú páskaegg, handklæði, appelsína og borðhnífur. Þetta var ófrávíkjanleg regla. Við máttum byrja á súkkulaðinu en helst áttum við að borða appelsínuna fyrst. Heimilið breyttist í gult hreiður, með skreyttum greinum, páskadúkum , gardínum og serívéttum.
Ég man varla eftir því að hafa haft mig í að setja upp nema rétt svo eina grein síðan ég hóf sjálfstæðan búrekstur. Móðir mín er afar íhaldssöm og föst á gamlar hefðir. Maður er rétt að komast yfir þetta á fimmtugsaldri að finnast ekki allt misheppnað ef það er ekki skv. ritúalinu... hennar mömmu.
Annars held ég að hefðirnar og ritúölin hafi ekkert gert okkur nema gott. Skapað öryggi og aðhald. Ég á ekki samsetta fjöl... fjöl... fjölskyldu. Ég held mig myndi að vissu leyti óa við því að lifa svo flóknu fjölskyldumynstri eins og margir gera ,en þá gætu hefða-ritúal örugglega komið að gagni.
Ætla út úr bænum um helgina, en best að kaupa þá þessar páskaliljur fyrst og vonast til að fá skiljanlegan málshátt í næsta páskaeggi.
Gleðilega hátið.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 21:29
Sá sem falbauð Ísland, gefi sig fram.
Hvar er sá sem skrifaði undir samningana um sölu raforkunnar til erlendra auðhringa? Hvar eru þessir samningar og get ég fengið að sjá þá? Er sem sagt búið að skrifa undir alla þessa leið fram í tímann og þá ekki hægt að snúa við? Kostar það skaðabætur af hálfu ríkisins eða hvað er málið?
Höfum við eitthvað raunverulegt vald, sem íslenskir ríkisborgarar? Mér fannst ekki þegar haft var eftir núverandi iðnaðarráðherra í morgunfréttum að þetta gerði nú ekkert til með úrslit kosningana í Hafnarfirði. Ný bæjarstjórn tæki vð að loknum næstu bæjarstjórnarkosningum og bæjarstjórinn réði.
Svo hrikalegan skít í lýðræði ætti ekki nokkur pólitíkus í vestrænu lýðræðisríki að leyfa sér að gefa upp. Höfum við sem borgarar ekki þurft að láta yfir okkur ganga það sem lýðræðislega kosin stjórnvöld hafa ákveðið. Við lögum okkur til dæmis núna bara si svona að GLÆPSAMLEGA háu vaxtastigi. Og það er raunverulega gælpsamlegt. Hverjum er það að kenna?
Það er ekki atvinnuleysi á þeim svæðum sem nú er verið að tala um álversframkvæmdir á. Hvaða nýju rök á þá að sjóða upp fyrir almúgann til að trúa? Ég hef persónulega misst traust á stjórnvöldum en hef hingað til verið auðtrúa kjósandi. Amk. ímyndað mér að mitt atkvæði skipti máli.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.3.2007 | 12:19
Orðhengilsháttur í Gettu betur.
Úrslit réðust í gær í Gettu betur og fór MR með sigur af hólmi. Mér finnst að MK hefði átt að vinna vegna þess að þeir voru með fleiri rétt svör þegar upp var staðið. Þeir voru búnir að átta sig á ánni Sauðá, þótt þeir slysuðust til að svara Sauðárkrókur (en spurt var um á). þá höfðu þeir allt um styttur og staði rétt í þríþraut, en sögðu ekki orðið Egill Skallagrímsson.
Það var gaman að fylgjast með liði MK í keppninni , sem vann sig hægt og bítanidi upp í úrslitin. Liðið má sannarlega vera stolt og ánægt með sig. Samt stóðu þeir nánast tómhentir við verðlaunaafhendinguna meðan MR sópaði að sér vinningum fyrir slembilukku.
Það hefði nú verið hægt að gefa liðinu í öðru sæti amk. ferð til Akureyrar. Hvernig væri að athuga það næst.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 16:45
Já. "Fair Trade er málið" (Súkkulaðiþrælkun).
Í dag skrifar Katrín Anna Guðmundsdóttir um þrælkun barna á kakóbaunaökrum. Hún spyr hvort "Fair Trade" sé málið. Vörutegundum sem merktar eru "fair trade" hefur sem betur fer fjölgað í búðahillum hér undanfarið. Vonadi þýðir það að eftirspurnin sé að aukast. Spurniningin er hvort fólk sé almennt upplýst um hvað "fair trade" merkir og hvort það hafi raunverulega tilfinningu fyrir því að það skipti máli að velja slíka vöru. Enn er vara merkt "fair trade" dýrari og fólk velur eftir verði.
Fair trade vörur hafa vottun og er merkið
eða:
Google er hjálpsöm upplýsingaveita í þessu sem mörgu öðru.
Ég versla sjálf helst alltaf vöru sem merkt er " fair trade." Að minnsta kosti inn á milli og með hinu. Mér finnst skipta máli hvert ég set peninginn og kýs þá heldur að hann fari þessa leið, heldur en einhverja aðra.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2007 | 16:24
Hagvöxtur og herðablað - vorþíða.
Úti á stétt í síðvetur/vorsólinni, stendur ungur maður. Hann reigir sig og sveigir, tekur nokkra mjaðmahringi og fettir sig. Ekki svo slæmt að líta út... Listrænn stjórnandi kemur inn, haltrandi. Hún þreif yfir sig í gær. Markaðsstjóri sest við tölvuna og æjar, forstjóri stendur við útidyrnar og gerir axlateygjur. Söngkona biður manninn sinn um nudd.
Við sammælumst um að það sé herðablað að ganga.
Við erum farin að finna til vorþíðunnar. Smátt og smátt slaknar á ... inn í sumarið. Það er eins og veturinn þurfi að brjótast úr úr líkamanum. "Við köllum þetta vorþreytu í Tékkladi, segir ein" Við þurfum sól og vítamín, eftir veturinn." Við hin, sem vorum viss um að þetta ástand væri þessu "brjálæði" öllu að kenna - hagvöxtur, 5.gír, röng gildi, græðgi og allt það. Þurftum að hugsa smá stund. Hvað er annars havaxtarstigið í Tékklandi?
Kona í útvarpinu segir frá dvöl sinni í 50.000 manna þorpi á Indlandi í tengslum við nám. Hún vinnur við þróunaraðstoð. Eftir dvölina var hún rugluð í ríminu. Ekkert vatn, ekkert rafmagn, fábreyttur matur "fátækt", mikill kærleikur, ást og hjálpsemi. Allt gekk sinn vanagang. Þrátt fyrir skort á vestrænum gildum.
Þegar herðablað er að ganga þar sem hagvöxtur er góður, þá leitum við í kínverskt nudd og asutræna hugleiðslu, indíánatrommur eða eitthvað nógu fjarlægt því sem við búum við. Voandi er það sem við gefum hinum - vanþróuðu - jafngott fyrir þau og það sem þau gefa til okkar er fyrir okkur.
Jamm. LÓAN ER KOMIN , sem sagt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)