Sinfóníuhljómsveit Íslands - hreint dásamlegt band.

Hector Berlioz samdi Symphonie fantastique - Draumórasinfóníuna - út af ástarsorg. Ung leikkona, Harriet Smithson svaraði ekki ástarbréfum hans og vildi heldur umboðsmanninn sinn. Sem betur fer, annars hefði sinfónían ekki orðið til. Tilfinningar Berlioz fengu útrás í fögrum og dramatískum tónum.

Berlioz semur sinfóníu  þar sem í fyrsta kaflanum er tónlistarmaðurinn ástfanginn. Í öðrum kafla fer hann á ball í franskri sveit. Í síðari köflum verður hann yfirkominn af harmi vegna stúlkunnar og tekur of stóaran skammt af ópíum, þá sér hann sjálfan sig á höggstökki fyrir að hafa drepið ástina sína og að síðustu er hann kominn á meðal norna og sér stúlku þá sem kveikti ást hans í nornalíki. Að lokum leysist hugsýnin upp í nornadans mikinn.  Sinfónían var frumflutt í París 1830.

Það undarlegasta við þessa sögu er það ,að tveim árum síðar er sinfónían flutt aftur (auk framhalds af henni). Harriett sjálf mætir á svæðið og verður ástfangin af Berlioz. Þau giftust en lifðu óhamingjusöm þar til þau skidu eftir 11 ár. Harriett fór að drekka illa (breyttist hún í norn?) og dó svo.... Það er eins og sinfónían hafi verið nánast forspá fyrir þeirra líf. "ide fixe", er einhvers konar stef sem gengur í gegnum verkið en merkir Harriett og ást Berlioz á henni. Skyldi ást tveggja einstaklinga vera "ide fixe" á stundum?

Ég elska Sinfóníuhljómsveit Íslands í hvert sinn sem ég fer að hlusta.  Í gærkvöldi stjórnaði hljómsveitinni hinn dáði Vladimir Ashkenazy. Nánast hvert einasta sæti var setið í stóra sal Háskólabíós.Með lófatakinu sögðu áhorfendur;  TAKK , TAKK , TAKK fyrir að opna þennan heim á svo hárfínan og kraftmikinn hátt.

Í kvöld geta þeir Vestfirðingar, sem aldrei fóru suður, nýtt sitt tækifæri til að hlýða á Sinfóníuhljómsveit Íslands spila Draumórasinfóníu Berlioz, með meiru ,á Ísafirði. Vonandi verður flogið ... annars.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband