Færsluflokkur: Lífstíll

"Buy me photograps and souvenirs" - Krummi...

"Fly the ocean on a siverplain, watch the jungle when its wet wit rain, but remember till you are home again, you belong to me..."  Hljómaði aftur og aftur undir pílagrímsför minni til að sjá foss, þetta sumar eins og önnur undanfarin sumur. það að standa við foss og skynja náttúrlegan kraftinn inni í miðju íslenska sumrinu er lífsnauðsyn.

Bjöggi og Sinfó lá í framsætinu síðan í brúðkaupinu um daginn og rann í spilarann. Þingvellir eins fagrir og þeir geta verið í hvílíkt glapandi sólinni...og Öxarárfoss þarna var hann á sínum stað. Ég klifraði léttilega upp stíginn ... í strigaskónum sem ég keypti fyrir brúðkaupið og hlakkaði til. En komin upp á klettabrúnina undirbúin undir hrifningarölduna ,sem alltaf hefur hríslast um hverja frumu var ekki örgrannt um að vonbrigðaalda kæmi í staðinn. Hvað er þetta þá bara smá spræna eftir allt saman.  "Þetta er aldurinn", hugsaði ég. "Allt verður einhvern vegin minna en mann minnti.... ár frá ári" Til að fá "kikkið" ákvað ég að fara eins nálægt vatnsfallinu og hægt var. Jú, það var eitthvað þarna ennþá. Gott að finna óttann við kraftinn...aftur...

ÖXARÁRFOSS  Það glitraði sérstaklega fallega á alla smámyntina í peningagjá. Það var líka messa í kirkjunni. Hvað skyldi annars vera mikið af peningum í gjánni? Mér var hugsað til föður ömmu minnar við kirkjuna. Hún var ein af þessu "gamla" fólki, í uppeldinu, sem kenndi góða siði og þjóðarstolt. Einhvern vegin hugsa ég alltaf til hennar þegar ég kem til Þingvalla og finn að það sem hún kenndi hefur setið eftir.

Frá Þingvöllum lá leiðin til Selfoss ... áfram yfir Þjórsána ... gegnum Hellu og Hvolsvöll... að Seljarlandsfossi. Rósin... hljómaði hjá Bjögga... "kristaltærir daggardropar... féllu á rósarblöðin sem bjuggu undir "háu hamrabelti... karlakór , Sinfó, Vestmannaeyjar eins og sjónhverfing í landslaginu.

Svei mér þá , ég elska þetta land.

Seljaladsfoss sveik ekki nú fremur en endranær. Þar sem ég lá í grasinu og horfði á bununa, þá datt mér í hug hvort fossaárátta gæti verið verkefni fyrir sálfræðinga, eða etv. í mínu tilviki fyrir sálgreini sem fylgdi Freud. Hvers vegna þykir mér Seljalandsfoss svona mikið æði. Einföld , bein buna. Gullfoss er allt of flókinn einhvern veginn og hrikalegur. Ég hreinlega get varla staðið þar án þess að fara að skjálfa í hnjánum.

seljal5 

Það var á leiðinni austur, sem ég heyrði fyrst "YOU BELONG TO ME" þarna á diskinu. Ég veit ekki hvað oft lagið fékk að rúlla, en það rúllar enn og ég græt enn þegar ég heyri...

Hvað er það eiginlega við sum lög/texta ,sem snertir manns innstu hjartans strengi? Lag/texti og flutningur á "You belong to me" bætist hér með í uppáhaldið og fylgir fast á hæla ljóðsins "Ferðalok" eftir Jónas Hallgrímsson. (þeir hefðu örugglega náð saman Dylan og hann).

Bestu þakkir: Elísa, fyrir að neyða mig til að kaupa strigaskó og Krummi fyrir hrifnæman flutning á tónlist.

og... þeir sem eiga myndirna sem skreyta hér...

BrekkuskogurJUN07 074

 


Bandið frá Syðri Á, "brunch" og "beuty sleep"

Hin helga nótt, Jónsmessunótt hefur nú liðið hjá. Gylltur skýjabakki og hvítur Snæfellsjökullinn, orka náttúrunnar í hámarki.

Jónsmessunóttin hófst í Hellisgerði þar sem saman var komin svona heppileg blanda af álfum og fólki. (Enn renna öll fljót til Hafnarfjarðar). Þar lék fyrir okkur af gleði South River Band, írsk-balkan mjúsik með íslenskum textum, dáltið góðum. Einstaka álfur og nokkrir menn gátu ekki á sér setið að taka sporið, hinir dilluðu sér á staðnum.

Bandið frá Syðri Á

Þessa nótt er ekki hægt að sofna. Berfættur gangur í mosavöxnun hrauni, sérvalinn staður til að geta hennt sér niður og horft upp í himininn og á jökulinn góða, þar sem geimverurnar lentu hér um árið...        Kona sem ég þekki, tíndi sjö jurtir sem hún setti undir koddann. Draumprinsinn lét á sér standa... eða ekki... eftir því hvernig á það er litið... Alla vega mundi hún ekki eftir neinum íðilfögrum sveini sem birtist henni skýrt í draumi þá nótt...  Hann á kannski leið um nokkrum náttum síðar...

Hinn eilífi draumur hélt áfram í dögurði úti á palli á Álftanesinu, fyrir hádegi á Sunnudag. Frú Guðlaug töfraði fram rétt eftir rétt á hvítan dúk. Engiferfylltar döðlur, kjúlkingasalat með ristuðum hnetum,jarðaberjum og mangó á kínakálsbeði, pestós,sólbráðinn camenbert og baquette. Rétt í þann mund sem hópur kvenna settist niður með allar gerðir af sólglerugum, dró ský frá sólu. Fagurlega skreyttur lífrænn ávaxtasafinn rann ljúflega niður á milli hláturrokanna. Eftir púrtvínslegna "lady fingers" í tiramisu, stóðu nokkrar brenndar bringur upp úr sólstólunum og ákkúrat á því augnabliki dró skýið aftur fyrir sólu. "Perfect timing"...

Lífrænn safi á hvítum dúk, út á Álftanesi.Óbrenndar bringur fara vel í maga.Matartöfrafrúin

 Og drauminn skyldi lengja. Að afloknum dögurði var haldið til Þorlákshafnar að snæða ítölsku skotinn hamborgara Írisar systir. Brauðið vætt olíu, ferskri basilíku og rauðlauk bætt á ,borgarinn með miklum pipar. Marengsterta með rjóma í dessert. Sólbrennd andlitin á brosmildum mannskapnum í hverju horni. Telma átti 10 ár afmæli og í fyrsta sinn var einhver í hópnum sem gat gefið rétta tónininn fyrir afmælissönginn... hann var ekkert út af laginu núna.

ítalskur borgari undirbúinn.

"Beuty sleepið" átti hins vegar hún Sigrún Ásta .... um síðustu helgi. Þar naut ég gestrisni hennar og Dreka... Golden Retriever ... í sumarbústað - Brekkuskógur, heitur pottur, grill, gönguferð og "svaðilför" yfir á með hund í bandi... blíðviðri.. K.K. í bílnum...

Nokkrir galdrar... í mat ...svo svona alvöru með "Galdrabók" og nokkrar spilaspár... feng -shui og Secret... nei ég segi nú bara svona... já við látum ekki deigan síga - 

beuty sleep (or the sleeping beuty)Hvað er leyndarmálið

Vona að sumarið verði líka um næstu helgi...

Stórt  Stórt  Sólskinshjarta

 

 

 

 

 


Tvö kíló af kókaíni bjarga lífi manns.

Sérkennilegt hvað hann er fljótur að átta sig hann Kalli Bjarni. Umhendis búinn að senda mömmu sinni bréf og farinn að hugsa um að stunda forvarnarstarf. Skjótt skipast veður í lofti. Hann er fullorðinn maður, sem enginn getur stoppað af nema hann sjálfur. Verst að þurfa alltaf að drýgja einhverja stóra "hetjudáð" til að fá stopparann á.

Það er fátt annað forvarnarstarf sem dugir í raun, heldur en nákvæmlega það sem forseti vor (en ekki ríkisstjórn) sagði svo einfaldlega frá hér um daginn. Samvistir með fjölskyldu. Einfaldar, hversdagslegar og óýktar. Það sem þó gleymist of oft er það, að fjölskyldan er stundum ekki fær um síkar athafnir af ýmsum ásæðum. Sögu sem endurtekur sig kynslóð fram af kynslóð, veikindi, fíkn, eða annars konar óregla. Þar þarf samfélagið að bregðast við á réttan hátt...

Hver er sá rétti háttur? Um það er alltaf deilt. Það má ekki gera börn að blórabögglum og dæma þau sem óþekktarorma og glæpamenn. Það er glæpur út af fyrir sig. Það þarf að vinna með fjölskyldur saman. Gera það vel og almennilega. Þar er pottur brotinn.

Börnin fremja sín óþekktarstrik, í leit að stoppinu. Við getum hlustað á meðan þau eru enn í umsjá fullorðinna. Þeir fullorðnu verða víst að finna sinn botn og það hefur Kalli Bjarni gert núna etv. amk. að eigin sögn. En hann á líka börn og forvarnarstarf hans ætti að vera hjá sinni fjölskyldu no.1.

Svo mörg voru þau orð. 

 


Til hvers að blogga?

Nú hefur ekkert verið fært á þessa síðu um hrið. Ástæðan er umbrot í einkalífi. Ég hef hugsað dálítið um hvort maður bloggi um slíkt, en hefur ekki hugnast það hingað til. Því kemur að því eins og í upphafi þegar síðan var stofnuð að hugsa til hvers? - Ég kíki vissulega á bloggið og það er til þess að fylgjast með umræðunni óbakaðri. Sumir skrifa óhindrað um sitt einkalíf og verð ég að segja að kannski er það gott bæði fyrir þá sem skrifa og þá sem lesa.

Nú um helgina gifti ég einkadóttir mína, hana Elísu. Margar tilfinningar bærast á stundu sem þessari. Ég hefði að óreyndu ekki trúað því flóði sem hrynur yfir. Ekkert vill maður meira en börnin manns verði hamingjusöm. Svo kemur allt þetta með hamingjuna, örlögin, hvernig maður hefur sáð osfrv. Samtöl við mömmu og pabba og vini hennar og minna. Þetta hrærir upp. Verður hún hamingjusöm. Get ég ráðið því?  Hver ræður!

Athöfnin verður í Búðakirkju n.k. Laugardag og veislan á Hótel Búðum. Ég mun leiða dóttir mína nokkur skref upp að altarinu í þessari litlu sjarmerandi kirkju. Á sama tíma veit ég að hún mun þar mæta örlögum sínum , úrvinnslu mála , samningaviðræðum og öllu ,sem tilheyrir því að ganga í hjónaband. Ræðan er tilbúin og diskurinn líka með músikinni. Múttan er veislustjóri.

Vill til að sú mútta er reyndari og hætt að sjá skjannahvítan brúðarkjólinn sem lausn allra mála.Hins vegar elskar hún froska og vonast til að hinn eini sanni verði ávall háttvís prins.

Lífið á Hóli er eins og lífið er. Ég hlakka til dagsins á Búðum.

Svo margt annað hefur einnig gerst, sem hrærir. Hjón sem ég tengist nokkuð, þó ekki innan fjölskyldunnar missti barnið sitt nýverið vegna sjúkdóms.

Innan fjölskyldunnar er skilnaður í gangi.

Skin og skúrir. Upp og niður. Allar tilfinningarnar tækju fleiri bls. en gengt er á þessu bloggi.

Etv. tekst að leysa frá skjóðunni einn góðan veðurdag. Er ekki spáð hitabylgju?

Góðir vinir eru gulli betri. Þeir eru til staðar. Það er langt síðan að ég þakkaði þeim fyrir og ég geri það reglulega. Agnes mín og Kalli eru á ferðalagi í CANADA með kórnum hans Kalla - KAKÓ , mmm. Karlakór Kópavogs. Þau ætla síðan til Ameríku Þótt hún Agnes mín sé alin upp í þvílíkri kommúnistafjölskyldu . Hún mun koma núna í fyrsta skipti til New York, sem er uppáhaldsborgin mín.

Hlakka til að deila með henni reynslu.

Kveðja.

 

 

 

 

 


Ágætis kjötsúpa - mun betri uppskrift.

Sem betur fer féll gamla uppskriftin út og þessi nýja gúllassúpa með mörgu í , mun taka við völdum. Guði sé lof , eða Geir kannski. Það verður spennandi að smakka á þessu. Ég sem var orðin hundleið á Ingibjörgu Sólrúnu sé loks ljósið hennar á nýjan leik. Nú reynir þá á raunverulega hve klár pólitíkus hún er, þar sem semja þarf á tveim vígstöðvum. Við sundurleitann flokk sinn og svo Sjálfstæðisflokkinn alræmda. Blandaða Ísland, verður þá útkoman.

Manni stendur nú ekki alveg á sama um þessar tryllingslegu samsæriskenningar Guðna Ágústssonar, skemmtilega reyfarakennt allt saman. Gott að losna við þennan undarlega landbúnaðarráðherra úr stóli.

Mér hugnaðist alls ekki auglýsing Jóhannesar í Bónus og skil ekki enn þann dag í dag hvernig þeir feðgar hafa getað komist svona lagnt inn í þjóðarsálina. Ég meina ef þeir eru manneskjur hljóta þeir að vera breiskir og geta gert mistök eins og aðrir. Þeir knésettu Kolkrabbann eins og þeir ætluðu sér... eða hvað? Enn er barist á banaspjótum með alls kyns paranoju og samsæriskenningum. Hvað vilja þeir og vildu raunverulega áður en Baugsmálið kom upp? Var þeirra eina ambition að koma með lágt matvöruverð á Íslandi? Varla. Enda gæti þetta verð verið enn lægra og gæðin eru lítil.

Nú mætti halda að ég tilheyrði einhverju sérstöku liði í þessu máli. Það geri ég ekki. Þetta er einfaldlega mín skoðun. Mér hefur líka alltaf fundist undarlegt að meiga ekki tala illa um Baugsfeðga sums staðar, vegna þess að fólk hleypur upp til handa og fóta til að verja drengina. Ég hreinlega skil það ekki. Þetta er sams konar tilfinningamál fyrir fólk og með Kárahnjúkavirkjun. Þegar það var allt að byrja þá asnaðist maður til að hafa óvart skoðun á því , í heimsókn á Fáskrúðsfirði. Ég meina ég vissi ekki hvert fólkið ætlaði að fara.

Vonandi verður kynjakvótinn jafn í næstu ríkisstjórn. Það er ekki aðeins gott fyrir Ísland, heldur heiminn allann. YIN og YANG.

 

 


Rjómalöguð svik.

Þá er þessi uppskrift notuð eina ferðina enn, elduð og borin á borð. Ég ætla ekki að klára matinn minn.

Ef Geir H. Haarde ætlar að sniðganga lýðræðislegar niðurstöður kosninganna þá hlýtur hann að veikja sitt eigið traust og traust Sjálfstæðisflokksins.

Það ríkir traust á milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, segja þeir. Hvað með traust milli þjóðar og stjórnvalds? þarf ekki að ríkja traust þar á milli líka?

Við kjósendur erum eins og langveikir meðvirknisjúklingar. Hvern kjördaginn á fætur öðrum kviknar vonin um að fá hlustun, hafa áhrif, opna augu...  Valdafíkillinn hefur alltaf yfirhöndina.

Framsóknarmaddaman er fárveik orðin. Geir, hvernig getur þú farið heim með henni. Ertu algerlega kominn í skítinn?


Símakosning til Alþingis?

Eftir Risessuævintýri, bakaríisferð, boltaleik, bað og sólbað á pallinum, þá þurfum við Sunna að hraða okkur í Eurovision/Kosingapartýið í Kraganum.

Amma:" Jæja Sunna mín, nú þurfum við að dríf´okkur, ég á eftir að kjósa".

Sunna: (Undrandi) "Hvernig veistu hvaða símanúmer þú átt að hringja í"?

Amma: "Þetta eru alþingiskosningar, maður verður að fara á staðinn"

Sunna: ?

Á leiðinn inn í Ráðhús.

Sunna:  (Óþólinmóð)  Amma , HVAÐ ÆTLARÐU AÐ KJÓSA?

Amma: "Ég veit það nú ekki, elskan mín, ég er nú ekki alveg búin að ákveða mig"

Sunna:  "Kjóstu Frakkland"

Flóknar útskýringar um alþingiskosnigar og lista náðu ekki litlum eyrum, þegar við komum út í bíl aftur hafði ég lofað henni að upplýsa hvað ég kaus. Ekki stóð á forvitninni.

Sunna: "Jæja amma, hvað kaustu þá"?

Amma:  "Frakkalnd"

þar með var málið afgreitt að þessu sinni, en amma uppskar bjart bros og það dugði.

Eurovison og kosningapartýið var verulega skemmtilegt, eitthvað bæði fyrir börn og fullorðna. Auðvitað var fólk misánægt með úrslit kosninganna eins og gengur - Húsmóðirin á bænum andaði tíu sinnum ótt og títt á meðan xD blaðra eins gestanna fauk um garðinn.

Ég persónulega óska þess að Frasókn fari alls ekki í stjórn.

Annað var það ekki..


EUROVISION

Fyrst í stað hélt ég að Eiríkur myndi haf það. Svo þegar á leið þá var eiginlega ljóst að hann myndi það ekki. Mér fannst hann samt mjög folttur nátturúlega og enginn kjánhrollur þar. Komust Noregur og Danmörk ekki áfram heldur?

Austur Evrópu beat afneitun, eða skortur á einfaldri einlægni eins og Lihánar. Skiptir ekki máli. Eurovision er Eurovision og ég horfi á hana minnug þess hve við dóttir mín áttum skemmtileg fjölskyldukvöld saman með Eurou og (Fegurðarsamkeppninni) hér í den. Ekki orð um það meir. 

Hlakka enn til Laugardagsins.


Blogiddí, bloggiddí, blog og blái hanskinn.

Skemmtilegt innlegg Helgu Völu Helgadóttir um dulda ritstjórn Bláa hanskans á blogginu. Nokkrir hafa einmitt nefnt þessar tíðu villumeldingar sem þeir eru nú víst að vinna í að laga. Mér rennur í grun að dottið hafi inn í kollinn á fleirum svona í eina sek., að þeir hafi nú verið að skirfa eitthvað sem ekki má.

Núna er blog mbl fullt af spruðlandi pólitískum pistlum og verulega gamana að fylgjast með. Líf og fjör. Jónína Bjartmars bauð mér stefulýsingu síns flokks í Kringlunni í dag svo vart er tæpt niður fæti án vitundar.

Ég segi það hins vegar satt að ég er ennþá óákveðin, en er á hundarð að finna út hvar ég á heima. Þessi undarlega óákveðni í fyrsta skipti á ævinni, kemur líka til af því að persónulega eru mörg gömul gildi í endurskoðun. Gamli harði diskurinn er á útleið og því þarf að velja vel inn á þann nýja.Ekki svo að skilja að það meigi ekki henda út af honum lika síðar.

Til að vera alveg heiðarleg, þá myndi ég kjósa Ómar Ragnarsson, ef hann væri í mínu kjördæmi og það héngi ekkert fleira á spýtunni. Ég dái alltaf ástríðufulla hugsjónamenn. Steingrímur J. er í þeim hópi (og þar fór Samfylkingin). Ég get vel aðhyllst nokkur sjónarmið xS, en ekki öll. Er t.d. alger samstaða þar um virkjunarmálin? Ég er alls ekki óvilhöll undir allt hjá xD, sérstaklega eftir því sem árin líða. En get alls ekki unnt virkjanastefnunni. Hinir tveir flokkarnir eru ekki á dagskrá hér því þeir vill ég að þurrkist út. Það er þó á hreinu.

Góðir Íslendingar. Mér finnst Eiríkur Hauksson verulega sætur og hlakka til bæði Evróvision og kosningapartýsins sem í vændum er í hópi góðra vina. ... í Kraganum.

 

 

 

 


"The law of attraction" VIRKAR

Hm. Já Ég fékk sem sé stöðumælasekt.

Sagan er nú pínulítið fyndin.

Sl. Fimmtudagskvöld þá sat ég í fullum stóra sal Háskólabíós, sem tekur 1000 manns og horfði á "The Secret"

þar sem ég er frekar hrifnæm manneskja skynjaði ég ákveðin sannindi í myndinni og leyfði mér að setja inn athugasemd við færslu hér á blogginu.

Daginn eftir lét ég þau orð falla um Jón Ásgeir, að hann ætti að hlíta sínum dómi, eins og ég myndi hlíta minni stöðumælasekt.

Viti menn. Daginn þar á eftir hvar ég kem úr Hagkaup alsæl með appelsínugula pokann, er þá ekki þessi sakleysilega stöðumælasekt á rúðunni. Ekki hafði bílnum verið lagt ólöglega á Eiðistorgi, heldur hafði sektin beðið þarna í felum hálfan daginn. Hún var rituð í hádeginu, þar sem ég skaust  inn heima og hafði lagt bílnum á gangstéttina.

Blóðþrýstingurinn hækkaði nokkuð og ég hét því að una þessu ekki...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband