Færsluflokkur: Lífstíll
5.10.2007 | 10:42
Kæri borgarstjóri, þetta var nú ljóta klúðrið.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2007 | 20:46
Elsku mamma III: Húsmóðir hefnir sín.
Jæja mamma. Takk fyrir síðast. Þú varst sem sé búin að lesa bloggið og hafðir ekkert hringt. Hefndaraðgerðin kom mér í opna skjöldu sem sennilega kitlar enn innri hláturtaugar þínar. Innlit mitt í fyrrakvöld var einhvern veginn á þessa leið:
"Hún bar í hana smásteik og brúna sósu, með lúmskum viprum í kringum munnvikin. Eitthvað sérstakt eftirvæntingar og gleðiblik var yfir augunum. Móðurinni lá ekkert á, enda er mjög nauðsynlegt að þegar hefndaraðgerð er framkvæmd, sé tímasetningin rétt. Dóttirin átti sér einskis ills von og malaði gleðilega um gæði steikurinnar, síðustu Spaugstofu og færð á vegum. Móðirin beið. "Eigum við ekki að fá okkur köku og te á eftir matinn"? þú mátt kikja aðeins í blöðin þarna á sófaborðinu." Lestur um innstu leyndarmál Zetu Jones, virkaði vel, afslappandi og afar cosý í hægindastólnum. Móðirin: "Annars er hérna ein bók, sem ég tók á bókasafninu. Hún minnti mig eitthvað svo á þig, þ.e tillinn" Ræsking; " Ja, sko titillinn, þú fyrirgefur"
-HUGSJÓNADRUSLAN-
Já, það var sem sé titillinn á bókinni, sem minnti hana á mig. Hún er örugglega enn að hlægja.
Lífstíll | Breytt 3.10.2007 kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2007 | 15:21
Elsku mamma II, Með þökk fyrir gefandi hláturköst.
Það er samt þannnig, með hana mömmu að í hádramatík hennar felst svo dásamlegur húmor. Okkur systrum hefur oft dottið í hug að skrá sögurnar. Við grátum úr hlátri og það besta við allt saman er það að mamma getur grátið með okkur úr hlátri... yfir eigin fyndni.
Hér kemur ein "Mömmu-saga"
Hneyksli!
Kvöld nokkurt eigi alls fyrir löngu var ég stödd hjá Ragnheiði vinkonu minni, heilara og miðli uppi í Grafarvogi. Eftir góða máltíð sátum við yfir kertaljósi og vorum djúpt sokknar í umræðu um andleg málefni, tilgang lífsins og hvað maður gæti nú lært að hinum og þessum skakkaföllum lífsins. Þá hringir gsm í minni tösku. Ég svara.
Eins og rödd að handan, úr órafjarlægð eftir dúk og disk heyrist;
"Sigrún mín"
"Já þetta er ég" (Hélt sem snöggvast að ekki væri allt með felldu).
"Sástu þáttinn áðan"
" Nei, ég er í matarboði, hvað var það?
"Örlagadagurinn" (Með örlagaþrunginni áherlsu, lengst ofan úr maga). "Ég get sagt þér það, að þetta var sá yfirborðslegasti þáttur sem ég hef nokkurn tíma séð. Þekktir þú ekki hana xxx"
"Jú, ég man eftir henni"
"Veistu það Sigrún, þetta var hræðilegt, hræðilegt!!!
"Nú"
"Konan bókstaflega LJÓMAÐI AF HAMINGJU, þrátt fyrir öll þessi áföll sem yfir hana hafa dunið"
Þetta innslag kom eins og himnasending þarna við kertaljósið ég fékk óstöðvandi hláturkast. þegar ég gat losks útskýrt málið fyrir gestgjafanum stóð ekki á hláturtárunum. Allar okkar áhyggjur fuku út í veður og vind.
Já , sem sé takk enn og aftur mútter.
"Angles fly because they take it light"
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 16:31
Elsku mamma, það er "Allt í besta lagi"!
Hún mamma er haldin áhyggjufíkn. Ég er alveg með það á hreinu. Ekki það, að maður hafi ekki dottið í það með henni. Eftir löng og djúp samtöl um vini, vandamenn, þjóðfélagið og guð má vita hvað þá endum við símtalið, standandi á öndinni yfir þessu öllu saman. Þótt samtalið endi oftar en ekki á þessum orðum "Jæja, þetta hlýtur nú allt að fara vel", þá situr eftir tilfinningin um að allt sé að fara norður og niður.
Í gærkvöldi varð hins vegar snöggur endir á samtali sem annars byrjaði bara vel, þ.e. á jákvæðu spjalli. Þegar ég heyrði að nú myndi ballið byrja, ákvað ég að snúa til baka og taka ekki "áhyggjusopann". Mútta varð auðvitað svekkt og kvaddi snögglega. "Jæja, elskan mín , þú hefur það þá bara gott" og ekki örgrannt á því að raddblærinn bæri með sér... "þú ættir nú bara að skammast þín"...
Mig langar til að vita hvort það virkar að skipta um hugsun. Um daginn hitti ég kunningjakonu í bakaríinu... já það er aðalstaðurinn í dag. - Á milli þess sem við báðum um vínabrauð og karamelluköku, þá ræddum við - mátt bænarinnar - "Bænin virkar" ; sagði hún , "hún virkar vegna ENDURTEKNINGARINNAR". "Ef maður er búinn að eyða hálfir æfinni í það að endurtaka sífellt við sjálfan sig hvað allt sé ómögulegt, þá getur maður alveg eins endurtekið við sig að "allt sé í besta lagi".
Svo mútta, næst þegar við heyrumst í símann, þá tölum við bara um hvað allt sé frábært. Hvað þú eigir yndislegar dætur, sem eiga dásamlega mömmu, sem á undursamlega tengdasyni (fyrrverandi og núverandi), sem hafa gefið barnabörn, sem bæta heiminn sem... osfrv. Eða bara hvað Esjan sé falleg.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2007 | 22:34
Samúðarkveðjur til brottrækra á Siglufirði.
Mikið skildi ég vel konuna sem kom í fréttunum í kvöld og sagðist hafa skolfið á beinunum þegar hún brá sér á netið og uppgötvaði að heimili hennar var falt, án þess að hún hefði hugmynd um. Ég lenti í ámóta lífsreynslu fyrir örfáum árum, 2004 minnir mig.
Þá voru einhverjir Bjarnabófar að kaupa upp reitinn sem nú er kenndur við Samson. Maður einn, sjálfsagt löggidur fasteignasali hafði tekið að sér það hlutverk, fyrir sinn yfirmann - eiganda fasteignasölunnar - væntanlega, að hundelta íbúa og verslunareigendur á x-radíus... enda miklir fjármunir í húfi.
Það má segja að þessi maður hafi unnið sitt verk vel, því ekki gafst hann upp. Við bjuggum í nýuppgerðri íbúð þarna á svæðinu, með útsýni yfir sundin og bara búin að vera í c.a 1 ár. Fyrsta sameiginlega íbúðin og fallegt HEIMILI. Maður átti satt að segja ekki orð yfir þessu öllu saman og að endingu höfðu ÞEIR, sitt fram.
Maður var jú bara saklaus borgari, kominn í klærnar á ... hinum framsýnu.. hm, já. En þetta var ekki góð reynsla og ég vona sannarlega að þeim takist að finna góða lausn á þessari hústöku á S.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2007 | 23:32
"The lunatics have taken over the asylum" - skorpubrauð.?!- "aA"... og svo örlítið saffran
Ég er ein af þeim sem hef sérstaka þörf fyrir það að ræða um víg Kjartans Ólafssonar um leið og ég kaupi brauð dagsins í bakarínu MÍNU. Ég sakna ennþá daganna sem "vinkona" mín var að vinna þar, sem ég reyndar man ekki lengur hvað heitir, en var "úr íslenskri sveit" og talaði íðilfagurt íslenstk mál. Ég vissi sitt hvað um hennar prívatlíf eftir árs kynni þarna í bakaríinu. Um vonir hennar og þrár, kærastann og boðin hjá frænkum og frændum.
Dag einn var hún hætt og andrúmið í bakaríinu breyttist til muna.
"Góðan dag", með gleðilegu brosi. .. þÖGN . Stór spyrjandi augu. Hm! (Hvað skal til bragðs taka? - Bíddu ég kann ekki táknmál, oh vissi að ég hefði átt að læra það á sínum tíma. Myndi geta komið sér vel). Herði upp hugann. "Ég ætla að fá eitt skorpubrauð" QUAI? "One bread please- SKORPUBRAUÐ"! Reyni að vera skýrmælt og benda í leiðinni. Eftir dúk og disk og bendingar náðist brauðið, skorði í pokann. Laðgi ekki í að kaupa meira í þessari ferð, enda komin röð fyrir aftan og var ekki alveg tilbúin í actionary, semmorguns fyrir framan fjölda fólks.
Eftir nokkrar æfingar heima í að leika skorið skorpubrauð (+ 10 djúpar öndunaræfingar í jóganu), þá var maður auðvitað undirbúinn og tók þátt í leiknum. þessi útlenda afgreiðslustúlka hefur lagt það á sig að læra heiti vörunnar í bakaríinu á íslensku, er farin að brosa og nær auðvitað strax í mína brauðtegund þegar augu okkar mætast yfir borðið.
Ég held við séum ekkert endilega með sérlega rasistatendensa fremur en annað fólk í veröld hér.Þetta dæmi kom bara flatt upp á okkur og ég held að við venjumst þessu hundsbiti sem og öðrum. Ég er samt enn að spá í gamla fólkið, hvernig það bjargi sér í þessu.
Saffran-byltingin er mun alvarlegra mál og það er langt síðan ég hef fundið jafn sterklega fyrir tilfinningum í tengslum við fréttir og í þessu sérstæða máli. Myndirnar af þessu stóra hópi munka í saffranlitum kuflunum er svo hrikalega falleg og sterk. Maður skynjar kraftinn frá þeim. Hvort er þá sterkara afl, hinn sterki, þögli og fullkomni kærleikur eða yfirmáta græðgin og valdasýkin? Leiðir tíminn það í ljós nú á næstunni eða munu vogaskálarnar vera á sífelldri hreyfingu?
Þ
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2007 | 21:32
Miljarðamæringur / mæringar - óskast!
Jú nákvæmlega. í ljósi þeirra leiðindaumræðu sem undanfarið hefur blásið upp í garð þeirra íslendinga sem hefur tekist að galdra fram auð (peninga), svo um munar þá segir fyrirsögn á blogginu "Miljarðamæringur óskast í Grafarvog", einhvern vegin það sem segja þarf.
Við viljum þessa peninga. Okkur vantar þá. Það er svo skemmtilegt hverning við gerum kröfu til þeirra og finnst að við eigum að eiga þarna hlutdeild. Við viljum líka ráða í hvað þessir einstaklingar eyða sínu fé. Eru þetta raunverulega peningar sem við getum gert kröfu í , nema sá hluti þeirra sem fer til ríkisins i formi skatta.
Ég er ekki að tala um að það sé ekki í lagi að biðja um bakhjarl, þvert á móti um að gera. Heldur er það þessi hugsun um að sé einhver ríkur, þá verði hinn ósjálfrátt fátækari. Ég t.d. er hvorki fátækari né ríkari þrátt fyrir það að hópur einstaklinga hafi fundið formúlu sem virkar til að raka að sér fé.
Ég skemmti mér jafnvel með vinum mínum þótt aðrir skemmti sér í veislu sem þeim var boðið í annars staðar.
Ég skildi ekki alveg hvers vegna okkar annars ágæti frú Utanríkisráðherra, þurfti að vera að ræða um veisluhöld annarra í sinni ræðu núna. Væri ekki nær að einhenda sér í það að laga það sem aflaga er fyrir þá sem minna meiga sín. Er það þessu fólki beinlínis að kenna, sem gleðst saman og hefur efni á því, að sumir hér lifa undir fátækramörkum? Við höfum ríkisbatterí, sem amk. ennþá á að sjá til þess að laga þar til. Ef ríkið vantar peningana frá hinum ríku hví ekki að biðja bara um þá.
Stofna sjóð hér og sjóð þar osfrv.
Væri ekki nær að flykkjast að baki okkar afreksmanna, allra - styðja þá og styrkja í hvívetna. Ég meina til góðra verka. Mér finnst svolítið verið að búa til vandamál þarna í stað þess að sjá góðu hliðarnar og nýta þær.
Með milljóna kveðju og engu slefi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.9.2007 | 22:41
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur nýtt starfsár með barvúr"" (pistill fyrir byrjendur)
Sannarlegt tilefni til að segja frá. Það er gott að geta elskað mikið og vera fullur af slíkri elsku á venjulegu fimmtudagskvöldi, svona alveg út í bláinn. Nema, það að skreppa á "Sinfóníuna", sé ekki alveg út í bláinn. Hversdagslegt ætti það að vera, en samt ekki.
Dagskrá: Atli Heimir Sveinsson, Alla Turca og svo framvegis. - Húmor., frábærlega skemmtilegt.( Ef einhver heldur að klassík sé alvarleg - byrjið upp á nýtt.)
Fiðlukonsert nr.3 í G-dúr, k.216 (hvað sem það nú merkir). Höfundur; W.A. Mozart. (Ef þú villt vinna miljarð- Fyrir hvað stendur W.A.?) - Einleikari : Ari Þór Vilhjálmsson (f: 1981) - VÁ! það má loka augunum og hlusta með hjartanu. Takk Ari.
Starvinsky:, Vorblót:; Furðuleg framúrstefna - Kraftur á heljarþröm. Upplifun.
Já ég fer aftur, ekki spurning og hlakka til.
p.s. Munið, að sé ekki uppselt má kaupa miða klst. fyrir sýningu á kr. 1.4oo - á 4.efstu bekkjunum.
Ætti ekki að drepa neinn fyrir slíka andlega endurnæringu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 15:01
skemmtilegrir galdrar
Þetta líst mér vel á hjá þeim í Nornabúðinni. Það getur nú varla verið annað en saklaust að prufa sokkatætufælu. Er farin að vinna í listanum og fer með hann og innkaupakörfu upp á Vesturgötu, strax eftir vinnu.
Fávitafæla og angurgapi til höfuðs erfiðum samböndum og nágrannaerjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2007 | 00:22
Goran Bergovic - ég elska þig.
Á síðkvöldsferð um undur bloggheima, datt ég niður á síðu ErnuHlyns. Þar var linkur inn á YouTube og gaf að líta á myndband Goran Bergovic og Iggy Pop, á The deathcar. Engum blöðum um það að fletta ég er gersamlega kolfallin og búin að hlusta á öll lögin með meistara Goran og þar að auki besta úrval af Sígaunatónlist sem ég hef komist í hingað til. Orginal.
Afar skemmtileg ferð.
Verst að ég kann ekki að setja mjúsikið inn á síðuna.
En hér kemur mynd af þessum gullfallega manni í staðinn. (Gerir kannski ekki alveg sama gagn), nema höfðar til annarra skilnigarvita.
Þar sem ég missti því miður af tónleikunum hans hér heima, er ekkert annað að gera en elta mannin til útlanda.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)