Færsluflokkur: Lífstíll
1.11.2007 | 11:58
Söknuður.
Mér er sama hvað hver segir, ég sakna gamla borgarstjórnarmeirihlutans úr starfi. Hvað verður um "Grænu borgina" hans Gísla M og hvernig verður þetta með nýju skipulagstillöguna sem vann samkeppnina um Miðbæinn, þarna um daginn?...
Nú eru hættar að berast nýjar og skemmtilegar fréttir. ... stórbokkalegur vinsældaleikur í byrjun og svo búið.
Eru einhver þyngsli yfir þessari borgarstjórn?
Störf gamla meirihlutans einkenndust af jákvæðni og skemmtilegum tillögum, sem var verið að hrinda í framkvæmd.
Og hafið þið það.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 17:29
En ef hann hefði ekki átt konu?
Sá í gærkveldi viðtal við mann sem hafði lent í vinnuslysi og kvað hann farir sínar ekki sléttar, fjárhagslega og væri á framfæri konu sinnar.
Það er augljóst að pottur er brotinn í okkar tryggingakerfi og gætu vafalítið margir sagt sína sögu af því. Þegar slys ber að höndum, er það áfall fyrir alla fjölskylduna. Álagið eykst á alla, lífsmynstrið breystist og óvissa um framtíðina verður viðvarandi.
Þetta hef ég reynt sjálf sem maki.
Áfallatryggingasjóður, sá er ég heyrði fyrst minnst á þarna í fréttinni væri tvímælalaust stór bót. Það að létta byrðar fjölskyldunnar með þeim hætti er mannúðleg ráðstöfun. Sem betur fer er aðgengi að góðri endurhæfingu fyrir þann sem lendir í slysi þokkalegt, en aðstandendur mæta afgangi og etv. skilningsleysi.
Hjónabönd hafa ekki alltaf haldið það álag sem slys hefur í för með sér. Sé fjölskyldunni tryggðu fjárhagsleg afkoma í kjölfar þess, til 5 ára eins og mér skildist að væri á teikniborðinu, myndi það muna öllu. Hitt er svo annað hvernig fólk tekst á við andlegar afleiðingar áfallana, en kefið mætti a.m.k á einhvern hátt viðurkenna tilvist maka og barna, sem aðstandenda.
En ef þessi maður sem rætt var við hefði ekki átt konu, hvað þá?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007 | 15:41
Gildi hjúskaparlaganna.
Hjúskaparlögin nr.14 frá 1993 fjalla að stærstum hluta til um fjárskipti við skilnað eða adlát með vísan í skipta-,sifja-, og barnalög. Í upphafi hins almenna kafla laganna er drepið á því í örfáum setningum að hjón séu jafnrétthá í hjúskap sínu, beri jafnar skyldur gagnvart heimili og börnum,beri að sýna hvort öðru trúmennsku og hafi jafna framfærsluskyldu og vinnu á heimili.
Engin viðurlög eru þó við því að bjróta lögin. Annað hjóna hefur þó rétt til þess að fara fram á lögskilnað strax (í stað skilnaðar að borði og sæng í sex mánuði ), finnist því á sér brotið skv. hinum almenna kafla. Gildir einu hvað um ræðir, framhjáhald,ofbeldi, brot á framfærsluskyldu, eða brot á ofangreindu ákvæði um vinnu á heimili. Þegar til skilnaðar kemur þarf að skipta búi hjóna og skiptir þá engu það sem á undan er gengið. Þeir kaflar laganna sem þá koma til álita varað einungis beinar fjárhagslegar eignir og skuldir auk forræðis barna.
Gildi laganna er því fyrst og fremst fjárhagslegs eðlis (auk varngla um hverjir megi giftast og hver megi annast vígsluna).
Ég hef meiri áhyggjur af því hvernig innviðir hjónabands eru og hvort samfélagið með lögum tryggi þeim sem órétti eru beyttir innan hjónabands nokkra uppreisn æru. Ef svo er ekki til hvers eru þá lögin?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 20:54
Siðferði að ofan eðan neðan?
Í kvöld sátu Illugi Gunnarsson og Kolbrún Halldórsdóttir sitt hvoru megin við Svanhildi Hólm og lýstu skoðun sinni á þeirri tillögu, að opinberir starfsmenn undirrituðu yfirlýsingu þess efnis að á ferðum sínum erlendis myndu þeir vera landi sínu til sóma og ekki kaupa kynlífsþjónustu, þannig styðji þeir ekki við kylífsiðnaðinn á heimsvísu.
Kolbrún er flytjandi tillögunnar og endurómar þau viðhorf sem virðast uppi á pallborði í alþjóðasamvinnu. Illugi telur að siðferðið eigi að koma innan frá en ekki að ofan. Gott samfélag sé þess eðlis að hver og einn verði að gera upp við sína samvisku hvernig hann kemur siðlega fram.
Umræða sem þessi er ákaflega þörf fyrir okkar samfélag tel ég. Þetta debat Kolbrúnar og Illuga kristallaði einungis þeirra pólitíska kíki. Forræðishyggja eða ekki forræðishyggja.
Hvaðan kemur okkar siðferðiskennd, fyrst og fremst? Úr uppeldinu eingöngu eða hafa reglur "að ofan" eitthvað með það að gera hvað okkur er kennt að sér rétt? Hverjir setja lög og reglur og hvers vegna? osfrv. osfrv.
Ég teldi í þessu tilfelli ekkert athugavert við það að hafa "protocol" og væri þá tilgangurinn sá að sýna almenna samstöðu sem flestra ríkja í barátttu gegn þeim glæpum og niðurlægjingu sem felst í kynlífsiðnaðinum öllum. Hvað finnst konum í Sjálfstæðisflokknum um þetta?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 22:47
"Tíu litlir negrastrákar"
Móðir mín getur þá andað léttar. Bókin um tíu litla negrastráka er endurútgefin. -
Hún systurdóttir mín átti sinn fyrsta dag á leikskólanum í síðustu viku. Svo vill til að deildinni með henni er íðilfagur ungur sveinn, dökkur á brún og brá.
Þegar mamma varð þess vör varð henni að orði. "Almáttugur, þá getur maður ekki sungið "Tíu litlir negrastrákar lengur".
Nú er lag.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2007 | 21:27
Dagur með fimm fiska...
Ég verð að viðurkenna að mér finnst þessi ofurgóðmennska nýja borgarstjórans hálf hjákátleg. Fyrr má nú rota en dauðrota. Ekki það að hinir lægst launuðu borgarstarfsmenn þurfi ekki á mikilli búbót að halda og manna þurfi grunn- og leikskóla. Um hvað snýst þessi konfektmoladreyfing eignlega? Klapp á bakið?
Umræddur vandi er uppsafnaður til margra ára og hefur farið versnandi en hann safnaðist ekki upp einungis sl. 17 mánuðui. Einhver vinna hlýtur að hafa verið í gangi til ná að leysa vandann til lengri tíma.
Dagur í guðanna bænum, viltu hætta að ganga um bæinn eins og Jesú Kristur endurborinn.
Mér fannst ég heyra í viðtali að þú færir ekki út í búð án þess að eiga fyrir því, en nú er búið að töfra kredidkort borgarsjóðs upp úr rassvasanum.
Sígandi lukka er best.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 10:12
Þjóðin er eins og Ragnar Reykás.
Allt í einu eru allir farnir að bugta sig og beygja fyrir útrásinni og peningamönnunum ógurlegu, sem fyrir stuttu síðan voru aðal vá hins íslenska samfélags. Í valinn fellur eldri borgari, embættismaður til tuga ára, sem hefur ekki áttað sig á hinu nýja samfélgasmynstri fremur en margir aðrir.
Um þetta bar Kastljósþáttur gærkvöldsins glöggt vitni. Spyrillinn réðst af tískulegri spurningahörku á stjórnmálamanninn, en þorði ekki í peningamanninn og bar augljóslega fyrir honum óttablandna virðingu, eins og 90% þjóðarinnar. Glitnisgæinn ungi, sem einu sinni var "auðvaldið" og var í hópi þeirra - skv. almannarómi- sem báru ábyrgð á háum vöxtum og alls konar ótilgreindu "sukki bankanna", er nú hinn íslenski gulldrengur í orkuútrásinni.
Í hinu nýja samfélagsmynstri gilda engar sérstakar reglur fyrir þá sem hafa viðskiptavitið, aðrar en að hámarka gróða , sama hvað er undir. Í gamla mynstrinu, því sem pólitíkusar hafa þurft og þurfa að fara eftir gilda reglur og guð hjálpi þeim sem verður á.
Umræðan er bæði þörf og góð, en aðgát skal höfð... þegar múgæsing tekur völdin er einhver grýttur og kannski bara sá sem best liggur við höggi í hita leiksins.
Sem forsvarsmaður REI, neyðist nú Bjarni Ármann til að gera "greinagerð" i.e. gera grein fyrir máli sínu, en það virðist vera alveg nýtt fyrir hann. Amk., sagðist hann aldrei hafa lent í því áður. Var ekki þessi umdeildi samningur á ensku kynntur fyrir fjárfestum erlendis, daginn eftir að hann var undirritaður. Þess vegna þurfti að hraða málinu. Nú er allt komið í uppnám og málið farið að skaða útrás íslenskrar orku.
Hefðu ekki allir þurft að vanda sig betur, ekki bara Vilhjálmur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2007 | 13:44
"Læknir án landamæra" - "hægri,tvist,snú...
"Hvað er þetta með þennan mann þarna, þennan lækni. Ætti hann ekki bara að fara vinna sem "Læknir án landamæra" og snúa sér að því sem hann er menntaður til. Hvað er þetta eiginlega." Var hið dásamlega "comic reliev" móður minnar í háalvarlegri og dramatískri umræðu sl. daga. Loksins gat maður hlegið.
Ég held að að sé ekkert ofsögum sagt að margir óbreyttir borgarar hafi raunverulega fundið til, sem áhorfendur að þessum hildarleik öllum. Mér fannst fjölmiðlar ekki geta rönd við reyst heldur og vera jafn ráðvilltir og allir aðrir. Óskaði þess á einhverjum tímapunkti að þeir tækju sig til og reyndu að róa ástandið frekar en taka á ruglingslegan hátt þátt í múgæsingnum. Fannst þó Katljós standa sig betur en Ísland í dag.
Pabbi sagði strax í upphafi að þarna væru að takast á peningaöflin í landinu og ekkert annað. Hér væru á ferð átök milli hins nýkrýnda Kolkrabba og hins gamla og fallna Kolkrabba. Honum fannst undarlegt að Júlíus Vífill skyldi vilja selja hlut OR, en taldi víst að þar væru kaupendur einstaklingar sem tilheyrðu gamla kolkrabbaveldinu. Nú kemur í ljós að Sjálfstæðismenn telja að Björn Ingi sé að verja hagsmuni eiganda hlutafjár í nýju samsteypunni, sem tengist Framsóknarflokknum.
Hvar er Agnes Bragadóttir. Getur hún ekki farið að kafa í þetta?
Ég mun sakna þess að fá ekki að fylgjast með hinu geðþekka unga fólki sem fyllti meirihluta borgarstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Mér fannst þau öll bera af sér góðan þokka í hvívetna með gott og jákvætt yfirbragð og alls ekkert slæmar hugmyndir.
Nú hefst sem sé aftur tímabil togarasjómennskuandans með uppbrettar ermar og allt það. Svandís mun samt hugsanlega falla frá málsókn sinni og eftir allt saman er allt breytt en samt óbreytt.
What´s the point?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2007 | 20:14
Tökum Villa í sátt. - semjum frið.
Það er óþarfi að taka borgarstjóra af lífi, þrátt fyrir ákveðin mistök. Þegar ofsóknirnar fara að verða of grimmilegar missa þær marks. Það er líka ósmekklegt að horfa á andstæðingana baða sig of lengi í vinsældarljósi vegna sinna sterku viðbragða við gerðum annarra.
Við sem erum friðelskandi fólk og sannanlega á móti óeirðum og stríði hvers konar, verðum þá að sýna það sjálf að við séum manneskjur til að leysa málin friðsamlega.
HUGSUM OKKUR FRIÐ!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2007 | 10:20
"Hjálpum þeim" ! Global energy aid. GEA.
Úff, þeir stálu þá Orkuveitunni til hjálparstarfs. Það hlaut að liggja eitthvað göfugt að baki þessu. Manni létti auðvitað mjög í lok viðtalsins við Bjarna Ármanns hjá henni Evu í gærkvöldi... Enginn ávinningur fyrir íslenskt samfélag...en við getum huggað okkur við að vera nú allt í einu óforvarendis farin að taka þátt í uppbyggingu orkuveitu fyrir Afríku. Gott og vel. Mig langar þá að vita hvaða verkefni nákvæmlega - en það má ekki segja. Er það?
Robin Hood energies RHE, gæti nýja projectið einnig heitið.
Eins og það hefur verið gaman að fylgjast með þessum afreksmönnum öllum belgjast út og þeysast um víðan völl þá er þetta farið að minna á ofvirkni og fíkilshegðum. Engar reglur og rammar halda.
Þarf ekki að fara að kenna viðskiptasiðferði í barnaskóla. Taka bara á þessu starx. Eru það kannski bara alltaf þessir óþekku sem ná lengst fyrir rest. Maður er bara svo aldeilis hissa, svo er verið að taka hart á einhverjum lásý búðaþjófum frá útlöndum... Nei ég segi nú bara svona. Það er auðvitað ekki sama þjófnaður og ÞJÓFNAÐUR.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)