Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur nýtt starfsár með barvúr"" (pistill fyrir byrjendur)

Sannarlegt tilefni til að segja frá. Það er gott að geta elskað mikið og vera fullur af slíkri elsku á venjulegu fimmtudagskvöldi, svona alveg út í bláinn.  Nema, það að skreppa á "Sinfóníuna", sé ekki alveg út í bláinn. Hversdagslegt ætti það að vera, en samt ekki.

Dagskrá: Atli Heimir Sveinsson, Alla Turca og svo framvegis. - Húmor., frábærlega skemmtilegt.( Ef einhver heldur að klassík sé alvarleg - byrjið upp á nýtt.)

Fiðlukonsert nr.3 í G-dúr, k.216 (hvað sem það nú merkir). Höfundur; W.A. Mozart. (Ef þú villt vinna miljarð- Fyrir hvað stendur W.A.?) - Einleikari :  Ari Þór Vilhjálmsson (f: 1981) - VÁ! það má loka augunum og hlusta með hjartanu. Takk Ari.

Starvinsky:, Vorblót:; Furðuleg framúrstefna - Kraftur á heljarþröm. Upplifun.

Já ég fer aftur, ekki spurning og hlakka til.

p.s. Munið, að sé ekki uppselt má kaupa miða klst. fyrir sýningu á kr. 1.4oo - á 4.efstu bekkjunum.

Ætti ekki að drepa neinn fyrir slíka andlega endurnæringu.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband