Það sem aðrir leggja í púkkið á lífsleiðinni.

Í Frumkvöðlanáminu á Keili kynntist ég mörgu góðu og kláru fólki. Meðal þeirra var landsþekkt kona sem hefur lagt sitt lóð á vogaskálarnar hvað varðar táknmálið. Hún vill gera táknmálinu jafnhátt undir höfði og hinu talaða máli.

Hún er ein af þeim manneskjum sem hefur lagt í mitt lífsleiðarpúkk. Sannarlega hefði ég ekki skilið hennar heim nema vegna þessara góðu kynna.

Við eigum svo mikið af flottu hugsjónafólki sem passar upp á sitt og lætur vel í sér heyra þessa dagana.

Það hlýtur að vera meigregla að staldra við og hlusta.

Margar góðar hugmydir hvað varðar bættar undirstöður okkar, í tengslum við frumvarp að nýrri stjórnarskrá ,hef ég hlýtt á undanfarna daga í útvarpinu.

Ein er sú, að leggja tvær stjórnarskrár fyrir þjóðina til atkvæða.

Aðra þá sem stjórnlagaþing hefur samþykkt og hina þá sömu með breytingum sem Alþingi hefur  lagt til við sína yfirferð.

Ætli við nennum öllum þessum kosningum..... já vonandi.

Enda virðist það sýnt, að vægi þjóðaratkvæðagreiðslan verður aukið í drögum að nýrri strjónarskrá frá stjórnlagaþingi, ef marka má vilja meirihluta frambjóðenda.

Svo við þurfum að fara að setja okkur í tíðari kosningastelligar...

Önnur hugmynd var líka mjög skemmtileg, en það er að hafa Þjóðfund árlega til að taka púlsinn og veita aðhald ... og það á Þingvöllum.  Tek heilshugar undir þessa tillögu.

Einn frambjóðenda er búinn að gera drög að upphafskafla nýrrar stjórnarskrár... sem byrjar þá svona.... "Við íslendingar..... (gott og vel, það er spurning...

Annar hefur sagt þá sem vinni fyrir þjóðina ættu að skilgreina sig sem "Þjóna þjóðarinnar...  gott til að ná auðmýktinni inn í hugsanaferlið.

Ég vildi enn óska þess, að á þinginu komandi gæti virkilega skapast nýtt umræðuform.

Það þarf persónulegan þroska til að taka þátt í lýðræðislegri rökræðu...

Það er kallað á "eitthvað nýtt"... Nýtt Ísland. 

Allar raunverulegar breytingar koma innan frá, hjá hverri einstakri manneskju... 

Eigi þingið að verða raunverulegt upphaf að "einhverju nýju" ... og betra auðvitað, þá er ég sannfærð um að það gerist ekki nema þingið sýni í verki að það sé tilbúið til að , 

vinna samkvæmt þeim gildum sem við (skv. þjóðfundi viljum hafa) og skapa raunverulegt fordæmi fyrir þessu nýja.

Þannig (og eiginlega bara þannig finnst mér) getur það lagt í púkkið .... eitthvað sem hreyfir við.

St. Paul.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband