"Buy me photograps and souvenirs" - Krummi...

"Fly the ocean on a siverplain, watch the jungle when its wet wit rain, but remember till you are home again, you belong to me..."  Hljómaði aftur og aftur undir pílagrímsför minni til að sjá foss, þetta sumar eins og önnur undanfarin sumur. það að standa við foss og skynja náttúrlegan kraftinn inni í miðju íslenska sumrinu er lífsnauðsyn.

Bjöggi og Sinfó lá í framsætinu síðan í brúðkaupinu um daginn og rann í spilarann. Þingvellir eins fagrir og þeir geta verið í hvílíkt glapandi sólinni...og Öxarárfoss þarna var hann á sínum stað. Ég klifraði léttilega upp stíginn ... í strigaskónum sem ég keypti fyrir brúðkaupið og hlakkaði til. En komin upp á klettabrúnina undirbúin undir hrifningarölduna ,sem alltaf hefur hríslast um hverja frumu var ekki örgrannt um að vonbrigðaalda kæmi í staðinn. Hvað er þetta þá bara smá spræna eftir allt saman.  "Þetta er aldurinn", hugsaði ég. "Allt verður einhvern vegin minna en mann minnti.... ár frá ári" Til að fá "kikkið" ákvað ég að fara eins nálægt vatnsfallinu og hægt var. Jú, það var eitthvað þarna ennþá. Gott að finna óttann við kraftinn...aftur...

ÖXARÁRFOSS  Það glitraði sérstaklega fallega á alla smámyntina í peningagjá. Það var líka messa í kirkjunni. Hvað skyldi annars vera mikið af peningum í gjánni? Mér var hugsað til föður ömmu minnar við kirkjuna. Hún var ein af þessu "gamla" fólki, í uppeldinu, sem kenndi góða siði og þjóðarstolt. Einhvern vegin hugsa ég alltaf til hennar þegar ég kem til Þingvalla og finn að það sem hún kenndi hefur setið eftir.

Frá Þingvöllum lá leiðin til Selfoss ... áfram yfir Þjórsána ... gegnum Hellu og Hvolsvöll... að Seljarlandsfossi. Rósin... hljómaði hjá Bjögga... "kristaltærir daggardropar... féllu á rósarblöðin sem bjuggu undir "háu hamrabelti... karlakór , Sinfó, Vestmannaeyjar eins og sjónhverfing í landslaginu.

Svei mér þá , ég elska þetta land.

Seljaladsfoss sveik ekki nú fremur en endranær. Þar sem ég lá í grasinu og horfði á bununa, þá datt mér í hug hvort fossaárátta gæti verið verkefni fyrir sálfræðinga, eða etv. í mínu tilviki fyrir sálgreini sem fylgdi Freud. Hvers vegna þykir mér Seljalandsfoss svona mikið æði. Einföld , bein buna. Gullfoss er allt of flókinn einhvern veginn og hrikalegur. Ég hreinlega get varla staðið þar án þess að fara að skjálfa í hnjánum.

seljal5 

Það var á leiðinni austur, sem ég heyrði fyrst "YOU BELONG TO ME" þarna á diskinu. Ég veit ekki hvað oft lagið fékk að rúlla, en það rúllar enn og ég græt enn þegar ég heyri...

Hvað er það eiginlega við sum lög/texta ,sem snertir manns innstu hjartans strengi? Lag/texti og flutningur á "You belong to me" bætist hér með í uppáhaldið og fylgir fast á hæla ljóðsins "Ferðalok" eftir Jónas Hallgrímsson. (þeir hefðu örugglega náð saman Dylan og hann).

Bestu þakkir: Elísa, fyrir að neyða mig til að kaupa strigaskó og Krummi fyrir hrifnæman flutning á tónlist.

og... þeir sem eiga myndirna sem skreyta hér...

BrekkuskogurJUN07 074

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband