22.9.2007 | 21:32
Miljarðamæringur / mæringar - óskast!
Jú nákvæmlega. í ljósi þeirra leiðindaumræðu sem undanfarið hefur blásið upp í garð þeirra íslendinga sem hefur tekist að galdra fram auð (peninga), svo um munar þá segir fyrirsögn á blogginu "Miljarðamæringur óskast í Grafarvog", einhvern vegin það sem segja þarf.
Við viljum þessa peninga. Okkur vantar þá. Það er svo skemmtilegt hverning við gerum kröfu til þeirra og finnst að við eigum að eiga þarna hlutdeild. Við viljum líka ráða í hvað þessir einstaklingar eyða sínu fé. Eru þetta raunverulega peningar sem við getum gert kröfu í , nema sá hluti þeirra sem fer til ríkisins i formi skatta.
Ég er ekki að tala um að það sé ekki í lagi að biðja um bakhjarl, þvert á móti um að gera. Heldur er það þessi hugsun um að sé einhver ríkur, þá verði hinn ósjálfrátt fátækari. Ég t.d. er hvorki fátækari né ríkari þrátt fyrir það að hópur einstaklinga hafi fundið formúlu sem virkar til að raka að sér fé.
Ég skemmti mér jafnvel með vinum mínum þótt aðrir skemmti sér í veislu sem þeim var boðið í annars staðar.
Ég skildi ekki alveg hvers vegna okkar annars ágæti frú Utanríkisráðherra, þurfti að vera að ræða um veisluhöld annarra í sinni ræðu núna. Væri ekki nær að einhenda sér í það að laga það sem aflaga er fyrir þá sem minna meiga sín. Er það þessu fólki beinlínis að kenna, sem gleðst saman og hefur efni á því, að sumir hér lifa undir fátækramörkum? Við höfum ríkisbatterí, sem amk. ennþá á að sjá til þess að laga þar til. Ef ríkið vantar peningana frá hinum ríku hví ekki að biðja bara um þá.
Stofna sjóð hér og sjóð þar osfrv.
Væri ekki nær að flykkjast að baki okkar afreksmanna, allra - styðja þá og styrkja í hvívetna. Ég meina til góðra verka. Mér finnst svolítið verið að búa til vandamál þarna í stað þess að sjá góðu hliðarnar og nýta þær.
Með milljóna kveðju og engu slefi.
Athugasemdir
Hvernig tapar einn ef annar græðir. Misskipting hefur alltaf verið og reyndar þá er öllum frjálst að græða, þér og mér líka. Ég er satt að segja bara svo undrandi á þessum viðbrögðum. Peningar geta látið gott af sér leiða (eins og illt) NOTA BENE ÞÁ , þurfa hryðjuverkamenn peninga líka.
Sigrún Vala Valgeirsdóttir, 22.9.2007 kl. 22:25
Mér sýnist þú vera bálreiður Sveinn. Hvers vegna er ekki hægt að haf atvinnu af því að selja pappírssnepla? Er það eitthvað verri vinna en önnur. Er sem sé eina vinnan sú að moka skurð? Við erum að tala um skilgreiningar á hugtökum. Hver er fátækur og hvers vegna og hver á að sjá honum fyrir lifbrauði? Ertu að tala um að hinir ríku eigi að banka upp á hjá "fátæklingunum" og bjóða þeim pening? það væri reyndar áhugavert tilraunaverkefni.
Sigrún Vala Valgeirsdóttir, 22.9.2007 kl. 22:44
Kæri Sveinn. Þetta verður mín lokafærsla í tengslum við athugasemdir að þessu sinni. Ég sé reyndar ekki þessa bloggfærslu mína á mblblogg og er búin að senda þeim fyrirspurn. Kannski ert þú eini maðurinn sem hefur lesið þetta. Ég er innilega sammála um vextina. Ég hef let í því einnig. En mér er sama hvað hver segir. Með engu móti get ég kennt þessu fólki um. Ég skrifaði sjálf undir lánið og er verulega svekkt yfir vaxahækkuninni. Hér er stærra samhengi í gangi. Alla tíð hef ég unnið fyrir mínu. Ekki misskilja, en það gerir það ekki sjálfsagt að ég þurfi að finna blóraböggul. Mér finnst verulega gaman að fylgjast með fólki sem gengur vel. Jákvæð hugsun hefur mun meiri kraft heldur en neikvæð. Ég held að allir ættu að prófa. Gott dóp, sem kostar ekki neitt. Með kærri kveðju. Sigrún Vala Valgeirsdóttir. ... sem vonast til að blogg síðan komist í lag.
Sigrún Vala Valgeirsdóttir, 23.9.2007 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.