Jón SIGURÐSSON forseti,sveik hjá Spaugstofunni sl. laugardag en í staðinn kemur Gunnar SIGURÐSSON leikari og fer á kostum.

Ég vil hrósa fyrrum félaga mínum úr Leikfélaginu "Leyndir Draumar", fyrir framgöngu hans á Borgarafundi í Háskólabíói í kvöld. (Þetta litla sem ég komst yfir að sjá). það er undursamlegt að sjá að heilbrigð og góð lýðræðiskennd er enn á meðal vor enda er Ísland eitt elsta lýðræðisríki heims.

Hlustun er eitt og "athyglisýki" annað (orð sem Gunnar notaði um sjálfan sig). Gunnar hefur heyrt,hann stendur í stafni og býr til vettvang fyrir aðra til að tjá sig (ásamt fleirum). Það eitt sýnir leiðtogahæfileika. Mér finnst þetta frábært framtak.

Persónulega finnst mér kosningar núna óráðsía, en það er annað mál. Einum finnst þetta og hinum finnst annað. Það er þó alveg nauðsynlegt að fá að tjá sína skoðun, hver sem hún er svo framarlega að það sé gert af heilindum. Lýðræði og ofbeldi eru sitt hvað. Eg kýs lýðræði og málamiðlun. Fyrir mér er það heilbrigðasta fyrirkomulagið. Málamiðlun og millivegur WIN,WIN...

Þjóðin er í sárum það er augljóst. Þeir sem ráða og ekki ráða, sem voru auðugir og ekki auðugir, sem voru aldrei neitt, þeir sem etv. sviku, þeir sem blæða, þeir sem tóku ekki þátt... osfrv. ... hver er besta leiðin?

Bjóði einhver flokkur Gunnari til liðs við sig, mæli ég eindreigið með honum. Frumkvæði er honum í blóð borðið, einlægni og greinileg vilji til góðra verka , svo getur hann hrifið með sér fólk sem er kostur hvers stjórnmálamanns.

Fyrst og fremst. Lifi heilbrigt lýðræðissamfélag. (Jón Sig. forseti má vera með).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er sammála áliti þínu á Gunnari leikstjóra og sé hann fyrir mér sem góðan fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi. Margrét P. er magnaður pólitíkus og róttæk í góðum skilningi,-á að vera þar líka. Kosningar eiga auðvitað að fara fram áður en moðhausarnir fara að marka stefnu til framtíðar með valdníðslu, þjóðníðslu og landníðslu.

Það þarf að finna lýðræðinu virkari farveg og þar með verður að vera hægt að losna við meirihlutastjórn ef hún misbeitir umboði sínu. Það má auðveldlega finna þeirri ályktun stað að við þessar aðstæður hafi Alþingi ekki lengur það umboð sem þjóðin gaf, því þessar aðstæður breyta öllum forsendum.

Þær uggvænlegu aðstæður sem upp komu svo skyndilega eru í mörgum skilningi afleiðing og skipbrot þeirrar pólitísku stefnu sem sem meirihluti þjóðarinnar hafði samþykkt í síðustu Alþingiskosningum. 

Árni Gunnarsson, 25.11.2008 kl. 00:13

2 Smámynd: Sigrún Vala Valgeirsdóttir

Sæll Árni og þakka þér þína góðu athugasemd. Auðvitað verður kosið á endanum, þannig er það alltaf sem betur fer. Ég sé hins vegar ekki hvernig kosningar ákkúrat núna myndu leysa vandann nema til friðþægingar. Sömu flokkar í boði og ekkert garantí fyrir breytingu. Væri ekki ráð að þetta ágæta fólk sem nú hefur tekið lýðræðislegt frumkvæði tæki sig saman og undirbyggi stofnun nýs stjórnmálaafls.Það getur nú tekið smá tíma að undirbúa slíkt, og vera svo tilbúið í næsta slag. Það þýðir ekki að gala bara á torgum (Þótt það sé ágætt líka). Ef fólk vill eitthvað nýtt, þá þarf það að vera í boði og örugglega betra en það gamla. Mér finnst ekki nóg að segja bara hverjum maður treystir ekki, heldur vill ég þá sjá þetta nýja... og vita hvers vegna ég ætti að treysta því betur. Við vitum öll að þegar argasta hugsjónafólk er komið inn í stjórnunarstöður þá breytist margt. Stjórnsýsla og utnaríkissamskipti eru háð miklu regluverki, sem einmitt kerfst yfirlegu,þekkingar og tíma til að breyta svo betur fari.

Sigrún Vala Valgeirsdóttir, 25.11.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband