22.10.2008 | 19:58
Burt með Sigmar úr Kastljósinu!!!
Er þetta til að bæta ástandið? Kastljósið er búið að vera ömurlegt upp á síðkastið. Hvers vegna þarf að ráðast á manninn svona, sem hefur unnið dag og nótt og gert það vel. Skítamórall. OJ.
22.10.2008 | 19:58
Er þetta til að bæta ástandið? Kastljósið er búið að vera ömurlegt upp á síðkastið. Hvers vegna þarf að ráðast á manninn svona, sem hefur unnið dag og nótt og gert það vel. Skítamórall. OJ.
Athugasemdir
Sigmar stóð sig mjög vel og við erum heppin að hafa svona menn sem þora að standa uppi í hárinu á hrokagikkjum eins og Geir H Haarde.
Aðalbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:03
Þú fyrigefur mér það ,,að vera ekki sammála þér.........
Res (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:04
Sigmar er hetja dagsins ! Gat forsætisráðherra svarað því hvernig bönkunum var leyft að vaxa svona ?
Helga (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:06
Geir Haarde er ekki hrokagiggur að mínu mati. Hann hefur staðið sig mjög vel og er sannur í því sem hann er að gera. Ég hef sagt það áður að þá að gefa þessum mönnum frið til að vinna. Þessi árás Sigmars er engu betri en árásir utan úr heimi. Er ekki verið að tala um að standa saman. Mér finnst þessi sýndarmennska fjölmiðlafólks í Kastljósinu aumkunnarverð.
sigrun vala valgeirsdottir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:06
Sigmar spurði spurninga. Það er vinnan hans. Kominn tími til að fjölmiðalfólk spyrji spurninga, jafnvel þó hrokafullum pólitíkusum mislíki.
Jóhann (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:06
Hver getur svarað því hvernig bönkunum var leyft að vaxa svona? Voru þeir ekki að reyna að kljúfa Landsbankann frá ... hér eru margir samverkandi þættir í stöðunni og ef það þarf að hengja einhvern ákkúrat núna erum við komin á fornaldarstig. Þá var bara einhver hálshöggvinn og málið leyst. Öllum leið betur.
p.s. sé að ég hef breytt orðinu hrokagikkur í hrokagigg. vonandi gott gigg það.
Fyrirgef fyrirfram öllum sem eru ósammála. Þið getið bara hengt mig. Þá er það búið. Tek að mér að vera sek.
sigrun vala valgeirsdottir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:10
Æ,Æ,aumingja Geir að vera krafinn svara við spurningum sem brenna á meirihluta landsmanna,nema kannski ofsatrúaðra frjálshyggjumanna.
Óskar Aðalgeir Óskarsson, 22.10.2008 kl. 20:12
Það er alveg ljóst að Sigmar stóð sig vel og það er ekkert athugavert við það að pressa eftir svörum vegna þessara mála, Geir hefur séð það svartara en þetta viðtal, en hvað snýr að athugasemd Aðalbjargar þá veður hún í villu og svima með það að Geir sé hrokagikkur.
Pétur Steinn Sigurðsson, 22.10.2008 kl. 20:12
Sigmar stóð sig MJÖG vel
Hólmdís Hjartardóttir, 22.10.2008 kl. 20:13
Já byrjar þetta raus um að kominn sé tími til að fjölmiðlamenn spyrji spurning. Ætlum við enn að slefa yfir því sem betra er í útlöndum. P.s. sjá hvernig þeir þarna úti spyrja. Þeir eru sérhæfðir í því að leggja menn og lönd.... í einelti. Viljum við vera eins, eða er komin tími til að við finnum okkar eigin stíl. Mér finnst betra á þessum tímum að fjölmiðlar efni til samstöðu og gefi þeim sem eru þó að vinna sína vinnu af heiðarleika amk. núna. frið og hætti að þykjast vera eitthvað. Hvaða tilgangi þjónar það nema að geta stært sig af því að spyrja spurninga?
sigrun vala valgeirsdottir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:14
Já, ef fólki finnst vera kominn tími til að finna einhvern sökudólg í miðri vörn Geirs og félaga, þá ættu þeir að horfa til viðskiptaráðherra og fjármálaeftirlitsins. Aðvaranir fengu þau sem eru núna í ríkisstjórninni, þýðir ekki að horfa einungis á Geir. Þetta er grunnregla í allri hagfræði "Að vaxa ekki of hratt" og geta síðan ekki haldið áfram að fjármagna vöxtinn eða staðið undir afborgunum.
Hvernig "bankaeigendurnir" fóru með það traust sem þeim var sýnt, ætti að rassskella þá opinberlega.
Soffía (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:21
Sigmar stóð sig vel - enda búinn að liggja undir ámæli að hafa ekki spurt DO alla leið sem hann hafði tækifæri til og jafnvel haft tækifæri til að leiðrétta misskilning.
Geir stóð sig enn betur og svaraði öllum spurningum, mörgum sem hafa brunnið á okkur almúganum. Hann er allavega ekki hrokagikkur. Ég fékk svör og er enn ákveðnari í að gefa honum og hans fólki tækifæri á að rétta litla Ísland af, hefur staðið sig eins og hetja.
Vonandi verður skoðaður hlutur auðmannanna í þessum málum og að við, börn okkar og barnabörn þurfum ekki að borga fyrir Björgúlfsfeðga í Bretlandi, refurinn Bjarni Ármanns komist ekki á brunaútsölur á Íslandi og Jón Ásgeir komist ekki upp með að vera svona veruleikafirrtur og sakleysislegur. Nokkuð víst að hann kom víða við.
Svo getur vel verið að komi til kosninga, vonandi þó ekki fyrr en þessi hildarleikur er genginn yfir. Annað væri glapræði.
Sigrún (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:26
Jú þakka athugasemdir og ágætis umræðu hér. Skattsjóri er að fara yfir kredidkortareikninga auðmannanna og ég held að það þeir hafi þegar fengið nokkra rassskelli þegar. Mér finnst bara ekki taka því núna að vera með svona sjónvarpsstæla. Ef einhver hefur fengið fleiri svör í þessu Kastljósi heldur en bara með því að fylgjast með fjölmiðlum s.s. RUV, sem hefur talað við mann og annan úr kerfinu daglega, þá er það vel. Það er heldur ekki hægt að gefa nein svör fyrr en niðurstaða er komin. Ferlið er enn í gangi. Er erfitt að skilja það? Einnig eiga fjölmiðlamenn að sýna háttvísi og vera betur inni í málum áður en þeir ráðast að vinnandi fólki. Þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lítur ákveðnum lögmálum, hér eru margir hagsmunir í húfi milliríkjadeilur ofl. Ætlum við þá ísleskur almúginn að halda áfram að vera eins og óþekkur krakki, ég hélt að við værum búin að taka upp ný gildi?!
Ef Ingibjörg Sólrún hefur lýst því yfir að ástandið sé enn verra en hún taldi, hvers vegna er hún ekki sett á pyntingabekk Kastljóssins og spurð spjörunum úr? Kannski kemur hún með skýrari svör...! (Nema ef vera skyldi að hún sé Utanríkisráðherra og hreinlega geti ekki og meigi ekki af pólitískum ástæðum... svara því).
Nei, spyr sá sem ekki veit.... kurteislega...
Sigrún Vala Valgeirsdóttir, 22.10.2008 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.