27.9.2007 | 22:34
Samúðarkveðjur til brottrækra á Siglufirði.
Mikið skildi ég vel konuna sem kom í fréttunum í kvöld og sagðist hafa skolfið á beinunum þegar hún brá sér á netið og uppgötvaði að heimili hennar var falt, án þess að hún hefði hugmynd um. Ég lenti í ámóta lífsreynslu fyrir örfáum árum, 2004 minnir mig.
Þá voru einhverjir Bjarnabófar að kaupa upp reitinn sem nú er kenndur við Samson. Maður einn, sjálfsagt löggidur fasteignasali hafði tekið að sér það hlutverk, fyrir sinn yfirmann - eiganda fasteignasölunnar - væntanlega, að hundelta íbúa og verslunareigendur á x-radíus... enda miklir fjármunir í húfi.
Það má segja að þessi maður hafi unnið sitt verk vel, því ekki gafst hann upp. Við bjuggum í nýuppgerðri íbúð þarna á svæðinu, með útsýni yfir sundin og bara búin að vera í c.a 1 ár. Fyrsta sameiginlega íbúðin og fallegt HEIMILI. Maður átti satt að segja ekki orð yfir þessu öllu saman og að endingu höfðu ÞEIR, sitt fram.
Maður var jú bara saklaus borgari, kominn í klærnar á ... hinum framsýnu.. hm, já. En þetta var ekki góð reynsla og ég vona sannarlega að þeim takist að finna góða lausn á þessari hústöku á S.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2007 | 23:32
"The lunatics have taken over the asylum" - skorpubrauð.?!- "aA"... og svo örlítið saffran
Ég er ein af þeim sem hef sérstaka þörf fyrir það að ræða um víg Kjartans Ólafssonar um leið og ég kaupi brauð dagsins í bakarínu MÍNU. Ég sakna ennþá daganna sem "vinkona" mín var að vinna þar, sem ég reyndar man ekki lengur hvað heitir, en var "úr íslenskri sveit" og talaði íðilfagurt íslenstk mál. Ég vissi sitt hvað um hennar prívatlíf eftir árs kynni þarna í bakaríinu. Um vonir hennar og þrár, kærastann og boðin hjá frænkum og frændum.
Dag einn var hún hætt og andrúmið í bakaríinu breyttist til muna.
"Góðan dag", með gleðilegu brosi. .. þÖGN . Stór spyrjandi augu. Hm! (Hvað skal til bragðs taka? - Bíddu ég kann ekki táknmál, oh vissi að ég hefði átt að læra það á sínum tíma. Myndi geta komið sér vel). Herði upp hugann. "Ég ætla að fá eitt skorpubrauð" QUAI? "One bread please- SKORPUBRAUÐ"! Reyni að vera skýrmælt og benda í leiðinni. Eftir dúk og disk og bendingar náðist brauðið, skorði í pokann. Laðgi ekki í að kaupa meira í þessari ferð, enda komin röð fyrir aftan og var ekki alveg tilbúin í actionary, semmorguns fyrir framan fjölda fólks.
Eftir nokkrar æfingar heima í að leika skorið skorpubrauð (+ 10 djúpar öndunaræfingar í jóganu), þá var maður auðvitað undirbúinn og tók þátt í leiknum. þessi útlenda afgreiðslustúlka hefur lagt það á sig að læra heiti vörunnar í bakaríinu á íslensku, er farin að brosa og nær auðvitað strax í mína brauðtegund þegar augu okkar mætast yfir borðið.
Ég held við séum ekkert endilega með sérlega rasistatendensa fremur en annað fólk í veröld hér.Þetta dæmi kom bara flatt upp á okkur og ég held að við venjumst þessu hundsbiti sem og öðrum. Ég er samt enn að spá í gamla fólkið, hvernig það bjargi sér í þessu.
Saffran-byltingin er mun alvarlegra mál og það er langt síðan ég hef fundið jafn sterklega fyrir tilfinningum í tengslum við fréttir og í þessu sérstæða máli. Myndirnar af þessu stóra hópi munka í saffranlitum kuflunum er svo hrikalega falleg og sterk. Maður skynjar kraftinn frá þeim. Hvort er þá sterkara afl, hinn sterki, þögli og fullkomni kærleikur eða yfirmáta græðgin og valdasýkin? Leiðir tíminn það í ljós nú á næstunni eða munu vogaskálarnar vera á sífelldri hreyfingu?
Þ
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2007 | 21:32
Miljarðamæringur / mæringar - óskast!
Jú nákvæmlega. í ljósi þeirra leiðindaumræðu sem undanfarið hefur blásið upp í garð þeirra íslendinga sem hefur tekist að galdra fram auð (peninga), svo um munar þá segir fyrirsögn á blogginu "Miljarðamæringur óskast í Grafarvog", einhvern vegin það sem segja þarf.
Við viljum þessa peninga. Okkur vantar þá. Það er svo skemmtilegt hverning við gerum kröfu til þeirra og finnst að við eigum að eiga þarna hlutdeild. Við viljum líka ráða í hvað þessir einstaklingar eyða sínu fé. Eru þetta raunverulega peningar sem við getum gert kröfu í , nema sá hluti þeirra sem fer til ríkisins i formi skatta.
Ég er ekki að tala um að það sé ekki í lagi að biðja um bakhjarl, þvert á móti um að gera. Heldur er það þessi hugsun um að sé einhver ríkur, þá verði hinn ósjálfrátt fátækari. Ég t.d. er hvorki fátækari né ríkari þrátt fyrir það að hópur einstaklinga hafi fundið formúlu sem virkar til að raka að sér fé.
Ég skemmti mér jafnvel með vinum mínum þótt aðrir skemmti sér í veislu sem þeim var boðið í annars staðar.
Ég skildi ekki alveg hvers vegna okkar annars ágæti frú Utanríkisráðherra, þurfti að vera að ræða um veisluhöld annarra í sinni ræðu núna. Væri ekki nær að einhenda sér í það að laga það sem aflaga er fyrir þá sem minna meiga sín. Er það þessu fólki beinlínis að kenna, sem gleðst saman og hefur efni á því, að sumir hér lifa undir fátækramörkum? Við höfum ríkisbatterí, sem amk. ennþá á að sjá til þess að laga þar til. Ef ríkið vantar peningana frá hinum ríku hví ekki að biðja bara um þá.
Stofna sjóð hér og sjóð þar osfrv.
Væri ekki nær að flykkjast að baki okkar afreksmanna, allra - styðja þá og styrkja í hvívetna. Ég meina til góðra verka. Mér finnst svolítið verið að búa til vandamál þarna í stað þess að sjá góðu hliðarnar og nýta þær.
Með milljóna kveðju og engu slefi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.9.2007 | 22:41
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur nýtt starfsár með barvúr"" (pistill fyrir byrjendur)
Sannarlegt tilefni til að segja frá. Það er gott að geta elskað mikið og vera fullur af slíkri elsku á venjulegu fimmtudagskvöldi, svona alveg út í bláinn. Nema, það að skreppa á "Sinfóníuna", sé ekki alveg út í bláinn. Hversdagslegt ætti það að vera, en samt ekki.
Dagskrá: Atli Heimir Sveinsson, Alla Turca og svo framvegis. - Húmor., frábærlega skemmtilegt.( Ef einhver heldur að klassík sé alvarleg - byrjið upp á nýtt.)
Fiðlukonsert nr.3 í G-dúr, k.216 (hvað sem það nú merkir). Höfundur; W.A. Mozart. (Ef þú villt vinna miljarð- Fyrir hvað stendur W.A.?) - Einleikari : Ari Þór Vilhjálmsson (f: 1981) - VÁ! það má loka augunum og hlusta með hjartanu. Takk Ari.
Starvinsky:, Vorblót:; Furðuleg framúrstefna - Kraftur á heljarþröm. Upplifun.
Já ég fer aftur, ekki spurning og hlakka til.
p.s. Munið, að sé ekki uppselt má kaupa miða klst. fyrir sýningu á kr. 1.4oo - á 4.efstu bekkjunum.
Ætti ekki að drepa neinn fyrir slíka andlega endurnæringu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 15:01
skemmtilegrir galdrar
Þetta líst mér vel á hjá þeim í Nornabúðinni. Það getur nú varla verið annað en saklaust að prufa sokkatætufælu. Er farin að vinna í listanum og fer með hann og innkaupakörfu upp á Vesturgötu, strax eftir vinnu.
Fávitafæla og angurgapi til höfuðs erfiðum samböndum og nágrannaerjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2007 | 00:22
Goran Bergovic - ég elska þig.
Á síðkvöldsferð um undur bloggheima, datt ég niður á síðu ErnuHlyns. Þar var linkur inn á YouTube og gaf að líta á myndband Goran Bergovic og Iggy Pop, á The deathcar. Engum blöðum um það að fletta ég er gersamlega kolfallin og búin að hlusta á öll lögin með meistara Goran og þar að auki besta úrval af Sígaunatónlist sem ég hef komist í hingað til. Orginal.
Afar skemmtileg ferð.
Verst að ég kann ekki að setja mjúsikið inn á síðuna.
En hér kemur mynd af þessum gullfallega manni í staðinn. (Gerir kannski ekki alveg sama gagn), nema höfðar til annarra skilnigarvita.
Þar sem ég missti því miður af tónleikunum hans hér heima, er ekkert annað að gera en elta mannin til útlanda.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 22:55
"Buy me photograps and souvenirs" - Krummi...
"Fly the ocean on a siverplain, watch the jungle when its wet wit rain, but remember till you are home again, you belong to me..." Hljómaði aftur og aftur undir pílagrímsför minni til að sjá foss, þetta sumar eins og önnur undanfarin sumur. það að standa við foss og skynja náttúrlegan kraftinn inni í miðju íslenska sumrinu er lífsnauðsyn.
Bjöggi og Sinfó lá í framsætinu síðan í brúðkaupinu um daginn og rann í spilarann. Þingvellir eins fagrir og þeir geta verið í hvílíkt glapandi sólinni...og Öxarárfoss þarna var hann á sínum stað. Ég klifraði léttilega upp stíginn ... í strigaskónum sem ég keypti fyrir brúðkaupið og hlakkaði til. En komin upp á klettabrúnina undirbúin undir hrifningarölduna ,sem alltaf hefur hríslast um hverja frumu var ekki örgrannt um að vonbrigðaalda kæmi í staðinn. Hvað er þetta þá bara smá spræna eftir allt saman. "Þetta er aldurinn", hugsaði ég. "Allt verður einhvern vegin minna en mann minnti.... ár frá ári" Til að fá "kikkið" ákvað ég að fara eins nálægt vatnsfallinu og hægt var. Jú, það var eitthvað þarna ennþá. Gott að finna óttann við kraftinn...aftur...
Það glitraði sérstaklega fallega á alla smámyntina í peningagjá. Það var líka messa í kirkjunni. Hvað skyldi annars vera mikið af peningum í gjánni? Mér var hugsað til föður ömmu minnar við kirkjuna. Hún var ein af þessu "gamla" fólki, í uppeldinu, sem kenndi góða siði og þjóðarstolt. Einhvern vegin hugsa ég alltaf til hennar þegar ég kem til Þingvalla og finn að það sem hún kenndi hefur setið eftir.
Frá Þingvöllum lá leiðin til Selfoss ... áfram yfir Þjórsána ... gegnum Hellu og Hvolsvöll... að Seljarlandsfossi. Rósin... hljómaði hjá Bjögga... "kristaltærir daggardropar... féllu á rósarblöðin sem bjuggu undir "háu hamrabelti... karlakór , Sinfó, Vestmannaeyjar eins og sjónhverfing í landslaginu.
Svei mér þá , ég elska þetta land.
Seljaladsfoss sveik ekki nú fremur en endranær. Þar sem ég lá í grasinu og horfði á bununa, þá datt mér í hug hvort fossaárátta gæti verið verkefni fyrir sálfræðinga, eða etv. í mínu tilviki fyrir sálgreini sem fylgdi Freud. Hvers vegna þykir mér Seljalandsfoss svona mikið æði. Einföld , bein buna. Gullfoss er allt of flókinn einhvern veginn og hrikalegur. Ég hreinlega get varla staðið þar án þess að fara að skjálfa í hnjánum.
Það var á leiðinni austur, sem ég heyrði fyrst "YOU BELONG TO ME" þarna á diskinu. Ég veit ekki hvað oft lagið fékk að rúlla, en það rúllar enn og ég græt enn þegar ég heyri...
Hvað er það eiginlega við sum lög/texta ,sem snertir manns innstu hjartans strengi? Lag/texti og flutningur á "You belong to me" bætist hér með í uppáhaldið og fylgir fast á hæla ljóðsins "Ferðalok" eftir Jónas Hallgrímsson. (þeir hefðu örugglega náð saman Dylan og hann).
Bestu þakkir: Elísa, fyrir að neyða mig til að kaupa strigaskó og Krummi fyrir hrifnæman flutning á tónlist.
og... þeir sem eiga myndirna sem skreyta hér...
Lífstíll | Breytt 4.7.2007 kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 20:16
Bandið frá Syðri Á, "brunch" og "beuty sleep"
Hin helga nótt, Jónsmessunótt hefur nú liðið hjá. Gylltur skýjabakki og hvítur Snæfellsjökullinn, orka náttúrunnar í hámarki.
Jónsmessunóttin hófst í Hellisgerði þar sem saman var komin svona heppileg blanda af álfum og fólki. (Enn renna öll fljót til Hafnarfjarðar). Þar lék fyrir okkur af gleði South River Band, írsk-balkan mjúsik með íslenskum textum, dáltið góðum. Einstaka álfur og nokkrir menn gátu ekki á sér setið að taka sporið, hinir dilluðu sér á staðnum.
Þessa nótt er ekki hægt að sofna. Berfættur gangur í mosavöxnun hrauni, sérvalinn staður til að geta hennt sér niður og horft upp í himininn og á jökulinn góða, þar sem geimverurnar lentu hér um árið... Kona sem ég þekki, tíndi sjö jurtir sem hún setti undir koddann. Draumprinsinn lét á sér standa... eða ekki... eftir því hvernig á það er litið... Alla vega mundi hún ekki eftir neinum íðilfögrum sveini sem birtist henni skýrt í draumi þá nótt... Hann á kannski leið um nokkrum náttum síðar...
Hinn eilífi draumur hélt áfram í dögurði úti á palli á Álftanesinu, fyrir hádegi á Sunnudag. Frú Guðlaug töfraði fram rétt eftir rétt á hvítan dúk. Engiferfylltar döðlur, kjúlkingasalat með ristuðum hnetum,jarðaberjum og mangó á kínakálsbeði, pestós,sólbráðinn camenbert og baquette. Rétt í þann mund sem hópur kvenna settist niður með allar gerðir af sólglerugum, dró ský frá sólu. Fagurlega skreyttur lífrænn ávaxtasafinn rann ljúflega niður á milli hláturrokanna. Eftir púrtvínslegna "lady fingers" í tiramisu, stóðu nokkrar brenndar bringur upp úr sólstólunum og ákkúrat á því augnabliki dró skýið aftur fyrir sólu. "Perfect timing"...
Og drauminn skyldi lengja. Að afloknum dögurði var haldið til Þorlákshafnar að snæða ítölsku skotinn hamborgara Írisar systir. Brauðið vætt olíu, ferskri basilíku og rauðlauk bætt á ,borgarinn með miklum pipar. Marengsterta með rjóma í dessert. Sólbrennd andlitin á brosmildum mannskapnum í hverju horni. Telma átti 10 ár afmæli og í fyrsta sinn var einhver í hópnum sem gat gefið rétta tónininn fyrir afmælissönginn... hann var ekkert út af laginu núna.
"Beuty sleepið" átti hins vegar hún Sigrún Ásta .... um síðustu helgi. Þar naut ég gestrisni hennar og Dreka... Golden Retriever ... í sumarbústað - Brekkuskógur, heitur pottur, grill, gönguferð og "svaðilför" yfir á með hund í bandi... blíðviðri.. K.K. í bílnum...
Nokkrir galdrar... í mat ...svo svona alvöru með "Galdrabók" og nokkrar spilaspár... feng -shui og Secret... nei ég segi nú bara svona... já við látum ekki deigan síga -
Vona að sumarið verði líka um næstu helgi...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)